Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 Háskólinn á Bifröst hefur brugðist við athugasemdum sem komu fram í stofnanaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla. Úttektinni er nú lokið. Hún var liður í skipulegu eftirliti gæða- ráðsins með gæðum háskólanna. „Meginniðurstaða Gæðaráðsins er sú að það ber traust til Háskólans á Bifröst varðandi námsumhverfi nemenda, en takmarkað traust að hluta til varðandi möguleika skólans til að tryggja gæði prófgráða sem skólinn veitir og snýr það að núver- andi stöðu skólans en ekki að fram- tíðarstöðu hans,“ segir í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst. „Gæða- ráðið tekur fram að það bindi vonir við að uppfæra megi matið svo lýst verði trausti á skólann. Áætlun um umbætur var gerð og kynnt. Sumt hefur þegar verið framkvæmt en allt annað er í eðlilegum farvegi og vinnuhópar að störfum. Starfi að gæðamálum lýkur aldrei en vonir standa til þess að nauðsynlegum áföngum verði náð innan fárra mán- aða þannig að mat Gæðaráðs upp- færist.“ Í tilkynningunni segir m.a. að at- hugasemdir sem gerðar voru vegna núverandi stöðu skólans til að tryggja gæði prófgráða hafi verið þess eðlis að skólinn hafi getað brugðist hratt og örugglega við þeim. Þær lutu m.a. að takmarkaðri notkun á tölfræðilegum upplýs- ingum til að undirbyggja mat og áætlanagerð; lítilli viðleitni til að nota upplýsingar frá samanburð- arháskólum; skorti á formlegri áætl- anagerð; þörf á endurskoðun á stjórnsýslu háskólans sem hafi ekki haldist í hendur við þróun hans; skorti á upplýsingum um vinnu brautskráðra nemenda; litlum tengslum milli kennslu og rann- sókna; skorti á akademísku starfs- fólki með doktorsgráður og skorti á formlegum aðferðum við ráðningu kennara og annars akademísks starfsfólks. Bifröst fær hrós fyrir þætti sem snúa að námi og kennslu. Gæðaráðið nefnir m.a. sem styrkleika nýjungar í kennsluaðferðum og kennslutækni; verkefnamiðaða kennslu sem ein- kennist af hópavinnu nemenda; tengsl milli kennslu og reynslu í at- vinnulífinu, reglubundið samstarf nemenda og kennara og virka þátt- töku nemenda til að hafa áhrif á stjórnun háskólans. gudni@mbl.is Gæðaúttekt á Bifröst er lokið Morgunblaðið/Árni Sæberg Háskólinn á Bifröst Gæðaráð ís- lenskra háskóla tók skólann út.  Gæðaráð vonar að uppfæra megi matið Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Vandaðir gaberdin frakkar frá ERICH FEND Tveir litir, tvö snið, stærðir 36-54 Opið 10-16 í dag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Renndir jakkar Verð 8.900 kr. Str. M-XXXL Litir: Svart, blátt gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Skoðið laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 20% afsláttur ALLRAVEÐRA- KÁPUR Vind- og vatnsþéttar St. 38-52 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í gær reglugerð sem heimilar innflutning á djúpfrystu erfðaefni holdanautgripa frá við- urkenndri sæðingarstöð í Noregi. Heimilt verður að flytja inn sæði og fósturvísa úr heilbrigðum holda- nautgripum. Einnig nær reglugerð- in til leyfisveitinga til reksturs ein- angrunarstöðva. Nýja erfðaefnið má einungis nota á viðurkenndum einangrunarstöðvum. „Tilgangurinn er að efla innlenda framleiðslu á nautakjöti, en Land- samband kúabænda hefur þrýst mjög á að innflutningurinn verði heimilaður,“ segir í fréttatilkynn- ingu atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytisins. „Framleiðsla á nauta- kjöti innanlands hefur undanfarin ár ekki náð að anna eftirspurn og nam innflutningur á nautakjöti rúmum 1.000 tonnum í fyrra. Stefn- ir í að meira þurfi að flytja inn til að mæta sífellt meiri eftirspurn. Ekki síst vegna fjölgunar erlendra ferða- manna.“ Vitnað er í Sigurð Inga landbún- aðarráðherra sem segir að nýtt erfðaefni sé forsenda fyrir aukinni framleiðslu á nautakjöti hér á landi. „Spurn eftir nautakjöti hefur aukist stórlega á undanförnum árum og ákvörðunin er í samræmi við stjórn- arsáttmálann þar sem segir að rík- isstjórnin muni gera íslenskum landbúnaði kleift að nýta þau sókn- artækifæri sem greinin standi frammi fyrir,“ sagði Sigurður Ingi. Seinfarin og dýr leið „Landssamband kúabænda lýsir ánægju með að reglugerðin skuli vera komin fram, hún er varða á langri leið til að efla nautakjöts- framleiðslu hér á landi,“ segir í frétt frá Landssambandi kúabænda. Það segir á heimasíðu sinni að reglu- gerðin byggist á breytingu á lögum um innflutning dýra, sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið sumar. „Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að fluttir verði inn fósturvísar og þeim komið fyrir í fósturmæðrum í einangrunarstöð. Kálfa sem vaxa upp af innfluttum fósturvísum, má síðan flytja úr einangrunarstöð þeg- ar þeir ná 9 mánaða aldri, uppfylli þeir allar heilbrigðiskröfur. Það skal einnig áréttað að sú leið sem Alþingi ákvað að farin skyldi í þess- um efnum er seinfarin og gríð- arlega kostnaðarsöm og verður því ekki farin án utanaðkomandi stuðn- ings við greinina.“ Einhver ár líða áður en kjöt af nýjum stofni holdanauta kemst á diska landsmanna. gudni@mbl.is Nýtt erfðaefni holdanauta Morgunblaðið/Atli Vigfússon Holdanaut Galloway-naut hafa verið ræktuð í Árbót í Aðaldal í þrjá áratugi.  Forsenda þess að efla innlenda framleiðslu á nautakjöti Ekkert fyrirtæki fer yfir mörk um eigu aflahlutdeilda í heild eða í ein- stökum tegundum á nýju fiskveiði- ári. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða má heildaraflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila ekki fara yfir 12% af samanlögðu heildarverðmæti afla- hlutdeilda allra tegunda. Þá má afla- hlutdeild í þorski ekki fara yfir 12%. Í ýsu, ufsa, grálúðu, steinbít, síld og loðnu má hún ekki fara yfir 20% og í karfa ekki yfir 35%. Frá þessu er greint á heimasíðu Fiskistofu, en fyrirtækið birti í gær stöðu aflaheimilda þeirra 100 út- gerða sem ráða yfir mestum afla- hlutdeildum í upphafi nýs fiskveiði- árs eftir úthlutun á aflaheimildum. Sambærilegar upplýsingar koma einnig fram um þær 50 útgerðir sem ráða yfir mestum krókaaflahlut- deildum. Breytingar á milli ára Nokkrar breytingar eru á því hvaða fyrirtæki eru í efstu sætunum frá því sams konar upplýsingar voru birtar í febrúar sl. í kjölfar úthlut- unar á aflamarki í deilistofnum, en það á sér stað við upphaf almanaks- árs. Þannig stekkur Þorbjörn hf úr sjötta í þriðja sæti og FISK-Seafood ehf úr áttunda sæti í það fjórða. Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum. HB Grandi er nú með um 10,9% af úthlutuðu aflamarki en Samherji er með 6,2%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyr- irtæki landsins yfir 17,1% af afla- heimildunum samanborið við 18,8% í upphafi þessa árs. Líkleg skýring á þessum breyt- ingum liggur í því að við upphaf fisk- veiðiársins var ekki úthlutað afla- marki í loðnu og litlu í öðrum uppsjávartegundum. Fyrir vikið breytist hlutur útgerða innbyrðis vegna mismunandi tegundasamsetn- ingar á hlutdeildum, segir á vef Fiskistofu. HB Grandi og Samherji með mestar heimildir  Ekkert fyrirtæki er með heimildir umfram viðmiðunarmörk í aflamarki Morgunblaðið/RAX „Menn eru mjög áhyggjufullir í alifugla-, svína- og nautakjöts- rækt,“ sagði Sindri Sigur- geirsson, formað- ur Bændasamtak- anna eftir fund Bændasamtak- anna og búgreina- sambanda með landbúnaðarráð- herra í gær um þá stöðu sem er uppi í ljósi nýrra tollasamninga við ESB. Sindri sagði áhyggjur bænda þó ekki einskorðaðar við þær greinar. Samningurinn hafi áhrif á kjötmark- aðinn í heild og þegar verð einstakra tegunda breytist hafi það áhrif á kauphegðun gagnvart öðrum teg- undum. Hann sagði gæta nokkurrar svartsýni meðal bænda gagnvart samningnum vegna þess. „Það kom fram í máli ráðherra að næsta skref er að hraða vinnu við búvörusamninga. Þar væri hægt að milda áhrif samningsins, sér- staklega á þær búgreinar sem fara verr út á innlendum markaði.“ Sindri sagði samt sem áður mikil tækifæri felast í auknu markaðs- aðgengi fyrir þær vörur sem njóta tollaniðurfellingar. „Menn eru mjög ánægðir með það að það hafi verið gerður tvíhliða samningur um tolla en ekki einhliða eins og sumir hafa talað fyrir. Þó hefði mátt taka tillit til þess hve hlut- fallsleg stærð íslenska markaðarins er lítil en ráðherra tók það skýrt fram að vilji ESB í slíkum samn- ingum sé að tonn komi á móti tonni og króna á móti krónu.“ bso@mbl.is Hraði gerð nýrra búvörusamninga Sindri Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.