Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2012, Page 55
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 4. tbl. 88. árg. 2012 51 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Matstæki Útbúin voru sérstök matsblöð fyrir hverja kennslustund í heild sinni og fyrir afmarkaða þætti hennar og voru matsblöðin þróuð af höfundi. Í heildarmatinu á kennslustundinni áttu kennarar að meta hvernig þeim fannst að byggja kennsluna upp á æfingum, hvað þeim fannst gagnlegast við efnið og hvað þeim fannst að þyrfti að breyta eða bæta. Í kennslumati á innihaldi hverrar kennslustundar mátu kennarar hverja æfingu á kvarðanum 1­5 þar sem 1 var mjög gagnleg og 5 ekki gagnleg. Einnig lögðu þeir mat á allar glærurnar á sama kvarða (1­5). Að auki höfðu þeir möguleika á því að lýsa með orðum hvað þeim fannst gagnlegt, hvað vantaði eða þyrfti að bæta og hvernig þeim fannst nemendur taka efninu. Þegar nemendur unnu æfingar þurftu þeir yfirleitt að skrá hugmyndir hópsins á blöð sem var dreift til þeirra. Þessum skráðu hugmyndum frá hópunum var safnað saman undir lok hverrar æfingar. Framkvæmd og gagnasöfnun Forprófun á kennsluefninu fór fram á tímabilinu 12. október til 12. desember 2010. Námsefnið var kennt í samvinnu við lífsleikni­ og samfélagsfræðikennara viðkomandi skóla. Þeir háskólanemar sem kenndu efnið voru annars vegar lærður kennari og meistaranemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem hefur áður kennt kynfræðslu og kenndi hann fjórum bekkjum. Hins vegar komu sex nemendur á 2. ári í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands að kennslunni og höfðu tveir þeirra reynslu af því að kenna kynfræðslu. Jafnframt kenndi höfundur tvær kennslustundir. Áður en kennslan hófst fór höfundur í gegnum efnið með þeim og ýmsar mikilvægar áherslur í kynfræðslu almennt. Nemendurnir í ljósmóðurfræði kenndu tveimur bekkjum tvo samliggjandi tíma í hvort sinn og voru tveir nemar saman með kennsluna. Kennarar í lífsleikni eða samfélagsfræði voru viðstaddir flestar kennslustundirnar. Áður en kennslan hófst fengu kennarar í hendurnar matsblöð sem þeir fylltu út í lok hverrar kennslustundar og söfnuðu þeir saman svörum nemenda. Hér eftirleiðis verður hugtakið kennari notað yfir þá sem kenndu kynfræðsluefnið þ.e. meistaraneminn og nemendur í ljósmóðurfræði. Rannsóknarleyfi Áður en rannsóknin var framkvæmd voru fengin leyfi Vísindasiðanefndar (VSNb2010080006/03.7), Menntasviðs Reykjavíkurborgar, skólastjóra viðkomandi skóla og foreldra unglinganna. Einnig var rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar (S4941/2010). Tafla 1. Kynfræðsluefnið Kynveruleiki í ljósi kynheilbrigðis (KÍK). Kennslulota Efnisþættir Númer æfinga Heiti æfingar Sjálfsmynd 1. Styrkleikar 1.1. Hugmyndir að góðum bekkjareglum 1.2. Hugtakið kynlíf 1.3. Hvað felst í sjálfstrausti 1.4. Jákvæðir eiginleikar 2. Virðing 2.1. Gildi sjálfsvirðingar 2.2. Sjálfsvirðing og virðing fyrir öðrum sett í samhengi Samskipti 3. Tjáskipti 3.1. Gildi tjáskipta í kynferðislegum samböndum 3.2. Afleiðingar lítilla eða engra tjáskipta 3.3. Þættir sem hindra góð tjáskipti 4. Ákvarðanir 4.1. Hvað felst í góðum ákvörðunum 4.2. Hvernig lífsgildi hafa áhrif á ákvarðanatöku 4.3. Ákvarðanataka í kynferðislegu sambandi Kynjamunur 5. Breytingar 5.1. Kynþroskabreytingar hjá strákum og stelpum 5.2. Breytingar á tilfinningum 5.3. Hafa stjórn á tilfinningum 6. Jafnrétti 6.1. Mismunandi viðhorf til kynjanna 6.2. Staðlaðar ímyndir um kynin 6.3. Kynjamisrétti ­ áhrif á kynheilbrigði fólks Forvarnir 7. Ábyrgð 7.1. Kynferðislegur þrýstingur 7.2. Ábyrg smokkanotkun 7.3. Ábyrg notkun getnaðarvarna 8. Sjálfsstjórn 8.1. Heiðarleiki, umhyggja og ábyrgð í samskiptum við hitt kynið 8.2. Átak gegn kynsjúkdómum 8.3. Kynheilbrigði

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.