Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 29 Í kaflanum um örugga og heildstæða velferðarþjónustu er sett fram markmið um samþættingu og samfellda velferðar­ þjónustu í samráði við notendur og lagt til að gerð verði fyrir árslok 2017 könnun á samfellu í þjónustu einstaklinga sem þurfa að nota sjúkrahús, heilsugæslu, endurhæfingu og félagsþjónustu. FÍH fagnar því að gera eigi slíka könnun. Hins vegar saknar félagið ákveðinnar aðgerðarlýsingar þannig að klárt sé að þessi könnun og viðbrögð við henni fari af stað sem allra fyrst þar sem slík samhæfing er grundvöllur góðrar og hagkvæmrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er á viðeigandi þjónustustigi. Heilsugæsla Markmið: Heilsugæslan fyrsti viðkomu­ staður og samhæfingaraðili heilbrigðis­ þjónustu. Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur það verið stefna stjórnvalda að heilsugæslan skuli að jafnaði vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem leita eftir heilbrigðisþjónustu og að hlutverk heilsugæslunnar skuli vera víðfeðmt. Í lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, er kveðið á um að svo skuli vera. Í stefnudrögunum er bent á að í stefnuyfirlýsingum íslenskra ríkisstjórna síðasta áratuginn hafi ítrekað komið fram samhljómur um áherslur í velferðarmálum og er þar einnig talað um að heilsugæslan skuli að jafnaði vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Í kafla 3 um helstu viðfangsefni næstu ára er bent á að eitt af þremur leiðarstefjum heilbrigðisáætlunarinnar sé að heilsugæslan hafi meiri breidd í þjónustu með aðkomu fleiri fagaðila. Þrátt fyrir allt þetta hefur lítið verið gert til að efla heilsugæsluna, jafnvel þvert á móti. Ef gera á heilsugæsluna að þeirri stofnun sem lög og stefnuyfirlýsingar kveða á um, en ekki einungis að viðhalda henni sem læknamóttöku, þarf að breyta fyrirkomulagi hennar algerlega. Marka þarf skýra stefnu sem lýtur að hlutverki hennar, skipulagi, þjónustu og þörf fyrir sérhæft heilbrigðisstarfsfólk, mun skýrara en þá sem finna má í þessum drögum að heilbrigðisáætlun. Einnig telur FÍH að kynna og markaðssetja þurfi heilsugæsluna fyrir landsmönnum þannig að í hugum þeirra verði hún sannarlega fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Mannafli í heilbrigðisþjónustu Markmið: Nægilegur mannafli innan heilbrigðis þjónustu með viðeigandi þekkingu og færni. Í þessum kafla er fjallað um aðgengi að upplýsingum, þarfagreiningu og að fjölga þurfi námsstöðum í heimilislækningum. Að mati FÍH eru þetta ekki helstu viðfangsefnin sem snerta mönnun í heilbrigðisþjónustu til ársins 2020. Til að viðhalda nægilegum og raunhæfum mannafla innan heilbrigðisþjónustunnar þarf að leita svara við eftirfarandi grundvallarspurningum: 1. Hvernig á að bregðast við þarfa­ greiningum? 2. Hvernig á að tryggja að nægjanlega margir séu til að sinna þessum störfum? 3. Hvernig á að tryggja menntun þess mannafla sem mest þörf er fyrir hverju sinni? 4. Hvernig á að tryggja endurnýjun og viðhalda mannafla í þessi störf? 5. Hvernig á að tryggja verkaskiptingu þannig að verið sé að nýta þekkingu og færni hvers og eins á réttan og sem skilvirkastan hátt? Í ljósi örrar fjölgunar aldraðra hér á landi, og fyrirsjáanlegrar fækkunar hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á næstu árum vegna þess hve stórir árgangar hefja töku lífeyris, er ljóst að tíminn til að bregðast við þessum breytingum er skammur. Það tekur langan tíma að mennta heilbrigðisstarfsfólk og því þarf að bregðast við í tíma. Ekki er tekið á því í þessari áætlun. Það að hafa nægilega margt heilbrigðismenntað fólk er undirstaða þess að hægt sé að framfylgja heilbrigðisstefnu til ársins 2020. Tillögur FÍH eru eftirfarandi: Yfirmarkmið Þróun mannafla í heilbrigðisþjónustu tryggi fjölbreytni þjónustunnar á öllum stigum og sé í samræmi við þarfir allra landsmanna. Mælanleg markmið 1. Kjör og starfsaðstaða heilbrigðis­ starfsmanna verði sambærileg við það sem best gerist erlendis. Þetta verði gert að markmiði fyrir árið 2015. 2. Mannafli starfsstétta í heilbrigðis þjónustu taki mið af breytingum meðal annars á aldurssamsetningu þjóðarinnar, lífslíkum og tækni framförum. 3. Skilgreint verði hlutverk og verksvið allra heilbrigðisstétta fyrir árið 2014. 4. Fjöldi í námi í heilbrigðisgreinum sé í samræmi við þörf á hverjum tíma og sé mældur árlega. 5. Fjöldi heilbrigðisstarfsfólks á hvern íbúa nái því sem best gerist erlendis á næstu 20 árum. Aðgerðir: 1. Gerð verði mannaflaspá fyrir heil brigðis­ stéttir sem byggir á aldur samsetningu þjóðarinnar, lífslíkum og tækniframförum. Ábyrgð hjá Hagstofunni. 2. Gerð verði könnun á kjörum heilbrigðisstétta erlendis. Niðurstöður slíkrar könnunar verði bornar saman við kjör heilbrigðisstétta hér á landi og nýttar til þess að vinna að jöfnun á kjörum. Ábyrgð hjá fjármálaráðuneyti. 3. Verkaskipting helstu heilbrigðisstétta verði endurskoðuð fyrir lok ársins 2013. Ábyrgð hjá Embætti landlæknis. 4. Gerð verði áætlun um menntun heilbrigðisstétta ásamt kostnaðar­ og aðgerðaráætlun fyrir lok árs 2012. Ábyrgð hjá menntamálaráðuneyti. 5. Gerð verði aðgerðaráætlun til þess að styrkja grunnþætti heilbrigðis þjón ­ ustunnar og heilsugæslunnar fyrir árið 2013. Ábyrgð hjá velferðar ráðuneyti. Lokaorð Heilbrigðisþjónustan er ein af grunn­ stoðum hvers samfélags. Þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi með hækkandi aldri þjóðarinnar og aukinni þekkingu og færni heilbrigðisstarfsmanna. Nærri 10% af vergri landsframleiðslu er nýtt í heilbrigðiskerfið og það skapar þúsundir starfa. Í ljósi þessa þarf ekki að fjölyrða um hve mikilvægt er að á hverjum tíma liggi fyrir skýr stefna um markmið og skipulag heilbrigðisþjónustunnar. FÍH fagnar því framkomnum drögum að heilbrigðisáætlun til 2020 og hyggst taka virkan þátt í frekari vinnu við áætlunina.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.