Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Qupperneq 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201234
Herdís Gunnarsdóttir, herdisgu@landspitali.is
LÍFEYRISRÉTTINDI HJÚKRUNARFRÆÐINGA
OG STAÐA SJÓÐANNA
Lífeyrismál hafa verið mikið í deiglunni undanfarið og sitt sýnist hverjum um
uppbyggingu lífeyrissjóða og ríkisábyrgð á þeim. Herdís Gunnarsdóttir fer hér
yfir hvernig þessi mál snúa að hjúkrunarfræðingum.
Lífeyrisrétturinn er órjúfanlegur hluti af
heildarkjörum hjúkrunarfræðinga. Mun
lægri laun hjúkrunarfræðinga, saman
borið við háskólastéttir á almennum
vinnumarkaði, hafa í gegnum tíðina verið
réttlætt með tilvísun til góðra og öruggra
lífeyris réttinda í opinberum sjóðum.
Hugmyndir um að breyta réttindum
í opinberum lífeyrissjóðum til jafns á
við almenn lífeyrisréttindi hafa verið í
umræðunni síðustu misseri. Í því sam
hengi hafa verið ræddar tillögur um að
hækka lífeyrisaldur úr 65 árum í 67 ár
og að jafna skuli réttindi þeirra sem
greiða í lífeyrissjóði þannig að ríkið hætti
að ábyrgjast lífeyrisréttindi opinberra
starfsmanna. Stjórn FÍH sá því tilefni til
að álykta um það nú í haust að slíkar
breytingar á lífeyrisréttindum hjúkrunar
fræðinga yrðu ekki samþykktar af FÍH
enda þyrfti þá að koma til stórkostleg
leiðrétting launa ef sama vinnulöggjöf á
að gilda hjá hinu opinbera og á almennum
vinnumarkaði.
Skuldbindingar hins opinbera
Ég hef því beitt mér fyrir því að stjórn FÍH
skori á stjórnvöld að setja fram áætlun
um hvernig skuli leiðrétta inngreiðslu hins
opinbera í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga
(LH) og jafnframt að hækka iðgjöld til
Adeildar Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins (LSR), eins og kveðið er á um
í núgildandi lögum um lífeyrissjóðinn.
Þegar rætt er um skuldbindingar ríkisins
vegna LSR og LH má ekki gleyma
því að verið er að ræða réttindi mikils
meirihluta hjúkrunarfræðinga sem
starfað hafa í opinberri þjónustu á
undanförnum áratugum og skapað ábata
í velferðarkerfinu og í íslensku samfélagi.
Skuldbindingar eða skuld ríkisins við LSR
og LH eru því áunnin réttindi þúsunda
einstaklinga sem koma eiga til greiðslu
á næstu árum og áratugum en ekki
reikningur sem bíður skattgreiðenda
framtíðarinnar að greiða. Ég vil draga
fram þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar,
sem flestir eru opinberir starfsmenn, eru
einnig skattgreiðendur. Umræðan um
að skertar inngreiðslur ríkisins vegna
skuldbindinga við opinbera lífeyrissjóði
sé framtíðarbyrði sem skella skuli á
skattgreiðendum er því á villigötum.
Vandi Adeildar LSR er til kominn vegna
þess að ríkið hefur frá árinu 2008 ekki
greitt að fullu skuldbindingar sínar í
inngreiðslum til sjóðanna eins og ber að
gera lögum samkvæmt. Við breytingu á
lífeyrissjóðakerfinu 1997 var stefnt að því
að hverfa frá gegnumstreymiskerfi yfir í
sjóðssöfnunarkerfi, en það er það kerfi
sem almennu lífeyrissjóðirnir byggja á.
Almenna lífeyrissjóðakerfið hefur byggt á
sjóðsmyndun og sjóðurinn ber ábyrgð á
skuldbindingum hans. Lífeyrissjóðakerfi
opinberra starfsmanna hafði hins vegar
verið byggt á gegnumstreymissjóðum og
skuldbindingar þeirra eru á ábyrgð ríkisins
en ekki sjóðanna. Iðgjöldin í opinberu
sjóðina voru ekki greidd samtímis nema
að hluta til, en ríkið skuldbindur sig til að
tryggja sjóðsfélögum lífeyri þegar þeir
þurfa á honum að halda. Vandi LH liggur
í að sjóðurinn hefur einungis að hluta til
verið byggður upp á sjóðsöfnun. Áætlanir
liggja ekki fyrir í fjárlögum stjórnvalda
um hvernig skuli mæta þessum vanda.
Stjórn og stjórnendur hjá LSR og LH hafa
ítrekað komið á framfæri raunhæfum
tillögum þess efnis hvernig hefja megi