Þjóðmál - 01.03.2011, Side 61

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 61
 Þjóðmál VOR 2011 59 að Rand ræddi ýmis þjóðfélagsmein sem hafa orðið áberandi, til dæmis almenna hjarð hegðun og þjóðnýtingu á tapi einka­ fyrir tækja . Ayn Rand var ósátt við umfjöllun um bæk ur sínar, þó að þær hafi selst vel . Eftir út­ komu Undirstöðunnar hætti hún að fást við skáldskap og hóf að verja þær hugmyndir sem bækurnar endurspegla . Hún skrifaði fjöl margar ritgerðir og greinar þar sem heim spekin var útskýrð og rökstudd . Heim­ spekina kallaði hún „Objektivisma“ eða „Hlut hyggju“ (e . Objectivism) . Hluthyggja Rands er heimspekikerfi sem nær til allra meg in greina heimspekinnar: frumspeki, þekk ingarfræði, siðfræði, stjórnspeki og fagur fræði .1 Rand segir að Hluthyggjan sé heim speki fyrir líf mannsins á jörðinni . Hún gagnrýnir önnur heimspekikerfi, þar á meðal 1 Heimspekileg skrif Rands voru gefin út í bókum á borð við Philosophy: Who Needs It, The Voice of Reason, The Virtue of Selfishness, Capitalism: The Unknown Ideal og The Romantic Manifesto. öll stóru trúarbrögðin, fyrir að svíkja jarðlífið með veruleikaflótta, handanheimatali, tóm­ hyggju, efahyggju og fleiru . Það sjónarmið heyrist að slík heim speki­ iðkun sé lítils verð og í raun argasta tíma sóun . Sannleikurinn er hins vegar sá, að fólk kemst ekki hjá því að aðhyllast einhverja heim­ speki, það er að segja, það kemst ekki hjá því að hafa einhverja heimsmynd eða heims­ sýn; það sem kallað er „Weltanschauung“ í hinum þýsku mælandi heimi og „world view“ af enskumælandi fólki . Valið er ekki um hvort fólk hafi heimsmynd heldur hvernig heimsmynd þess er . Spurningin er hvort heimsmyndin sé meðvituð, skýr og rökrétt – og þannig gagnleg og lífvænleg – eða hvort hún sé ómeðvituð, handahófs­ kennd eða mótsagnakennd – og þannig slæm, jafn vel banvæn . Í frumspeki er Ayn Rand raunsæiskona, það er að segja, hún telur efnisheiminn vera til óháð skynjun okkar á honum . Þessi afstaða kann að hljóma sjálfsögð, en skilja verður samhengið: hún er að hafna hug­ hyggju, þar sem heimurinn er álitinn hug­ lægur (hugsmíð okkar) en ekki hlutlægur (verufræðilega óháður okkur) . Gott dæmi um hughyggju í nútíma dægurmenningu er bókin The Secret, sem fór sigurför um heiminn fyrir nokkrum árum . En Rand hafnar ekki aðeins hughyggju heldur einnig hvers kyns yfirnáttúrulegum fyrirbærum eða dulrænum útskýringum . Hún var einn harðasti gagnrýnandi trúar­ bragða á 20 . öld; taldi þau vera eyðileggj andi afl og mestu bölvun mannkynsins . Margir að dáenda Rands eru þó trúaðir, en nálg ast gjarnan trú sína með öðrum hætti eftir að hafa tileinkað sér hugmyndir hennar . Þekkingarfræðilega leggur Ayn Rand mikla áherslu á skynsemi (e . reason), sem hún skilgreinir sem þann hluta hug ar starf­ sem innar sem tengir og samþættir hluti sem skynfæri okkar greina, en samkvæmt Ayan Rand við upphaf rithöfundaferils síns .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.