Morgunblaðið - 11.09.2015, Qupperneq 31
Magnúsar, en það voru þó gamlar
konur sem sannfærðu mig best.
Ég minnist þess að ein sagði við
mig: „Ert þú bróðir hans Magn-
úsar? Það er yndislegur maður og
mikill læknir.“ Síðan leit hún á
mig og sagði: „Þið eruð annars
ekkert líkir.“ Ég vonaði að hún
ætti aðallega við útlitið, en mátti
þó heyra efasemdaraddir! Magn-
ús hafði þá eiginleika sem skipta
mestu máli fyrir lækna: Hann var
vel að sér í fræðunum, afar sam-
viskusamur, hafði góða dóm-
greind, átti auðvelt með að ná til
fólks og gat tekið ákvarðanir
fljótt. Og hann var góður maður,
en án þess verður enginn góður
læknir. Magnús hafði mikið dá-
læti á þessu erindi Matthíasar:
Dæm svo mildan dauða,
Drottinn þínu barni,
eins og léttu laufi,
lyfti blær frá hjarni,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
Þetta var andlátsbæn hans,
sem rættist. Blessuð sé minning
hans.
Tryggvi Ásmundsson.
„Draumar eru gratís“. Þetta er
besta veganesti sem Magnús gaf
mér. Enginn draumur er svo stór
að það taki því ekki að óska sér
hans og ekkert markmið er of há-
leitt. Það er hvort eð er gratís að
láta sig dreyma og oft er það
besta í lífinu einmitt gratís.
Ég var tíu ára þegar ég kom
inn í líf Magnúsar og Katrínar.
Ási sonur þeirra varð fósturpabbi
minn og þau um leið bónus afi og
amma. Mér var tekið opnum örm-
um og af mikilli elsku. Það er
enda leitun að vandaðri mann-
eskjum.
Magnús var sérlundað ljúf-
menni. Biskupssonur sem trúði
öðru fremur á vísindin. Lyflækn-
ir sem trúði líka á mátt hugans
við að lækna mein. Hann talaði
esperanto, drakk vatnsblandað
gos, þýddi bækur og byggði sér
kofa sem sumarbústað. Magnús
var líka fordómalaus og hafði þar
af leiðandi afskaplega þægilega
nærveru. Áhugasvið hans lá víða
og oft gat hann komið manni
skemmtilega á óvart. Það er mér
t.a.m. minnisstætt þegar ég var
send sem fréttamaður í héraðs-
dóm að fylgjast með lítt áhuga-
verðu skattamáli. Þegar ég kom
þangað sat Magnús á fremsta
bekk, áhugasamari en allir í
dómssal.
Magnús kvaddi í örmum fjöl-
skyldunnar. Ég get ekki hugsað
mér fallegri kveðjustund. Það er,
jú, hið eina sanna ríkidæmi – að
elska og vera elskaður.
Ég mun halda áfram að
dreyma gratís í anda Magnúsar
og hugsa til hans með þakklæti
fyrir samveru okkar og elsku
hans.
Guðný Helga Herbertsdóttir.
Þegar ég hugsa um afa sé ég
fyrir mér eldhúsborðið á Reyni-
grundinni, útvarpið stillt á Rás1
og við erum að spila ólsen ólsen í
hundraðasta sinn. Þó afi hafi ver-
ið gamall kom stundum á hann
barnslegt prakkaraglott í spilum
og ef maður passaði sig ekki gat
maður allt eins átt von á því að
hann svindlaði allsvakalega. Afi
fór oft í gönguferðir þó hann væri
orðinn hrumur og blindur og það
sem meira var, hann fór oft í
strætó. Vinkonur mínar voru
farnar að rekast oft á hann í
strætó og tala alltaf um hann sem
afa í strætó.
Afi var ofboðslega stuðnings-
ríkur og hvatti mig alltaf áfram í
því sem ég tók mér fyrir hendur.
Hann hafði gaman af því að
kenna mér vísur og furðaði sig á
því hvernig tíu ára barn gæti lært
öll erindin í þjóðsöngnum án þess
að skilja bofs í honum. Einu sinni
skrifaði ég ritgerð um ömmu fyr-
ir skólann sem afi var sérstaklega
ánægður með. Daginn eftir bank-
aði hann uppá og með gjöf handa
mér. Það var einlægasta hvatning
sem ég hef nokkurn tímann feng-
ið. Gjöfin var stór pakki af hvítum
A4 blöðum, til þess að ég gæti
haldið áfram að skrifa. Betri afa
er ekki hægt að hugsa sér. Hann
lifir áfram í minningu allra þeirra
sem fengu að kynnast honum.
Katrín Helga Andrésdóttir.
Fyrstu minningarnar sem við
eigum um afa Magnús eru um
gömlu grænu heyrnarhlífarnar
sem til voru á Neskaupstað. Þess-
ar heyrnarhlífar notaði afi til þess
að geta fengið frið frá hávaða og
skarkala hversdagsins. Hann tók
sér gjarnan kríu í húsbónda-
stólnum með heyrnarhlífarnar á
höfðinu. Hann hafði unun af því
að hlusta á ýmsan fróðleik en var
útsjónarsamur við að koma sér
undan hávaða. Sem dæmi má
nefna þá naut hann þess að hlusta
á spurningarnar í Gettu betur
enda vissi hann svörin við þeim
langflestum en var snöggur að
ýta á „mute“ takkann á fjarstýr-
ingunni þegar fagnaðarópin hóf-
ust. Takkarnir á fjarstýringunni
voru langt því frá þeir einu sem
afi handlék um ævina því hann
hafði í sér barnslega þörf til að
fikta í öllum græjum og tökkum.
Þessi eiginleiki átti líklega stóran
þátt í því að honum tókst á gam-
alsaldri að verða ágætlega fær á
tölvu.
Hann hafði mikinn áhuga á
bókmenntum og tungumálum,
m.a. esperanto, sem varð til þess
að þegar annasamri starfsævi
lauk tók hann til við að þýða bæk-
ur af mikilli hugsjón, mest úr
sænsku. Hann lagði mikinn
metnað og vinnu í þýðingarnar.
Það var því sérlega ánægjulegt
þegar honum hlotnaðist sá heiður
að hreppa verðlaun bókmennta-
ráðs Reykjavíkur fyrir þýðingu á
sænsku barnabókinni Dansar
Elías? Hann hélt þýðingunum
áfram eins lengi og sjónin leyfði
og í raun talsvert lengur en það.
Afi var mikill bílaáhugamaður.
Fyrir nokkrum árum buðum við
honum í bíltúr á Selfoss og fórum
þá á stóra fornbílasýningu. Þá
var afi næstum alveg blindur, sá
aðeins stórar útlínur útundan sér.
Samt gat hann sagt til um tegund
og árgerð langflestra bíla sem við
gengum framhjá og við gátum
staðfest með því að lesa á lítil
skilti hjá bílunum.
Ef við reyndum að lýsa afa í
einu orði þá væri það skynsamur.
Síðan við munum eftir honum
hefur hann verið afar hófsamur á
vín.
Það var helst að hann dreypti á
vatnsblönduðum pilsner ef hann
kaus að fá sér í tána. Það sama
gilti um gosdrykki , þeir voru
blandaðir að minnsta kosti til
helminga með vatni og sleikipinn-
um, eða spítubrjóstsykri, eins og
hann kallaði þá, taldi hann réttast
að sturta niður í klósettið. Skyn-
semin einkenndi ekki síður starf
hans sem læknis. Hann var vel
meðvitaður um gagnsemi hreyf-
ingar sem og skaðsemi óþarfa
lyfjanotkunar. Því ráðlagði hann
sjúklingum sínum gjarnan þegar
það átti við að fara „út að ganga í
klukkutíma á dag“. Í stað þess að
skrifa út lyf sem hann vissi vel að
gætu haft slæmar aukaverkanir
og kæmu ef til vill að litlu gagni.
Þetta var löngu fyrir tíma hreyfi-
seðla.
Eflaust voru einhverjir ósáttir
við að fá ekki einhverja pillu sem
lausn við sínum vanda. Það kom
þó ekki að sök því allir sem til
hans leituðu skynjuðu einlægan
vilja hans til þess að sjúklingar
hans fengju bata.
Þessa sömu umhyggju fyrir
fjölskyldu og vinum skynjuðum
við sterkt í öllum okkar samskipt-
um við afa í gegnum árin.
Bergþór og Hjörtur
Jónssynir.
Fleiri minningargreinar
um Magnús Ásmundsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
✝ Bryndís Kjart-ansdóttir fædd-
ist 26. júlí 1943 á
Söndu á Stokks-
eyri. Hún lést á
hjartadeild Land-
spítalans við
Hringbraut 1. sept-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Nikulásdóttir frá
Stokkseyri og
Kjartan Þorleifsson frá Einkofa
á Eyrarbakka. Systkini Bryn-
dísar eru Ágústa, f. 1947, Hall-
dór Valgeir, f. 1949, Helgi, f.
1950, d. 2010, Svanhvít, f. 1953,
Guðbjartur, f. 1957, d. 2011, og
Bára, f. 1963.
Karl Arason, eiginmaður
eiga þau sex börn og fimm
barnabörn. Arnar Þór Ingólfs-
son, f. 28.5. 1971, maki hans er
Unnur Sigurrún Kristleifs-
dóttir, börn þeirra eru þrjú. Ari
Karlsson, f. 15.8. 1978, hans
maki er Elfa Scheving Sigurð-
ardóttir og eiga þau einn son,
en Ari á fyrir tvær dætur. Guð-
laugur Karl Karlsson, f. 30.7.
1980, hans maki er Sigrún Ösp
Sigurjónsdóttir og saman eiga
þau tvö börn.
Bryndís var húsmóðir á stóru
heimili en vann samhliða ýmis
störf. Hún fór ung að vinna í
fiski á Eyrarbakka og í Reykja-
vík og síðan við dósagerð og hjá
Ópal. Þá starfaði hún hjá Slát-
urfélagi Suðurlands í kringum
1970. Frá árinu 1973 til 1978
vann hún meðal annars við upp-
vask, gangavörslu og ræstingar
og var síðustu starfsárin í Fjöl-
brautaskólanum Breiðholti.
Útför Bryndísar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 11.
september 2015, kl. 13.
Bryndísar, fæddist
14. ágúst 1943.
Foreldrar hans
voru Ingiríður
Guðlaug Nikóde-
musdóttir frá Sauð-
árkróki og Ari
Jónsson frá Skuld á
Blönduósi. Börn
Bryndísar eru Sig-
ríður Sigurð-
ardóttir, f. 28.1.
1963, maki Eiríkur
Ingimagnsson, saman eiga þau
fjögur börn og sjö barnabörn.
Kjartan Brynjar Sigurðsson, f.
9.4. 1964, maki Unnur Erla
Malmquist, börn þeirra eru tvö
og tveir dóttursynir. Birgir Sig-
urðsson, f. 4.9. 1965, hans maki
er Hildur Loftsdóttir en saman
Ég finn fyrir óendanlegum
tómleika og sorg en reyni að
hugga sjálfa mig með öllu því
sem ég get verið þakklát fyrir,
eins og að hafa átt mömmu sem
vinkonu. Það er einnig huggun
í sorginni að yndislegi lífsföru-
nautur mömmu var hjá henni
þegar hún kvaddi. Ég reyni
líka að taka á sorginni með yf-
irvegun og ró eins og mamma
gerði í veikindum sínum.
Mamma var reyndar alltaf
þannig, en samt svo rösk og
atorkusöm á meðan hún hafði
heilsuna.
Öll heimilisstörfin og áhuga-
málin vann hún með fjölskyld-
una í kringum sig og allir fengu
að taka þátt í því sem hún var
að gera, svo það var ekki sjald-
séð að hún sæti með börnunum
við handavinnu, að föndra eða
sinna einhverju matartengdu.
Eins og við vorum ólíkar, eða
töldum það, þá baukuðum við
svo margt saman og vorum jafn
stórtækar þegar við réðumst
saman í slátur, kæfu, berjat-
ínslu, bakstur, prjóna- og
saumaskap eða blómaræktun
svo eitthvað sé nefnt. Síðan
hlógum við eins og bjánar þeg-
ar við vorum orðnar þreyttar
og svefngalsinn tók yfir-
höndina. Ég var samt ekki eins
hrifin af kartöfluræktinni sem
mamma hafði svo gaman af, en
góðar voru þær.
Mamma var ekki bara æð-
isleg mamma heldur var hún
stórkostleg amma og langamma
og átti endalausa ást og tíma til
að sinna öllum sínum (einnig á
meðan hún var útivinnandi),
sem síðan gáfu henni af sér
þegar hún þurfti á að halda.
Mamma gaf sér líka tíma fyrir
Helga bróður sinn og fór vítt
og breitt með honum á meðan
hann lifði.
Þegar Kalli stjúpfaðir minn
hætti á sjónum droppuðu hann
og mamma oft í kaffi til okkar
um helgar. Ég get ekki lýst því
hvað mér þótti vænt um það
þegar þau birtust, líka þegar
þau komu á bak við húsið okkar
á góðvirðis dögum. Að þau
vildu vera með okkur og hafa
áhuga á því sem við vorum að
gera.
Sumarið 2004 lést tengda-
móðir mín, sorgin fylgdi okkur
Eika og Ingimagni til Akureyr-
ar með fellihýsið, þar sem
tengdafjölskyldan ætlaði að
hittast. Samveran var dýrmæt.
Góðviðrið varð til þess að við
ílengdumst og við vissum líka
að von væri á mömmu, Kalla og
Guðbjarti heitnum (móðurbróð-
ur mínum) í viku sumarfrí í
íbúð þarna.
Þetta var yndislegur tími
sem flaug frá okkur. Við urðum
eftir á föstudeginum þegar þau
fóru heim.
Í eftirmiðdaginn daginn eftir
birtust mamma og Kalli skyndi-
lega. Þau höfðu ákveðið þá um
morguninn að fara aftur norður
og vera með okkur í fellihýsinu.
Við urðum jafnglöð og við vor-
um undrandi. Þessi minning er
lítið brot af öllum stundunum
sem við mamma áttum saman í
meira en hálfa öld.
Ég veit að mamma verður
meira og minna með mér í
framtíðinni við daglegar sem og
aðrar athafnir, bara í gær sló
það mig tvisvar að ég þyrfti að
hringja í hana.
Elsku mamma mín, takk fyr-
ir allt.
Sigríður Sigurðardóttir
(Sirrý).
Eins og gullhörpuljóð,
eins og geislandi blær,
eins og fiðrildi og blóm,
eins og fjallalind tær,
eins og jólaljós blítt,
eins og jörðin sem grær,
lifir sál þín í mér,
ó þú systir mín kær.
Þú varst mildi og ást
og þitt móðerni bar
við sinn líknsama barm
dagsins lifandi svar:
allt sem grét, allt sem hló,
átti griðastað þar
- jafnvel nálæð þín ein
sérstök náðargjöf var.
Hversu þreytt sem þú varst,
hvað sem þrautin var sár.
þá var hugur þinn samt
eins og himinninn blár:
eins og birta og dögg
vour bros þín og tár.
Og nú ljómar þín sól
bak við lokaðar brár.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þín systir,
Svanhvít.
Elsku amma, nú ertu farin
frá mér. Elsku amma, þú ert
ekki lengur hjá mér. Elsku
amma mín, 72 ára, er farin. Svo
ung og falleg að innan sem ut-
an. Ef þú átt eftir að sjá þetta í
himnaríki reyndu þá að muna,
þegar þú varst að vaska upp og
ég var að búa til sjeik og skálin
splundraðist í gólfið og þér brá
svo, þegar við bjuggum saman.
Reyktur fiskur, kjötfars, ís,
kjötsúpan, sögurnar, lagið okk-
ar, Einu sinni á ágústkvöldi og
það allra mikilvægasta, lífið.
Ég elska þig amma.
Þín,
Andrea Edda
Guðlaugsdóttir
Elsku amma mín.
Það er sárt að kveðja þig og
erfitt að koma orðum að því
sem mig langar að segja þér.
Mig langar að þakka þér fyrir
allar þær stundir sem við átt-
um saman. Þær eru mér mjög
dýrmætar.
Þegar ég hugsa til baka er
mér minnisstætt hvað ég sótti
mikið í að fá að gista þegar ég
kom í Hrafnhólana til ykkar
afa, man eftir öllu suðinu ef
svarið var nei. Við vorum svo
mörg að það var ekki alltaf
hægt að segja já, en mjög oft
var það samt þannig. Þið afi
áttuð yfirleitt til apafóður (co-
coa pops) í morgunmat, það
fannst mér æði og ef það var
ekki til var farið út í búð og það
keypt. Í gær fór ég í búðina og
keypti mér apafóður og núna
sit ég og borða það og hugsa til
þín.
Ég kem alltaf til með að
hugsa til þín þegar ég sé apa-
fóðrið. Ömmur og afar mega
sko spilla barnabörnunum. Það
var svo gaman hjá þér því það
var svo mikið um að vera og
margt sem við fengum að
dunda okkur með, eins og
handavinnu, að lita, perla eða
horfa á barnaefni. Þú varst allt-
af með eitthvað á prjónunum
og afi var oft á sjónum. Þú áttir
þvílíkt magn af húfum, vett-
lingum og ullarsokkum sem við
barnabörnin tókum að okkur að
selja fyrir þig, gömlu konuna,
en samt varstu rétt um fimm-
tugt. Við gengum í hús og seld-
um grimmt því þetta var svo
ódýrt.
Ég man að ég hugsaði svo
oft: af hverju selur amma þetta
ekki dýrara? En eflaust voru
margir þér þakklátir fyrir það
því þú klæddir margar fingur
og tær og varst alltaf svo hug-
ulsöm og góð. Eftir að við
barnabörnin urðum eldri og
hættum að selja vörurnar fyrir
þig nutum við og börnin okkar
góðs af vörunum þínum ásamt
Rauða krossinum.
Ég á eftir að sakna þín enda-
laust mikið, amma mín. Ég
elska þig.
Þitt barnabarn,
Bergdís Heiða.
Elsku amma mín er fallin
frá. Það eru engin orð sem geta
lýst því hvernig mér líður núna.
Ég á eftir að sakna þess að
hitta hana, að setjast niður og
spjalla við hana um allt og ekk-
ert, föndra og eiga með henni
gæðastundir.
Hún var gullperlan mín. Allt-
af svo hress og skemmtileg og
með húmorinn á réttum stað.
Það var gaman að prjóna með
henni og að vera í sláturgerð-
inni með henni og mömmu því
það var alltaf fjörugt og
skemmtilegt.
Þegar við fjölskyldan komum
í heimsókn til ömmu og afa var
alltaf tekið svo vel á móti okk-
ur. Og þau voru svo dugleg að
koma í heimsókn til okkar. Mér
þótti einstaklega vænt um það.
Hvíldu í fríði, elsku amma
mín. Ég á eftir að sakna þín
óendanlega mikið. Þitt barna-
barn,
Þuríður Elírós (Tóta).
Elsku amma mín.
Að skrifa minningarorð um
þig er eitt af því sem ég bjóst
ekki við að þurfa að gera svona
fljótt. Ég vildi svo sannarlega
eiga þig lengur, búa til fleiri
minningar með þér og fá að sjá
þig brosa og hlæja.
Ég var mjög lánsöm, elsku
amma mín, að hafa búið í ykkar
afakoti fyrstu árin mín og lán-
söm hversu traustar og góðar
vinkonur við vorum allt til
enda.
Ég var langt í frá að vera
þér og afa auðveld, þið 36 ára
þegar ég kom inn í líf ykkar.
Þið sjálf með lítið barn, hann
Ara ykkar og stuttu síðar kom
Gulli ykkar, svo það var sann-
arlega mikið líf og fjör í ykkar
koti út af öllu sem okkur datt í
hug að gera og þú sagðist
verða hoppandi reið ef við
hættum ekki.
Það var þó ekki fyrr en við
vorum orðin fullorðin, að fagna
60 ára afmæli ykkar afa, að við
fengum loksins að sjá þig
hoppa án þess að þú værir reið,
heldur með bros á vör og við
hlátur afkomenda þinna. .
Það vantaði ekki, elsku
amma mín, hversu barnvænt
heimili ykkar afa var, enda ófá
skipti sem það voru börn í ykk-
ar fallega koti, sem er í sjálfu
sér ekkert skrítið því það var
gott að vera í ykkar faðmi.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku hjartans afi minn og
aðrir ástvinir mínir, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Elsku hjartans amma, nafna
og vinkona mín, ég kveð þig
með söknuði í hjarta. Eins og
áður; bless fallega mín, ég
elska þig. Þín,
Bryndís og fjölskylda.
Elsku hjartans Bryndís mín,
mér finnst erfitt að trúa því að
eiga ekki eftir að kíkja við í
Fífuselinu í kaffibolla og spjall
en hann drekkum við síðar á
öðrum stað sem liggur fyrir
okkur öllum að fara til. Það var
dásamlegur tími þegar við vor-
um nágrannar í Hrafnhólunum
og sá mikli vinskapur sem
myndaðist milli fjölskyldna
okkar er og verður dýrmætur
alla tíð.
Þegar ég heimsótti þig á
spítalann um daginn bjóst ég
ekki við að það yrði kveðju-
stund, en nú er ég óendanlega
þakklát fyrir að hafa drifið mig.
Já, það eru margar dásam-
legar minningar sem ég get ylj-
að mér við, elsku vinkona mín,
og ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér.
Takk fyrir allt sem þú varst
mér og börnunum mínum.
Elsku Kalli, Sirrý, Biggi,
Kjartan, Arnar, Ari, Gulli og
fjölskyldur, guð gefi ykkur öll-
um styrk í ykkar miklu sorg en
minningin um dásamlega konu
mun lifa í hjörtum okkar alla
tíð .
Guð blessi minningu Bryn-
dísar, takk fyrir allt elsku vin-
kona.
Kveðja,
Sigrún Sigurðardóttir.
Bryndís
Kjartansdóttir
HINSTA KVEÐJA
Hvíl þú í ró við lands þíns ljósa
barm,
ó ljúfi vin!
Bros þitt er geymt og – bak við
þyngstan harm
er bjartast skin.
Þakklát og bljúg sem blóm, er
hneigja sig,
við breiðum krónu lífsins yfir þig.
(Jóhannes úr Kötlum)
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir.