Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Gaman Ferðir hafa uppi áætlanir
um að bjóða upp á ferð til Tyrk-
lands á lokaleik Íslands í undan-
keppni Evrópumótsins í fótbolta
sem fram fer þann 13. október. Í
síðustu ferð, til Hollands, fóru 2.800
manns og fékk karlalandsliðið áður
óþekktan stuðning á útivelli. Þrátt
fyrir að karlalandsliðið sé búið að
tryggja sér sæti í lokakeppninni í
Frakklandi að ári er engan bilbug
að finna á Gaman ferðum. Þór Bær-
ing, einn af eigendum fyrirtæk-
isins, segir að málin muni skýrast í
næstu viku.
„Við erum að reyna að sjóða sam-
an ferð til Tyrklands – það er á
plani en niðurstaða fæst ekki fyrr
en í næstu viku. Við erum að skoða
málið með opnum huga. Það er allt-
af áhugi á að fara til Tyrklands og
við ætlum að reyna að setja saman
ferð.“
Einhver áhugi er hjá Tólfunni,
stuðningsmannasveit Íslands, að
fara í ferðina en þó eru einhverjir
sem fóru til Hollands að hugsa um
að sleppa henni, vegna þess að Ís-
land er öruggt með sæti í loka-
keppninni. Ætla að spara pening-
inn og fara með trukki og dýfu til
Frakklands.
Enn allt að fæðast
Ekki eru mörg ár síðan að ís-
lenska karlalandsliðið fékk örfáa til
að styðja sig á útileikjum en slíkt er
að breytast með öflugu starfi Tólf-
unnar. Fyrsta alvöru ferðin var far-
in í fyrra til Tékklands og Holland
tók svo við.
„Þessar stuðningsmannaferðir
eru í raun enn að fæðast. Við erum
enn svo ný í þessari menningu. Við
erum bara í sjálfboðavinnu að
reyna að skipuleggja gott partý í
útlöndum til að styðja strákana,“
segir Benjamín Hallbjörnsson vara-
formaður Tólfunnar.
Stefnt á ferð til Tyrklands
Morgunblaðið/Golli
Tólfan Stuðningur frá stúkunni
skiptir máli í kappleikjum.
Töluverður áhugi
á að fylgja landslið-
inu í lokaleikinn
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Heitar umræður spunnust á fundi
sveitarstjórnar Borgarbyggðar í
gær þegar breyting á tilhögun
grunnskólakennslu á Hvanneyri var
rædd. Niðurstaða fundarins var að
breyta ekki fyrri ákvörðun.
Á íbúafundi á Hvanneyri nýlega
var lýst yfir vantrausti á meirihlut-
ann í Borgarbyggð vegna áætlana
um að færa grunnskólakennslu að
hluta til á Kleppjárnsreyki eða til
Borgarness. Vantraustsyfirlýsingin
var rædd á sveitarstjórnarfundinum
en meirihlutinn hyggst ekki stíga til
hliðar í kjölfar ályktunarinnar.
Björn Bjarki Þorsteinsson, oddviti
meirihlutans í Borgarbyggð, segir
að þorrinn af 180 fundarmönnum á
íbúafundinum hafi setið hjá við sam-
þykkt yfirlýsingarinnar.
Önnur yfirlýsing var samþykkt á
íbúafundinum, án mótatkvæða, og
sneri hún að því að sveitarstjórn
myndi endurskoða ákvörðun sína
um að færa grunnskóladeildina frá
Hvanneyri. Björn segir að sveitar-
stjórnin muni ekki hvika frá ákvörð-
un sinni.
Grunnskólahald ekki lagt af
Tillaga meirihlutans er að nám í 3.
og 4. bekk í grunnskólanum á
Hvanneyri verði fært á Kleppjárns-
reyki eða Borgarnes í hagræðingar-
skyni, en fram til þessa hafa 1.-4.
bekkur verið við grunnskólann á
Hvanneyri. Eldri nemendur hafa
sótt nám á Kleppjárnsreykjum.
„Við erum ekki að leggja af
grunnskólahald á Hvanneyri. Það er
greinilegt að ákveðnir aðilar ganga
hart fram í því að það sé ekki tilefni
til samtals um okkar lausn á málum,
en ég vona svo sannarlega að okkur
takist að ná fram samtali um þessi
mál. Það er ákveðinn hópur fólks á
Hvanneyri sem hefur laumað því að
okkur að hann sé opinn til samtals.“
Til bóta fyrir nemendur
Fyrir liggur að breytingarnar
muni spara Borgarbyggð 35-40
milljónir króna á ári. Björn Bjarki
telur þó einnig að breytingarnar séu
til bóta fyrir nemendur á Hvanneyri.
„Þá eru börnin komin í stærri
bekkjardeildir, minni líkur eru á
samkennslu fyrir marga aldurshópa
og sömuleiðis fá þau líka kennslu í
íþróttum og sundi, en sú aðstaða er
því miður ekki til staðar á Hvann-
eyri. Til viðbótar eru þetta smáir ár-
gangar og við teljum það hag þeirra
að komast í stærri einingar. “
Ragnar Frank Kristjánsson, íbúi
á Hvanneyri og fulltrúi Vinstri
grænna í sveitarstjórn, lagði fram
bókun á fundinum þar sem lagst var
gegn því að skólahald á Hvanneyri
yrði skert.
Ekki hvikað frá
fyrri ákvörðun
Skiptar skoðanir um grunnskóla á
Hvanneyri í sveitarstjórn Borgarbyggðar
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Borgarnes Hvanneyringar og
sveitarstjórn standa í deilum.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Ný stjórn var kjörin í húsnæðissam-
vinnufélaginu Búmönnum í gær,
þegar rúmlega 200 félagsmenn
komu saman á aðalfundi félagsins á
Grand Hótel. Gunnar Kristinsson,
matvæla- og stjórnsýslufræðingur,
var þá kjörinn formaður félagsins.
Í samtali við Morgunblaðið segir
hann að viðræður séu yfirstandandi
á milli félagsins og Íbúðalánasjóðs.
„Nú koma nýir menn inn í þær
viðræður sem aðrar og við munum
koma saman eftir helgi til að leggja
línurnar fyrir framhaldið,“ segir
Gunnar. Búmenn fengu heimild til
greiðslustöðvunar 15. maí síðastlið-
inn og fyrir skömmu fékkst
greiðslustöðvunin framlengd til 4.
desember.
„Við ætlum að reyna að nýta þann
tíma til að vinna úr þeim hugmynd-
um sem fram eru komnar, en allt
miðar þetta að því að finna lausnir á
vanda Búmanna,“ segir hann.
Fjárhagsvandi Búmanna er tals-
verður en sú ógn sem helst steðjar
að félaginu felst í innlausnarskyldu
þess á íbúðum þegar búseturéttar-
hafar vilja skila þeim af sér að lok-
inni búsetu.
Nauðasamningar taka við
„Félagið er engan veginn í stakk
búið til að uppfylla þessar skyldur
sem það stendur gagnvart. Þann
vanda þarf að leysa,“ segir Gunnar.
Aðstoðarmaður félagsins í
greiðslustöðvuninni er Helgi Jó-
hannesson, hæstaréttarlögmaður á
lögmannsstofunni LEX.
„Nú verður væntanlega farið í
nauðasamningaferli. Ef nýja stjórn-
in heldur áfram áætlunum þeirr-
ar gömlu þá liggur næst við að
fá lokasvar frá Íbúðalánasjóði
varðandi nokkur atriði áður en
gengið er til nauðasamninga,“
segir Helgi.
Nauðasamningarnir
snúi að því að fella
niður innlausnar-
skyldu félagsins á
íbúðarrétti fé-
lagsmanna, svo að
þeir geti selt rétt-
inn á frjálsum
markaði.
Morgunblaðið/Golli
Fundað Fjölmennur aðalfundur fór fram í salarkynnum Grand Hótels í gær en rúmlega 200 manns mættu þar.
Reyna að leysa mik-
inn vanda Búmanna
Innlausnarskylda leggur þungar byrðar á herðar félagsins
Í kjölfar bankahrunsins árið
2008 fór staða Búmanna að
versna verulega. Gunnar segir
að rót vanda Búmanna megi þó
rekja til áranna þar á undan.
„Auðvitað hafði hrunið sitt
að segja. Þegar þar að kom
höfðu menn hins vegar
byggt íbúðir á svæðum
þar sem engin þarfa-
greining hafði verið gerð.
Ef að slík greining hefði
farið fram þá hefði
það komið í ljós
að þessar fram-
kvæmdir hefðu
aldrei verið fjár-
magnaðar af
hálfu Íbúðalána-
sjóðs.“
Vanhugsaðar
byggingar
ENGIN ÞARFAGREINING
Gunnar
Kristinsson
Íslenskar stúlkur mega ekki heita
Alexstrasza. Þær mega aftur á móti
heita Alexstrasa. Beiðni um báða rit-
hættina barst mannanafnanefnd. Ís-
lenskir drengir mega ekki bera
nafnið Bjarkarr.
Þetta kemur fram í úrskurðum
nefndarinnar sem birtir voru ný-
lega. Þar segir einnig að íslenskar
stúlkur megi heita Jarla, Júlíhuld,
Húna, Stasía og Marzibil. Þær mega
aftur á móti ekki heita Anya. Þá
mega íslenskir drengir heita Gígur
og Willy, en síðara nafnið er borið af
tveimur körlum sem eiginnafn, sam-
kvæmt þjóðskrá og kemur jafnframt
fyrir í manntali frá árinu 1920.
Í úrskurði mannanafnanefndar
þar sem nafninu Alexstrasza var
hafnað segir að ritháttur nafnsins sé
ekki í samræmi við almennar ritregl-
ur íslensks máls þar sem samhljóðin
sz eru ekki rituð saman í íslensku. Á
þennan rithátt nafnsins er því aðeins
heimilt að fallast ef hann telst hefð-
aður samkvæmt lögum um manna-
nöfn og hefur hann ekki verið það.
Mega heita Alexstrasa, Willy og Júlíhuld