Þjóðmál - 01.03.2011, Side 64
62 Þjóðmál VOR 2011
skilur af hvaða rótum heimspeki Rands er
runnin . Hluthyggjan tekur af drátt ar lausa
afstöðu með lífinu, krafti þess og fram
tíð .
Ayn Rand lést árið 1982, en hugmyndir
hennar lifa áfram . Hún á sér fylgismenn
úti um allan heim, en þó einkum í Banda
ríkjunum . Fólk á öllum aldri hefur kunnað
að meta skáldsögur hennar og lært mikið
af þeim, þrátt fyrir að vera ekki endilega
sammála skoðunum hennar á stjórnmálum
eða trúmálum . Meðal frægra aðdáenda
Rands eru Clarence Thomas, dómari við
Hæstarétt Bandaríkjanna; Jimmy Wales,
stofnandi Wikipediu; leikkonan Angelina
Jolie, sem hugleiddi á tímabili að taka
að sér aðalhlutverk í kvikmyndagerð
Undirstöðunnar; og hinn vinsæli bandaríski
þingmaður Ron Paul, sem telur Rand til
sinna helstu áhrifavalda .4
Aðeins ein bók eftir Ayn Rand hefur verið
gefin út á íslensku: Uppruninn (þýdd hér
sem Uppsprettan), sem kom út í þýðingu
Þorsteins Siglaugssonar árið 1990 . Þýðingin
er löngu uppseld og illfáanleg, en til stendur
að endurútgefa bókina á þessu ári . Vonandi
er þess ekki langt að bíða að Undirstaðan
og aðrar bækur Rands komi einnig út á
íslensku .
En fyrstu skrifin, sem birtust eftir Rand
á íslensku, er sennilega að finna í Morg-
unblaðinu 23 . febrúar 1944, þegar grein
hennar, „Einstaklingshyggjan er stefna
framtíðarinnar“ var birt í blaðinu . Greinin
byrjar á áminningarorðum um mikilvægi
þess að þekkja andstæðinginn:
Mannkyninu og menningunni stendur nú
4 Ron Paul er þó ekki sammála Ayn Rand um alla hluti .
Þau greinir einkum á um tvennt . Annars vegar var Rand
nokkuð herská í utanríkismálum, en Paul er eindreginn
friðarsinni; og hins vegar aðhyllist Paul, öfugt við Rand,
kristnar hugmyndir um Guð, náungakærleika, ölmusu
o .fl ., þó að hann sé reyndar enginn ofstækismaður í
trúmálum .
mest hætta af útbreiðslu einræðis kenning
anna . Besti bandamaður þessara kenninga
er ekki trygð fylgismannanna, heldur ráð
leysis fálm andstæðinga þeirra . Til þess að
geta barist gegn þessari stefnu verðum vjer að
þekkja hana .
Greininni lýkur síðan með orðum sem eiga
jafn vel við um þessar mundir og á loka
mánuðum seinni heimsstyrjaldarinnar:
Meðan menn eru enn að þjarka um orsak
ir þróunar og afturfarar menningarinnar, þá
hrópar hver einasta síða mannkynssög unnar
til vor, að það sje ekki til nema ein upp spretta
framfaranna: óháður einstakling ur við sjálf
stætt starf . Sameignarstefn an er hið forna
skipu lag villimannanna . Ættarhöfðingjarnir
ráða yfir lífi og limum villimannsins . Sið
menningin er í því fólgin að frelsa manninn
frá mönnunum .
Vjer eigum nú um tvent [sic] að velja:
Götuna fram á leið eða götuna aftur á bak .
Sameignarstefnan er ekki „nýskipan fram
tíðar innar“ . Það er skipulag myrkrar fortíðar .
En það er til nýskipan framtíðarinnar . Það
er nýskipan hins sjálfstæða manns – hins
eina skapara framtíðar mannkynsins á öllum
tímum .5
Til að slík hugsjón um einstaklingshyggju
rætist þarf, eins og Ron Paul bendir á,
byltingu hugarfarsins . Í slíkri byltingu
verða þó ekki þinghús umkringd eða
and stæðingar hengdir, heldur rang hug
myndir hraktar og andleysi læknað . Kjarni
hugmynda baráttunnar fer fram á vígvelli
hugvísinda og lista . Á þeim vígvelli er Ayn
Rand öflugur herforingi . Heimspeki hennar
er grundvöllur nýrrar róttækni .
5 Orðréttur texti úr Morgunblaðinu 23 . febrúar 1944, bls . 7 .
– Þess má einnig geta að We the Living birtist undir nafninu
Kíra Argúnova sem framhaldssaga í Morgunblaðinu árið
1949, og að leikritið Aðfararnótt sautjánda janúar hefur verið
leikið í útvarpi í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar .