Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 80

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 80
78 Þjóðmál VOR 2011 (AGS) . Ríkisstjórnir Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar­græns framboðs hafa hins vegar leikið afleitan varnarleik og aldrei farið í sókn . Tímanum frá 1 . febrúar 2009 hefur þess vegna verið sóað til einskis í Stjórnarráði Íslands undir forystu þjóðfélagsafla, sem löngum hafa staðsett sig vinstra megin við miðju stjórnmálanna . Reyndust þau alls ófær um að taka til hendinni, þegar til kast anna kom . Að sóa ríkisfé í gæluverkefni er hins vegar þeirra ær og kýr . Það kemur í ljós, að í sporum þeirra grær ekkert . Af þessum sökum er bráðnauðsynlegt, að borgara leg öfl taki sig saman í andlitinu og hefji skipulega viðreisn þjóðfélagsins með umbótum á eftirfarandi 5 stoðum, í anda Viðreisnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1959–1971 . Stoð 1 – stjórnlagabreytingar Kosið var til stjórnlagaþings í nóvember 2010, að frumkvæði Samfylkingar og vinstri grænna og samkvæmt misheppnuð­ um reglum þeirra . Þátttaka var um 36%, og má af þeim sökum bera brigður á lýðræðislegt umboð þessa stjórnlagaþings, eins og einn alþingismaður Framsóknarflokksins hefur sýnt glögglega fram á .2 Tilstandið hefur engu að síður beint kastljósinu að stjórnar skránni . Hún leggur grunn að stjórnkerfinu með því að setja þremur greinum ríkisvaldsins skorður auk forseta lýðveldisins . Það má hins vegar beita henni með víðtækari hætti . Það hafa ýmsar þjóðir gert til að létta undir með peninga málastjórnun seðlabanka sinna . Sviss­ nesku ríkisstjórninni í Bern er t .d . bannað samkvæmt stjórnarskrá að reka ríkis sjóð með halla, og Þjóðverjar eru með sams konar ákvæði í undirbúningi fyrir stjórnar skrá sína . Hér er lagt til, að sett verði ákvæði þessa efnis í íslenzku stjórnarskrána, en þó með þeim varnagla, að 70% þingheims geti heimilað halla á fjárlögum, allt að 3,0% af vergri landsframleiðslu, VLF . Þó yrði rekstrarafgangur að vera jákvæður yfir 9 síðustu ár auk viðkomandi fjárlagafrumvarps . Þetta ákvæði mundi draga úr spurn eftir lánsfé á innlendum markaði og þannig stuðla að lægri vöxtum í landinu . Ákvæðið er líklegt til að auka tiltrú lánardrottna og matsfyrirtækja á greiðslugetu landsins, sem hefur áhrif til lækkunar vaxta . Jákvæð rekstrarniðurstaða ríkissjóðs er lífsnauðsyn næstu tvo áratugina til að ná skuldum ríkissjóðs niður í viðunandi gildi, þ .e . undir 30% af vergri landsframleiðslu . Merkur hagfræðingur ritaði nýlega um tengt efni: 3 „Til að leysa þann hagstjórnar­ og gjald­ miðilsvanda, sem Íslendingar búa við, er hér lagt til, að tekin verði upp fjármálaregla, sem styður við peningamálastefnuna á þann hátt, að ekki þurfi að beita vaxtatækjum Seðlabankans á jafnafdrifaríkan hátt og verið hefur . Fjármálareglan felst í því, að: „Ríkisútgjöld vaxi sem nemur meðalhagvexti undanfarinna 10 ára óháð árferði .“ Með þeirri breytingu, að ríkisútgjöld vaxi árlega að hámarki sem nemur meðaltali hagvaxtar áranna 10 á undan fjárlagaárinu, er hér um góða hugmynd að ræða, sem mundi veita þingmönnum nauðsynlegt aðhald, styddi við stöðugleika og mundi létta undir með peningamálastjórninni, þannig að minni hætta væri á að lenda í vítahring, eins og 2006–2008 . En betur má, ef duga skal: Gera þarf Seðlabankann að 4. stjórnvald- inu, sem sé óháð hinum þremur. Þetta þarf að festa í stjórnarskrá . Seðlabankanum verði stjórnað af 5 manna bankaráði, sem sjálft ráði aðalbankastjóra samkvæmt auglýsingu til fimm ára í senn og framlengingarmöguleika annað fimm ára tímabil . Forseti Alþingis, sem kosinn verði beint af þjóðinni og gegni jafnframt embætti forseta lýðveldisins, skipi sjálfur formann bankaráðsins til fimm ára og hina bankaráðsmennina samkvæmt til nefn­ ingu eftirtalinna aðila til fjögurra ára í senn:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.