Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 11.09.2015, Síða 21
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Metfjöldi flóttamanna fór um Balkan- skaga til Ungverjalands í gær og þurftu yfirvöld í Austurríki að stöðva lestasamgöngur yfir landamæri ríkjanna vegna flóttamannastraums- ins. Áður höfðu dönsk yfirvöld stöðv- að lestasamgöngur milli Danmerkur og Þýskalands og lokað hraðbraut vegna fjölda flóttamanna sem vilja fá hæli í Svíþjóð. Lestaferðir hófust þó að nýju yfir landamæri Danmerkur og Þýskalands í gær og danskir lög- reglumenn fengu fyrirmæli um að stöðva ekki flóttamenn sem vildu fara til Svíþjóðar. Nokkur ríki í austanverðri Evrópu leggjast enn gegn tillögu fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins um sameiginlega stefnu ESB- ríkja í málefnum hælisleitenda og bindandi flóttamannakvóta. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sagði í gær að landið myndi ekki „láta undan“ kröfu Þjóðverja, sem hafa beitt sér fyrir slíkum flóttamanna- kvóta til að skylda 22 aðildarríkjanna til að taka við ákveðnum fjölda hælis- leitenda. „Við höfnum bindandi flótta- mannakvóta,“ sagði Fico. „Ég vil ekki vakna við það einn daginn að hingað séu komnir 50.000 manns sem ég veit ekki neitt um.“ „Aðeins fyrsta skrefið“ Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, sagði að tillaga fram- kvæmdastjórnarinnar um að skylda ríkin til að taka við alls 160.000 flótta- mönnum dygði ekki til að leysa mesta flóttamannavanda í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni. „Dreifing 160.000 flóttamanna um Evrópu er aðeins fyrsta skrefið, svo það sé orðað kurt- eislega,“ sagði varakanslarinn. „Þetta er aðeins dropi í hafið.“ Gabriel sagði að 450.000 hælisleit- endur hefðu verið skráðir í Þýska- landi það sem af er árinu, þar af 105.000 í ágústmánuði einum og 37.000 fyrstu sjö daga september. Andstæðingar tillögunnar um flóttamannakvótann hafa varað við því að hann geti orðið til þess að enn fleiri reyni að komast til Evrópu í von um betra líf eftir að hafa flúið stríð og fátækt í heimalöndunum. Evrópu- þingið samþykkti tillögu fram- kvæmdastjórnarinnar með 432 at- kvæðum gegn 142, en 57 þingmenn sátu hjá. Samþykkt þingsins er ekki bindandi og tillagan nær ekki fram að ganga nema aðildarríkin samþykki hana. Innanríkisráðherrar ESB- ríkjanna ræða málið á mánudaginn kemur en svo gæti farið að efna þyrfti til sérstaks leiðtogafundar til að leiða deiluna til lykta. AFP Götótt vörn Flóttamenn fara í gegnum gat á gaddavírsgirðingu sem ungversk stjórnvöld hafa látið setja upp við landamærin að Serbíu til að stöðva flóttamannastrauminn. Girðingin er 3,5 metra há og á að vera 175 km löng. Segjast ekki láta undan Þjóðverjum  160.000 manna hælisleitendakvóti sagður „dropi í hafið“ ÍRAK Miður ágúst 30/08 Þessalóníka Bodrum Miðjarðarhaf ÞÝSKALAND Röszke Tabanovce Gevgelija Id om en i Ge vg eli ja Ta ba no vc e Mi ra to va c Pr es ev o Be lgr ad Ka nja zi Rö sz ke Bú da pe st Vín VÍN BÚDAPEST 200 km 03/09 03/09 AUSTURRÍKI TYRKLAND 01/09 UNGVERJALAND SERBÍA GRIKKLAND MAKEDÓNÍA Idomeni29/08 Presevo Kanjazi01/09 02/09 31/08 30/08 BELGRAD BAGDAD ANKARA 2.500 kílómetra löng ferð frá Írak til Þýskalands München Miratovac Þe ss aló ník a Ba gd ad An ka ra Bo dr um Mü nc he n Ung írösk hjón seldu íbúð sína og fataverslun í Bagdad í því skyni að komast til Bæjaralands með fjögurra mánaða son sinn. Þau ferðuðust alls 2.500 kílómetra með lestum, báti, rútu og fótgangandi. Hjónin greiddu alls jafnvirði 1,3 milljóna króna til að komast á leiðarenda, m.a. smyglurum sem notuðu hvert tækifæri til að okra á þeim þegar þau þurftu mat og drykkjarvatn. „Ég vil bara fallegt líf fyrir sjálfan mig og konuna mína. Ég vil lifa eins og annað fólk, án spennu, sífelldrar streitu og ótta,“ sagði heimilisfaðirinn. Reynt að jafna deiluna » Utanríkisráðherrar Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ung- verjalands ræða deiluna um flóttamannakvótann við starfs- bræður sína frá Þýskalandi og Lúxemborg í Prag í dag. » Pólverjar, Slóvakar, Tékkar og Ungverjar hafa verið and- vígir bindandi flóttamanna- kvóta. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 02.09.15 - 08.09.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Secret Garden Johanna Basford Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante Í nótt skaltu deyja Viveca Sten Stórbók - Sitji Guðs englar Guðrún Helgadóttir Konan í lestinni Paula Hawkins Hugarfrelsi Hrafnhildur Sigurðardóttir Unnur Arna Jónsdóttir Stúlkan í trénu Jussi Adler Olsen Það sem ekki drepur mann David Lagerkrantz Enchanted Forest Johanna Basford Sagas of the Icelanders Ýmsir höfundar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.