Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 43

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 43
 Þjóðmál VOR 2011 41 Með þessu mætti gera ráð fyrir að bensínlítrinn væri í kringum 180 krónurnar en þess ber að geta að ákveðin óvissa hvílir yfir breytingum á álagningu olíufélaganna við lægra vörugjald þar sem eftirspurn myndi aukast til muna . Áfengisgjald hefur hækkað um tæp 50% frá árinu 2007 og samhliða var virðisaukaskattur hækkaður en nú er svo komið að heildarskattur af ódýrum vodka er um 77–80% þegar allt er tekið saman . Við þessu bregðast menn og þá sér í lagi ungt fólk með því að kaupa skattfrjálsan landa á svarta markaðnum þar sem gæðaeftirlit er ekkert . Tóbaksgjald hefur hækkað um 52% frá 2007 og þannig hefur vinstri stjórnin lagt verulega auknar byrðar á tekjulág heimili þar sem fyrirvinnan, og í mörgum tilvikum einnig maki, er reykingamaður . Ekki er hægt að ætlast til að fólk hætti að reykja enda getur slíkt ferli kostað mikil líkamleg óþægindi og menn misjafnlega í stakk búnir að stíga það skref . Þá er harkalega vegið að hálauna­ og stór­ eigna fólki . Fyrst ber að geta inn leiðingu þrepa skipts tekjuskattskerfis þar sem launa ­ maður inn heldur eftir einni af hverjum tveimur krónum sem hann vinnur sér inn fyrir það eitt að vera með há laun . Stóreigna­ skattur er annað dæmi en hugmyndin er sótt til miðalda, til þess tíma áður en menn upp­ götv uðu skilvirk hagstjórnartæki en 1,5% af eignum yfir 90–120 milljónum verða nú gerð upptæk af ríkinu, hvort sem eignin er peningaleg eða ekki . Skatturinn getur þannig orðið gífurlega íþyngjandi fyrir marga, eink­ um og sér í lagi eldra fólk, sem áður fyrr hafði háar tekjur en á nú einungis eign í formi steinsteypu . Ungt fólk, sem erfir jarðir, getur líka lent í vandræðum þegar það situr uppi með 200 milljóna króna tún án þess að hafa sérlega háar tekjur til að standa straum af þriggja milljóna króna eingreiðslu árlega vegna þessa . Steininn tók þó úr þegar ríkisstjórnin ákvað að hækka skatt á atvinnustarfsemi úr 5,34% í 8,65% eða um tæp 62% . Fyrir­ tæki greiða árlega milljarða króna í trygg­ ingagjald, en tilgangur þess er að standa straum af greiðslu atvinnuleysisbóta . Engum virðist hafa dottið í hug að skoða hversu marga starfsmenn fyrirtæki gætu ráðið fyrir þær upphæðir sem greiddar eru í trygg ingagjald og hversu mjög myndi fækka við það á atvinnuleysisskrá . Einn ógeðfelldasti skatturinn af þeim sem ríkið býður okkur upp á í dag er skattur á dánarbú eða erfðafjárskattur sem hækkaður var úr 5% í 10% um áramótin . Skattar hafa áhrif á hegðan fólks og raunar fer að koma að því að einstaklingar velti fyrir sér hvort þeir hafi efni á því að deyja . Í auknum mæli er fólk nú farið að fyrirframgreiða arð eða koma eignum undan með einum eða öðrum hætti í kapphlaupi við tímann þegar það ætti með réttu að njóta áhyggjulauss ævikvölds . Erfðafjárskatturinn er eins konar náðarhögg sem ríkið veitir landsmönnum en alla ævina hafa tekjur fólks verið margskattlagðar . Tæplega helmingur fer í tekjuskatt, 20% af allri neyslu í virðisaukaskatt og eru vörugjöld þá ótalin og ef svo vill til að eitthvað er Gjaldtaka nú Gjaldtaka áður Tillaga Vörugjald 23,86 22,94 7,95 Bensíngjald 38,55 37,07 12,85 Vsk . 45,92 43,53 33,93 Kolefnisgjald 3,80 0,00 0,00 Raunverð 113,87 113,87 113,87 Dæluverð 226,00 226,48 180,62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.