Morgunblaðið - 26.09.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Bílar voru lítið á ferðinni við
Grunnskólann á Þórshöfn þessa
vikuna því að skólinn tók þátt í
verkefninu „Göngum í skólann,“
sem er á vegum Íþrótta- og ólymp-
íusambands Íslands, Heimilis og
skóla o.fl.
Meginmarkmiðin eru að hvetja
börn til að temja sér virkan ferða-
máta í og úr skóla og auka færni
þeirra til að ferðast á öruggan hátt
í umferðinni. Þau fræðast um
ávinning reglulegrar hreyfingar og
sjá hversu gönguvænt umhverfið er
og að það er ekki alltaf nauðsynlegt
að fara með bíl í skólann.
Íþróttakennarinn Þorsteinn Æg-
ir hélt utan um verkefnið á Þórs-
höfn og segir að nemendur hafi
staðið sig vel í gönguvikunni.
Mættu margir fullorðnir taka þá
sér til fyrirmyndar.
Ýmsar uppákomur voru tengdar
verkefninu og tóku allir starfsmenn
og nemendur skólans þátt í þeim.
Bíllinn var hvíldur
á Þórshöfn í vikunni
Morgunblaðið/Líney
Gönguhópur Fríður hópur nemenda og starfsfólks grunnskólans stillti sér upp við nýja gangbraut við Austurveg.
Alls tóku 19
framhaldsskólar
þátt í keppninni
Hjólað í skólann í
ár, en það er
sami fjöldi og ár-
ið 2014. Þátttak-
endur voru alls
481, hjólaðir
voru 55.311 km
eða 41,31 hringur í kringum Ísland.
Keppnin, sem fór fram 9.-22.
september, var nú haldin í þriðja
skipti. Markmið hennar var að
vekja athygli á virkum ferðamáta
sem heilsusamlegum, umhverfis-
vænum og hagkvæmum samgöngu-
máta meðal nemenda og starfs-
manna framhaldsskólanna.
Þrír efstu skólarnir í hverjum
flokki fá á næstu dögum senda til
sín verðlaunaplatta fyrir árangur
sinn í verkefninu.
Í skólum, með allt að 399 nem-
endur og starfsmenn
var Verkmenntaskóli Austur-
lands í fyrsta sæti, Framhaldsskóli
Austur-Skaftafellssýslu í 2. sæti og
Menntaskólinn á Ísafirði í þriðja
sæti.
Í skólum með 400-999 nemendur
og starfsmenn varð Framhaldsskól-
inn í Mosfellsbæ í efsta sæti, Fjöl-
brautaskóli Vesturlands Akranesi í
2. sæti og Fjölbrautaskóli Norður-
lands vestra í 3. sæti.
Í skólum með 1.000 eða fleiri
nemendur og starfsmenn var Fjöl-
brautaskólinn við Ármúla í 1. sæti,
Verkmenntaskólinn á Akureyri í 2.
sæti og Fjölbrautaskóli Suðurlands
í 3. sæti.
Hjóluðu alls
55.311 kíló-
metra í skólann
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins
gegn Annþóri Karlssyni og Berki
Birgissyni hefst 15. október næst-
komandi, en þá verða um tvö og
hálft ár síðan ákæra var gefin út í
málinu og tvö ár frá fyrstu fyrir-
töku.
Þeim er gefið að sök að hafa veist
að samfanga sínum á Litla Hrauni
og veitt honum högg á kvið með
þeim afleiðingum að rof kom á
milta og bláæð frá milta sem leiddi
til dauða skömmu síðar vegna inn-
vortis blæðinga. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Héraðsdómi Suðurlands
er málið á dagskrá bæði á fimmtu-
deginum og föstudeginum, en það
er skráð frá átta um morgun til átta
um kvöld. Fordæmi eru fyrir slíku,
þótt algengast sé að dagskrá klárist
milli fjögur og fimm.
Mál Annþórs og
Barkar á dagskrá
Morgunblaðið/Ómar
Litla Hraun Annþóri og Berki er gefið að
sök að hafa ráðið samfanga sínum bana.
Hagkvæm
bílafjármögnun
fyrir viðskiptavini
Með reiknivélinni á arionbanki.is getur
þú skoðað greiðslubyrði og hvaða
fjármögnunarkostir henta þér.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1
5
-0
9
7
2