Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 50
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201246 eru í stöðunni (Kennedy, 2006; Watson og Bruin, 2007). Hjúkrunarfræðingar sem vinna með húðsjúklinga hafa sagt að ekki sé gert ráð fyrir miklum tíma fyrir slíkt í störfum þeirra (Cartwright og Magee, 2006). Á sama tíma sýna rannsóknir að fylgni við meðferðarfyrirmæli lækna hjá sjúklingum með psoriasis er léleg. Helstu skýringar sem gefnar hafa verið eru að meðferð sé óþægileg, hafi lítil áhrif, sé tímafrek og að miklar aukaverkanir fylgi henni (Finley og Ortonne, 2004; Fouéré o.fl., 2005). Skýringar sem þátttakendur í þessari rannsókn gáfu fyrir uppgjöf á meðferð fyrir tilkomu lífefnalyfsins voru að aðhald vantaði, erfið tímabil voru þar sem þunglyndi kom við sögu og ef innlögn stóð fyrir dyrum. Það olli vandræðum og vonbrigðum hjá þátttakendum að engin heilbrigðisstétt hefði yfirsýn yfir sjúkrasögu þeirra. Samskipti þeirra við heilbrigðisþjónustuna minntu á völundarhús í þeirra augum. Viðmælendur höfðu samskipti við sérfræðilækna bæði innan og utan spítalans en samt vissu þeir ekki hvert þeir áttu að snúa sér þegar upp komu bráðatilfelli sem tengdust meðferðinni. Þegar leitað var til bráðadeildar gátu móttökurnar orðið aðrar en þeir áttu von á. Nýjungar í meðferð við psoriasis voru hægfara þar til að lífefnalyf komu á markaðinn. Með þeim hefur orðið algjör bylting í meðhöndlun á alvarlegum psoriasis og psoriasisgigt og fjölmargar dyr hafa opnast fyrir einstaklinga með psoriasis. Vitað er um fjölmargar aukaverkanir og hættu samfara meðferð en þrátt fyrir það eru lífefnalyf talin vera þokkalega örugg á meðan þau eru notuð rétt (Brimhall o.fl., 2008; SIGN, 2009). Þó er talið að margt sé enn óljóst og ekki nægar upplýsingar fyrir hendi til að telja þessi lyf nægilega örugg (Bahner o.fl., 2009). Þátttakendur í þessari rannsókn fundu fyrir gífurlegum breytingum eftir að meðhöndlun með infliximab hófst. Í fyrsta skipti var hægt að hafa stjórn á einkennum sjúkdómsins og húðútbrotin, verkir og bólgur létu undan. Enginn átti von á að áhrifin yrðu svona mikil. Breytingarnar urðu það miklar að margir áttu erfitt með að fóta sig. Það voru stór skref að komast til heilsu á ný og fá þetta óhemju frelsi ekki aðeins fyrir þá heldur fjölskylduna alla. Fram kom í niðurstöðum að þátttakendur voru þakklátir fyrir meðhöndlunina með lyfinu og að þeir voru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu í sjálfri meðferðinni. Þeir fundu fyrir öryggi og létti við að koma inn til meðferðar og vissu að næstu vikur yrðu þeim góðar. Hjá sumum virtist hins vegar komið að þeim tímamótum er þeir höfðu óttast; áhrif lyfsins fóru þverrandi. Lítið hefur gerst í rannsóknum varðandi hjúkrun húðsjúklinga og fjölskyldna þeirra hér á landi líkt og annars staðar en hjúkrun á húðsjúkdómadeildum og göngudeildum þeim tengdum hefur oftast verið talin einföld og meðferð ekki sérlega flókin. Reyndin er þó allt önnur því meðferð einstaklinga með alvarleg einkenni er langvinn, flókin og fjölþætt. Eigindlegar rannsóknir um reynslu einstaklinga með psoriasis eru fáar og engar eigindlegar rannsóknir fundust um reynslu psoriasissjúklinga í meðhöndlun með lífefnalyfi. Þetta hamlar samanburði við aðrar sambærilegar rannsóknir. Áhugavert væri að gera sambærilega rannsókn meðal einstaklinga með psoriasis á öðrum lífefnalyfjum en infliximab og einnig er mikilvægt að skoða reynslu aðstandenda einstaklinga með psoriasis og psoriasisgigt en engar rannsóknir fundust um reynslu þeirra. Þróa þarf heildræna og þverfaglega heilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga með psoriasis og fjölskyldur þeirra sem sinnir fjölþættum þörfum þessara skjólstæðinga allt frá sjúk­ dómsgreiningu. Huga þarf sérstaklega að því að yfirsýn virðist vanta yfir sjúkrasögu hjá einstaklingum með psoriasis þar sem fleiri langvinnir sjúkdómar eru komnir til sögunnar og einstaklingar hafa samskipti við fleiri en einn heilbrigðisstarfsmann innan sem utan spítala þar sem upplýsingastreymi á milli sérfræðinga virðist ekki nægjanlegt. Þakkir Höfundar þakka Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir að veita styrk til rannsóknarinnar og þeim þátttakendum sem tóku þátt í rannsókninni. Baldri Tuma Baldurssyni húðsjúkdómalækni eru færðar þakkir fyrir gagnlegar ábendingar. Heimildir Alwawi, E.A., Krulig, E., og Gordon, K. B. (2009). Long­term efficacy of biologics in the treatment of psoriasis: What do we really know? Dermatologic Therapy, 22, 431­440. Bahner, J. D., Cao, L. Y., og Korman, N. J. (2009). Biologics in the management of psoriasis. Clinical, Cosmetic and Investigational Dermatology, 2, 111­128. Bansback, N., Sizto, S., Sun, H., Feldman, S., Willian, M. K., og Anis, A. (2009). Efficacy of systemic treatments for moderate to severe plaque psoriasis: Systematic review and meta­analysis. Dermatology, 219, 209­ 218. Brimhall, A. K., King, L. N., Licciardone, J. C., Jacobe, H., og Menter, A. (2008). Safety and efficacy of alefacept, efalizumab, etanercept and infliximab in treating moderate to severe plaque psoriasis: A meta­ analysis of randomized controlled trials. British Journal of Dermatology, 159 (4), 274­285. Burchardt, C. S., og Anderson, K. L. (2003). The Quality of life scale (QOLS): Reliability, validity, and utilization. Health and Quality of Life Outcomes. Sótt af http://hqlo.com/content/1/1/60 Cartwright, J., og Magee, H. (2006, janúar). Information for people living with conditions that affect their appearance: Report I. Sótt af http://www. pickereurope.org/Filestore/PIE_reports/project_reports/HF_report_2_­_ info_review_­_FINAL_with_H Delmar, C., Bøje, T., Dylmer, D., Forup, L., Jakobsen, C., Møller, M., o.fl. (2005). Achieving harmony with oneself: Life with a chronic ilness. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 19, 204­212. Elísabet Konráðsdóttir og Erla Kolbrún Svavarsdóttir. (2006). Hvernig geta hjúkrunarfræðingar nýtt sér klínískar leiðbeiningar í starfi í aðstoð við fjölskyldur? Tímarit hjúkrunarfræðinga, 82 (4), 18­25. Finlay, A. Y., og Ortonne, J. P. (2004). Patient satisfaction with psoriasis therapies: An update and introduction to biologic therapy. Journal of Cutaneous Medicine and surgery, 8 (5), 310­320. Fouéré, S., Adjadj, L., og Pawin, H. (2005). How patients experience psoriasis: Results from a European survey. European Academy of Dermatology and Venerology, 19 (3), 2­6. Ginsburg, I. H., og Link, B. G. (1989). Feelings of stigmatization in patients with psoriasis. Journal of the American Academy of Dermatology, 20 (1), 53­63. Jobling, R., og Naldi, L. (2006). Assessing the impact of psoriasis and the relevance of qualitative research. The Society for Investigative Dermatology, 126, 1438­1440. Kennedy, C. (2006). Psoriasis narratives: How qualitative research is of value in dermatology research. International Journal of Dermatology, 45, 1107­ 1109. Kimball, A. B., Gieler. U., Linder. D., Sampogna, F., Warren, R. B., og Augustin, M. (2010). Psoriasis: is the impairment to a patient’s life cumulative? Journal of the European Academy of Dermatology and Venereology, 24 (9), 989­1004.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.