Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 201250 bæði megindlegar og eigindlegar upplýsingar. Ferlismat er notað þegar skoða þarf hvernig gengur að innleiða inngrip (intervention) en inngripið getur verið af ýmsum toga. Í þessu tilviki er inngripið kynfræðsla. Með aðferðinni er meðal annars hægt að skoða gæði inngripsins og nákvæmni þess. Linnan og Steckler nefna atriði sem eru mikilvæg í ferlismati sem eru samhengi við hið stærra umhverfi (context), til hverra inngripið nær (reach), hversu viðamikið inngripið er (dose delivered), hversu virkir þátttakendur eru í innleiðingunni (dose received), hversu vel inngripið var framkvæmt samkvæmt áætlun (fidelity), í hversu miklu mæli inngripið var innleitt og móttekið af þeim sem það var ætlað (implementation) og leiðir sem voru farnar til að ná í þátttakendur (recruitment). Í þessari grein er komið inn á flesta þessa þætti en lögð megináhersla á innleiðingu kynfræðslunnar (implementation). Við ferlismat er unnt að leggja til grundvallar ýmiss konar gögn (Linnan og Steckler, 2002). Í þessari rannsókn var fylgst með því frá upphafi hvernig kynfræðslan gekk fyrir sig og lögð var áhersla á skráðar upplýsingar frá kennurum og nemendum. Úrtak Nýtt kynfræðsluefni fyrir 8. bekk var forprófað í einum grunnskóla í Reykjavík haustið 2010. Það var kennt í sex bekkjum. Alls voru 141 nemendur skráðir í 8. bekk haustið 2010 í viðkomandi skóla og tóku þátt í forprófun kynfræðsluefnisins. Kynfræðsluefnið Kynfræðsluefnið byggist á leiðbeiningum um alhliða kynfræðslu Kynfræðslusamtaka Bandaríkjanna (SIECUS, 2004), rannsóknarniðurstöðum Kirby (2001, 2002, 2007) um árangur kynfræðslunámsefnis, alhliða kynfræðslunámsefninu Lífsgildi og ákvarðanir og rannsóknum höfundar á kynheilbrigði unglinga. Námsefnið samanstóð af átta kennslustundum og mynduðu tvær kennslustundir eina heild og nefndust þær Sjálfsmynd, Samskipti, Kynjamunur og Forvarnir. Innan sjálfsmyndar var lögð áhersla á styrkleika og virðingu. Innan samskipta voru meginefnisþættir tjáskipti og ákvarðanir. Í þriðja hlutanum um kynjamun var fjallað um kynþroskabreytingar og jafnrétti. Í síðustu lotunni um forvarnir voru ábyrgð og sjálfsstjórn meginviðfangsefnin. Alls voru 24 æfingar lagðar til grundvallar í kennsluefninu (tafla 1). Tilgangur námsefnisins er að stuðla að kynheilbrigði unglinga. Með námsefninu er lagður grunnur að þekkingu, viðhorfum og færni í samskiptum sem stuðla að ábyrgu, öruggu og góðu kynlífi þegar að því kemur að unglingurinn byrjar að stunda kynlíf. Með því móti eru líkur á því að hann komi í veg fyrir vandamál á þessu sviði eins og kynsjúkdóma og óráðgerðar þunganir. Með námsefninu er lögð áhersla á þær líkamlegu og sálfélagslegu breytingar sem verða á unglingsárunum, en á þessum tíma er unglingurinn að gera sér grein fyrir sjálfum sér og byggja upp sjálfsvirðingu sem mótast af samskiptum hans við aðra. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að koma fram við aðra af heiðarleika og af umhyggju og sýna sjálfsstjórn og ábyrgð í tali og gjörðum. Jafnframt er fjallað um að geta á frjálsan og ábyrgan hátt tjáð kynferðislegar tilfinningar sínar og þroskað með sér næmni á tilfinningar annarra. Í gegnum námsefnið lærir unglingurinn að gera sér grein fyrir því að kynferðislegt samband einkennist af trúnaði og samþykki beggja og er báðum til ánægju þar sem að engar þvinganir eiga sér stað. Jafnframt er lögð áhersla á að góðar upplýsingar eru grunnur að góðum ákvörðunum. Námsefnið byggist á hugmyndafræði um kynheilbrigði (sexual- and reproductive health) (Robinson o.fl, 2002; Tolman o.fl., 2003), seiglu (resilience) (Rew og Horner, 2003; Thompson, 2006) og félagsnámskenningu (social learning/cognitive theory) (Bandura, 2001, 2004). Hugmyndafræðin miðast við að unglingurinn sé að þroskast sem kynvera, að hann þurfi að þroska með sér ákveðna styrkleika og að hann sé virkur einstaklingur sem mótar umhverfi sitt en verður jafnframt fyrir áhrifum frá því. Undirtónn hverrar kennslustundar þessa námsefnis er kynheilbrigði. Kynheilbrigði nær til líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta kynverunnar. Það felur í sér bæði kynlífsheilbrigði (sexual health) og frjósemisheilbrigði (reproductive health). Kynlíf (sexuality) höfðar til alls þess er varðar kynveruna svo sem skynjun einstaklingsins á sjálfum sér sem kynveru, kynhrif, ást, kynlöngun, sjálfsfróun, kynferðisleg atlot og kynmök. Frjósemin nær til þess að hafa möguleika á því að eignast barn þegar einstaklingurinn er tilbúinn til þess. Í námsefninu er farið yfir mikilvæga þætti til að varast kynsjúkdóma og vernda frjósemina. Jafnframt er fjallað um að nota getnaðarvarnir á þeim tíma sem ætlunin er að koma í veg fyrir barneign. Út frá hugmyndafræðilegum ramma um seiglu er gengið út frá styrkleikum unglingsins (protective factors) í stað áhættuhegðunar og þannig verður áherslan á getu í stað vangetu. Mikilvægir þættir eru meðal annars sjálfsvirðing, sjálfstæð hugsun og sjálfsstjórn. Með námsefninu er lögð áhersla á að styrkja einstaklinginn og færni hans til að takast á við ýmsar áhættusamar aðstæður þannig að hann sé líklegri til að geta stuðlað að sínu eigin kynheilbrigði. Námsefnið stuðlar að þessu með því meðal annars að byggja upp þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við ýmsar aðstæður. Þegar einstaklingurinn stendur frammi fyrir ólíkum aðstæðum reynir á hann sjálfan. Því er það mikils virði að hann hafi fyrirfram myndað sér nægjanlega skýra sýn á aðstæðurnar, nægjanlega þekkingu til að byggja á og búi yfir skýru gildismati og kjarki til að takast á við aðstæðurnar á uppbyggjandi hátt. Einstaklingur með óstyrka sjálfsmynd, litla sjálfsvirðingu og litla trú á sjálfum sér er mun ólíklegri til að setja mörk í kynferðislegu sambandi og tekur því oft meiri áhættu en ella. Einnig er lagt upp með hugmyndafræði félagsnámskenningar. Á unglingsárunum verður unglingurinn fyrir áhrifum frá umhverfi sínu og þeim mikilvægu einstaklingum sem eru í umhverfi hans en hann er jafnframt mótandi á umhverfi sitt. Unglingurinn er í leit að sjálfum sér og leitar í vaxandi mæli til jafningja sinna að upplýsingum, stuðningi og staðfestingu á sjálfum sér. Hann fylgist með öðrum og lærir af þeim en lærir líka af þeim upplýsingum sem hann fær. Námsefnið leggur áherslu á félagsleg samskipti nemenda í gegnum hópastarf og þau verkefni sem hópurinn vinnur saman. Í hópunum þurfa nemendur að deila viðhorfum sínum og hugsunum, taka tillit til hvors annars, hlusta og meðtaka. Með æfingunum skoða þau samskipti, áhrif frá öðrum og kynferðislegan þrýsting og þróa með sér gagnrýna hugsun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.