Morgunblaðið - 11.09.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýning á nýjum málverkum eftir
Hallgrím Helgason verður opnuð í
dag kl. 17 í galleríinu Tveimur hröfn-
um og ber hún titilinn Málað á myrk-
ur I – Fyrir utan húsið þitt, um nótt,
á meðan þú sefur. Eins og titillinn
gefur til kynna kveður við nýjan tón í
málverkum Hallgríms. Þau eru mál-
uð eftir ljósmyndum sem hann tók í
myrkri af húsum og bílum og hvergi
er manneskju að sjá. Fyrir tveimur
árum sýndi Hallgrímur í sama gall-
eríi svarthvít málverk í írónískum
dúr af mörgum þekktustu rithöf-
undum þjóðarinnar á 20. öld og í
fyrra verk sem hann vann þegar
hann bjó í París, á árunum 1993-97,
verk sem eru máluð daufum litum,
spaugileg og ýkt í teiknimyndastíl.
„Þetta er eiginlega henni að þakka
eða kenna, því miður þurfti maður að
fara að labba með hund á kvöldin,
morgnana, í skammdeginu, í öllum
veðrum,“ segir Hallgrímur, spurður
að því hvað hafi valdið þessari miklu
breytingu í málverkum hans. Með
„henni“ á hann við tíkina Lukku sem
liggur á gólfi gallerísins. „Einhvern
veginn fór þetta að leita á mig þetta
skammdegi og á sama tíma var ég
búinn að kaupa mér góða myndavél.
Þessar nýtískumyndavélar eru svo
ljósnæmar að þú getur tekið myndir
nánast í kolniðamyrkri og samt sérðu
hvað er á þeim. Þær ná öllum smáat-
riðum. Ég fór að velta því fyrir mér
að myrkrið væri aldrei málað og það
höfðaði til mín. Á tímabili var ég allt-
af með strigann tóman, málaði mjög
lítið á hann, lét hann vera hvítan. Nú
er ég kominn yfir í andstæðuna, að
láta hann vera svartan og tilfinningin
var eins og ég væri að mála á myrk-
ur, mála beint á myrkrið. Í rauninni
er svarti liturinn grunnlitur í hverri
mynd,“ útskýrir Hallgrímur.
Ástaróður til bílsins
Málverkin sýna ólík hús og bíla
sem standa fyrir utan þau og spurður
að því hvort myndirnar hafi verið
teknar á ákveðnu svæði eða hverfi í
borginni segir Hallgrímur svo ekki
vera. „Ég vildi bara fá tilfinningu fyr-
ir höfuðborgarsvæðinu. Á tímabili
var strákurinn minn að æfa fótbolta í
Fífunni í Kópavogi, æfingarnar byrj-
uðu kl. 18.45 og við vorum alltaf
mættir hálfsjö og það er ein mynd
þarna úr gönguferð um Kópavog.
Annars er þetta mest austurbærinn í
Reykjavík: Álfheimar, Kambsvegur,
Vesturbrún, Langahlíð, Sunnuvegur,
Háteigsvegur,“ telur Hallgrímur upp
og bendir á verkin sem tilheyra
hverri götu.
Hallgrímur segist hafa orðið hug-
fanginn af dökku bílunum í myrkr-
inu. „Það stirnir á þá þannig að þetta
verður stundum eins og stjörnubjart-
ur himinn eða stjörnukort,“ segir
hann og bendir á eitt verkanna þar
sem bíllinn sést varla, aðeins end-
urkast ljóssins á lakki og rúðum.
„Bíllinn er ofboðslega miðlægur í
okkar lífi en við látum alltaf eins og
hann sé ekki til. Fólk tekur ekki
myndir af bílnum sínum til að hafa á
Facebook,“ segir Hallgrímur kíminn.
Bíllinn sé kominn í ónáð, það sé talað
illa um hann. „Þetta er svona ást-
aróður til bílsins áður en hann hverf-
ur alveg. Eftir 50 ár verða þessar
myndir fornfálegar,“ segir Hall-
grímur og glottir.
-Það hlýtur að hafa verið erfitt að
mála svona dökk verk, að ná lýsing-
unni í myrkrinu?
„Jú, þetta var svolítið snúið. Það
tók nokkrar myndir að ná því og líka
að finna rétta svarta litinn. Ég þurfti
að fara í þrjár búðir í bænum og
kaupa fimm tegundir af svörtum lit
þar til ég fann loksins rétta litinn,
sem var Windsor & Newton í Litum
og föndri. Hann þekur vel og er vel
svartur,“ segir Hallgrímur. Hann
málaði verkin með akrýllitum til að
ná mattri áferð, flötu og djúpu
myrkri. „Svo getur maður orðið geð-
veikur af því að reyna að ná ein-
hverjum ávæningi af bílhúddi sem á
ekki að sjást en samt aðeins. Maður
getur týnt sér í endalausum smáat-
riðum.“
Kuldinn er þarna ennþá
-Þetta er heilmikið stökk sem þú
hefur tekið, frá Parísarverkunum yf-
ir í þessi. Er kaldhæðnin horfin?
Hallgrímur hlær. „Það er kannski
eitthvað til í því en kuldinn er alla
vega þarna ennþá. Það er yfirleitt
kalt á Íslandi á nóttunni og myrkrið
er alltaf kalt hérna. Þetta eru
skammdegismyndir og mér finnst
skemmtilegar þessar andstæður, ís-
köld nótt og kósí heimili. Við Íslend-
ingar erum alltaf að búa okkur til ein-
hver hreiður, með bílinn fyrir utan
húsið og loga á litlum lampa.“
-Eru þetta ekki fyrstu málverkin
þín þar sem ekkert fólk er að sjá eða
fígúrur?
„Jú, þetta er fígúratíft en engar
fígúrur. En samt finnst mér þetta
fjalla um fólk því titill sýningarinnar
er Málað á myrkur I – Fyrir utan
húsið þitt, um nótt, á meðan þú sefur.
Það er einhver inni í þessum húsum,
einhver á þennan bíl og það liggur
einhver þarna inni á bakvið myrkv-
aða glugga. Mér fannst það spenn-
andi og líka að listamaðurinn stendur
vaktina fyrir utan húsið á meðan allir
sofa. Það er einhver sögn í því og svo
erum við alltaf undir árásum frá
fólki.“
-Svo mætir einhver á sýninguna og
hrópar: „Þetta er húsið mitt og bíll-
inn minn!“ Fær hann þá afslátt af
verkinu?
Hallgrímur hlær og segist hafa
velt því fyrir sér hvort hann ætti að
hafa alvöru bílnúmer eða skálduð.
„Svo ákvað ég bara að hafa þau al-
vöru. Þannig að fólk getur fundið bíl-
ana sína hérna, keypt þá aftur,“ segir
Hallgrímur sposkur og bætir við að
það sé smá „stalker element“ í sýn-
ingunni.
Hallgrímur segir meirihluta ársins
hafa farið í að klára bók sem kemur
út í næsta mánuði en hann hafi verið
búinn með hana óvenjusnemma og
því getað einbeitt sér að málverk-
unum í sumar. „Maður reynir að nýta
kosti þess að vera í tvennu, að reyna
að ná aðeins meiri afköstum fyrir vik-
ið af því þú ert alltaf svolítið ferskur
þegar þú byrjar aftur að skrifa eða
mála,“ segir Hallgrímur um þær
ólíku listgreinar sem hann sinnir
jöfnum höndum.
Morgunblaðið/Eggert
Næturmyndir Hallgrímur Helgason og tíkin hans Lukka á sýningunni í Tveimur hröfnum.
Málað á myrkur
Hallgrímur Helgason sýnir myrk málverk af húsum og
bílum „Maður getur týnt sér í endalausum smáatriðum“
Skammdegi Málverk Hallgríms eru fígúratíf þótt engar séu fígúrurnar.
Á sunnudaginn verður Harpa
Björnsdóttir listamaður með lista-
mannaspjall í tengslum við sýningu
sína Plánetur sem opnuð var í and-
dyri Iðnó 27. ágúst sl.
Um er að ræða ljósmyndaröð sem
hún kallar „Plánetur“, unna á ár-
unum 2009-15. Inntak verkanna er
skrásetning sjálfstæðrar sköpunar
lífsins sjálfs, sem birtist í óvæntri
litadýrð og safaríkri fegurð sem
minnir á framandi plánetur.
Verkin fjalla um fegurðina í því
sem við tökum oft ekki eftir, litum
og formum hins hversdagslegasta
og jafnvel hins auvirðilegasta, sem
getur þrátt fyrir nálægðina stund-
um verið okkur jafn fjarlægt og
óþekkt og himintunglin, eins og
segir í sýningarskrá hennar.
Listamannaspjallið hefst klukkan
15.00 á sunnudag og sýning sjálf
stendur til 22. september.
Listamannaspjall um Plánetur í Iðnó
List Harpa heldur á tveimur verka sinna,
sem gætu verið litlar plánetur.
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 12/9 kl. 19:00 3.k. Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k
Sun 13/9 kl. 19:00 4.k. Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Fös 9/10 kl. 19:00 12.k
Fös 18/9 kl. 19:00 5.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k
Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Fös 11/9 kl. 20:00 2.k Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas.
Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k.
Aukasýningar í september
At (Nýja sviðið)
Fös 18/9 kl. 20:00 1.k. Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k.
Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k.
Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k.
Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k.
Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 11/10 kl. 13:00 5.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.
Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k.
Haustsýningar komnar í sölu
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 11/9 kl. 20:00 1.k. Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k.
Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k.
Kenneth Máni stelur senunni
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.
Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.
Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k.
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Lau 12/9 kl. 20:00 1.k. Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k.
Fös 18/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k.
Aðeins þessar sýningar!
Sókrates (Litla sviðið)
Fim 1/10 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 Sun 11/10 kl. 20:00
Fös 2/10 kl. 20:00 Fim 8/10 kl. 20:00
Lau 3/10 kl. 20:00 Fös 9/10 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k.
Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k.
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn
Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn
Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn
Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn
Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn
Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn
Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn
Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn
Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn Sun 20/9 kl. 19:30 4.sýn
DAVID FARR
HARÐINDIN
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/