Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 37 með hjúkrunarsjúklinga. Við vorum með 2­3 rúm fyrir lyflæknissjúklinga og fyrir endurhæfingu og hvíldarinnlögn en núna er verið að leggja þau niður. Stundum megum við vera með einn sjúkling og stundum ekki. Á heilabilunardeildinni erum við með mikið af sjúklingum frá hinum fjörðunum. Á Norðfirði og á Egilsstöðum er bara öldrunardeild en ekki heilarbilunardeild,“ segir Þóra. Miklar breytingar hafa orðið á meðferðinni fyrir heilabilaða síðan deildin var stofnuð. Þegar Þóra hugsar til baka finnst henni margt hafa batnað frá því sem áður var. „En lyfjameðferð og annað hefur breyst mikið á þessum tuttugu árum. Þegar við ákváðum að stofna þessa deild fengum við Jón Snædal og Önnu Birnu Jensdóttur í heimsókn. Þeim leist vel á og ráðlögðu okkur ýmsa góða hluti. Þá var stofnuð deild fyrir átta sjúklinga og gekk vel. Á þeim tíma var ég hjúkrunarforstjóri á sjúkrahúsinu en hætti og varð deildarstjóri. Það var bara mín ákvörðun, mig langaði að fara í beina hjúkrun og losna við að sitja ein fyrir framan tölvu á einhverri skrifstofu. Svo var stöðu hjúkrunarforstjóra breytt í hjúkrunarstjóra fljótlega eftir það.“ „Ég hef oft hugsað um hvaðan talan átta kom en það var líklega uppástunga frá Jóni Snædal. Svo sá ég seinna meir þegar ég fór að lesa um Eden­stefnuna að það væri stefnt að þessari stærð. Það gekk alveg ljómandi vel með þessa átta. Síðan vildu forráðamenn stækka deildina og þá fórum við upp í ellefu sjúklinga. Það gjörbreytti deildinni til hins verra. Svo var ákveðið að bæta tveimur við og það er mjög erfið tala. Ég veit ekki alveg af hverju. Það er öðruvísi andrúmsloft, meiri óróleiki og stærra svæði sem starfsfólkið þarf að passa. Samt er þrengra um hvern og einn og heilabiluðum finnst ekki þægilegt að troðast. Það er einhvern veginn erfitt að útskýra en það er staðreynd að hitt var auðveldara. Nú erum við með fleiri mjög veika einstaklinga. Margir sitja og kalla eða ráfa um og þeim líður bara illa. Við fylgjum þeirri stefnu að nota ekki lyf sem fjötra, það er að segja að sljóvga ekki sjúklingana að óþörfu. Við viljum frekar reyna að finna út hvað það er sem gerir fólk órólegt. Finnst þeim erfitt að láta skipa sér fyrir? Eða þolir þessi sjúklingur verr ákveðinn starfsmann? Við reynum þá að skipta. Það er bara mannlegt að það líkar ekki öllum við alla.“ „Við vorum einu sinni með tveggja daga námskeið þar sem Svava Aradóttir og Sigurlaug Arngrímsdóttir kenndu okkur að horfa öðruvísi á alzheimerssjúklinga og finna þætti í umhverfinu sem gera fólk órólegt og einnig horfa gagnrýnum augum á starfsfólkið. Þetta breytti heilmiklu. Nú hefur verið svolítil endurnýjun á starfsfólkinu þannig að það er aftur kominn tími á námskeið. Þetta gengur mikið út á atferlisathugun og að reyna að skipuleggja hjúkrunina eftir því. Við viljum brýna fyrir starfsfólkinu að koma fram við sjúklinginn af virðingu. Það skiptir máli hvernig menn tala og það hefur auðvitað áhrif á alzheimerssjúkling eins og aðra. Við höfum þó verið mjög heppin með starfsfólk, bæði hjúkrunarfræðinga og aðra. Það er mjög áhugasamt og hefur lagt sig fram við að gera hlutina rétt, læra meira og vera opið fyrir alls konar hugmyndum. Það er allt öðru vísi hjúkrun á heilunarbilunardeildinni heldur en hinum megin. Sjúklingarnir fara ekki endilega á fætur klukkan átta heldur bara þegar þeir eru tilbúnir til þess að fara fram úr. Starfsfólkið þarf að laga sig að því. Það getur ekki endilega ákveðið að Sigga fari í bað klukkan níu í dag. Hún vill kannski ekki fara í bað í dag og gerir það bara í kvöld eða á morgun. Það er meiri sveigjanleiki og aðeins öðruvísi hugsunarháttur í þessum daglegu störfum. Heimurinn ferst ekki ef þessi sjúklingur burstar ekki tennurnar í dag. Fólk var áður fyrr oft svo verkmiðað að það þurfti helst að ljúka ákveðnum verkum fyrir klukkan ellefu en það hefur sem betur fer breyst mikið. Þetta var bara ómanneskjulegt. Við þurfum á heilabilunardeildin að vera sérstaklega vakandi fyrir þessu. En vegna niðurskurðar þá höfum við því miður ekki haft mörg tækifæri á fræðslu á heilabilunardeildinni,“ segir Þóra. Sjúkrahúsið Fyrir utan hjúkrunardeild og heilabilunar­ deild er einnig heilsugæsla í sama húsi. Samtals vinna sjö til átta hjúkrunar­ fræðingar á Seyðisfirði. Undanfarið hefur gengið nokkuð vel að manna hjúkrunarfræðingsstörfin en í sumar gekk mjög illa að fá hjúkrunarfræðing. „Svo vantar stanslaust sjúkraliða og almennt starfsfólk og hefur það sjaldan verið eins erfitt og í sumar. Við vorum í vandræðum líka í vetur en í sumar hefur hreinlega vantað bæði í afleysingar og í föst störf. Bæði er fólk að hætta vegna aldurs og þá vantar. Áður fyrr þurfti aldrei að auglýsa því við vorum með lista yfir fólk sem gat unnið yfir sumarið en núna er auglýst en fólk sækir ekki um. Almenn þjónusta á sjúkrahúsinu hefur stöðugt minnkað. „Við erum ekki lengur með rannsóknarstofu, það var þokkalega útbúin stofa hér en allt slíkt fer núna fram á Egilsstöðum. Þegar gamla röntgentækið varð ónýtt fyrir nokkrum árum áttum við ekki að fá nýtt tæki. Bæjarbúar tóku sig þá saman og söfnuðu fyrir tæki,“ segir Þóra. Geislafræðingur kemur frá Egilsstöðum fjóra dagar vikunnar og vinnur í nokkra klukkutíma en hann tekur líka blóðprufur. Á öðrum tímum taka læknar myndir ef þarf. Myndir eru sendar rafrænt til úrlestrar. Þá kemur sjúkraþjálfari frá Egilsstöðum þrjá daga vikunnar og iðjuþjálfi einn dag í viku. Prjónar ungbarnaföt Eins og oft virðist vera hjá hjúkrunar­ fræðingum á landsbyggðinni þá er Þóra í stjórn Rauða Kross­deildarinnar. Hún sér meðal annars um húsnæði björgunarsveitarinnar, hefur eftirlit með því og sér um að leigja út sal fyrir fundarhöld, námskeið, veislur og þess háttar. Deildin rekur sjúkrabíl en björgunarsveitin útvegar sjúkraflutningsmenn. Það þarf því ekki að bíða eftir sjúkrabíl frá Egilsstöðum. „Það er mikið öryggi í því . Ég veit ekki alveg hvernig yrði ef hann væri líka farinn,“ segir þóra. „Svo settum ég og annar hjúkrunar­ fræðingur á stofn verkefni fyrir Rauða Krossinn sem er kallað Föt sem framlag. Í því erum við ásamt fleirum konum að útbúa pakka með neyðarfötum fyrir ungbörn. Þeir eru sendir til Malaví og Hvíta­Rússlands. Þetta er mest handavinna og leið til þess að virkja handavinnukonurnar í bænum. Síðast sendum við af stað yfir fjörtíu pakka. Í hverjum pakka eru bleiur, prjónaðar tvær peysur, buxur, sokkar og teppi og húfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.