Þjóðmál - 01.03.2011, Page 81

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 81
 Þjóðmál VOR 2011 79 Efnahagsráðherra skipi einn banka ráðs­ mann; forseti Hæstaréttar skipi einn banka­ ráðs mann; rektor Háskóla Íslands skipi einn banka ráðsmann; Samtök atvinnulífsins og ASÍ velji einn banka ráðsmann . Hlutverk Seðlabankans verði að varðveita stöðugleika í efnahagskerfi landsins . Það merk ir, að honum ber að vinna gegn sveifl um á gengi gjaldmiðilsins, á eignaverði í land inu og á verðlagi almennt . Að þessu tryggðu skulu aðgerðir hans stuðla að há mörkun hagvaxtar . Hann getur sjálfur sett sér undir markmið, t .d . verðbólgumarkmið . Aðal stjórn tæki Seðla­ bank ans er vaxtatólið . Til að vextir bíti verður að afnema verðtryggingu með lögum . Jafnframt þarf í stjórnarskrá að festa eftir litshlutverk Seðlabankans með fjár­ málakerfinu í landinu, þannig að hann verði búinn nauðsynlegum tækjum og tólum til að kæfa ofvöxt og markaðsmisnotkun í fæðingunni . Með þessum hætti væri traust og fagleg pen ingamálastjórnun í landinu fest í sessi . Breytir þá engu, hvort stefna Alþingis og ríkisstjórnar væri að halda í krónuna eða að taka upp aðra mynt . Sömu efnahagslögmál þarf að virða í báðum tilvikum . Ákvörðun um lögeyri á Íslandi er og verður í höndum Alþingis . Til að skera úr um ágreining um túlkun á stjórn arskrá, réttmæti lagasetningar og dóma Hæstaréttar m .v . stjórnarskrá þarf að koma á laggirnar stjórnlagadómstóli og séu ákvæði um hann njörvuð niður í stjórnarskrá . Stoð 2 – beinar erlendar fjárfestingar og skattlagning atvinnurekstrar: R íkisstjórn og Alþingi þurfa að móta nýja stefnu um erlendar fjárfestingar í atvinnufyrirtækjum á Íslandi . Hún yrði á öndverðum meiði við tortryggni, augljósa andúð og beina andstöðu ríkisstjórnar Samfylkingar og vinstri grænna hvað varðar erlent eignarhald á orkufyrirtækjum og sjávarútvegsfyrirtækjum sem og öðrum fyrirtækjum, hvað sem smjaðri Samfylkingar fyrir ESB líður . Rekst þar hvað á annars horn . Horn steinn stefnunnar sé reglur EES (evrópska efnahagssvæðisins) um frjálst flæði fjármagns, en orku­ og sjávarútvegsfyrirtæki með aðgang að efnahagslögsögu Íslands verði að vera skráð á Íslandi, enda lúti þau alfarið íslenzkum lögum . Frekari girðingar eru óþarfar og stríða gegn EES­ákvæðum . Til að laða erlent fjármagn til landsins þarf að stokka upp skatttakerfið . Tekjuskatt fyrirtækja þarf að lækka úr 20% niður í um 12% . Í þessu sambandi er athyglisvert, að Írar, í kröggum sínum, hafa harðneitað kröfum ESB um að hækka þennan skatt hjá sér, því að reynsla þeirra er, að lág skattheimta af fyrirtækjum örvar fjárfestingar og eykur allar skatttekjur . Launatengd gjöld þarf einnig að lækka til að örva ráðningar starfsfólks og bæta sam­ keppnisaðstöðu fyrirtækjanna við útlönd . Rafskattinn á að afnema hið fyrsta, enda hægir hann á nýtingu orkulindanna og skekkir samkeppnistöðu . Það er kunnara en frá þurfi að segja, að líf ríki sjávar í lögsögu Íslands er að mestu full nýtt . Þar er þess vegna lítið svigrúm til fjár fest ingar í ónýttum auðlindum . Braggist lífríkið, sem vísbendingar eru um nú, eiga þeir, sem orðið hafa fyrir skerðingum aflaheimilda, auðvitað að njóta batans, þ .e . batanum verði dreift á núverandi rétthafa í réttum hlutföllum . Að selja eða leigja viðbótarheimildir er óréttlát skattlagning á sjávarútveginn og á sér vart stoð í lögum . Veiðiheimildir, varðar af eignar réttarákvæðum stjórnarskrár innar og frjálst framsal veiðiheimilda, tryggja lang tíma sjónar mið við nýtingu sjávar­ auðl indar innar og hagkvæmasta rekstur, sem hugsazt getur .4 Þetta tryggir hinu opinbera hámarksarð af auð lind inni íformi skatttekna af starfseminni . Sam keppni

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.