Morgunblaðið - 26.09.2015, Side 24

Morgunblaðið - 26.09.2015, Side 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** Húðflúrlistamaður ristir mynd á húð gests á alþjóðlegri húðflúrhátíð sem sett var í Lundúnum í gær og lýkur á morgun. Um 400 listamenn víðs vegar að úr heiminum taka þátt í hátíðinni sem er haldin í ellefta skipti. Þegar hátíðin var fyrst haldin fyrir áratug er talið að einn af hverjum átta fullorðnum Bretum hafi verið með húð- flúr en nú er talið að þriðjungur þeirra hafi látið húð- flúra sig, að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar. AFP Húðflúrlistin í sókn í Bretlandi Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Öryggislögreglan í Noregi, PST, tel- ur að meiri hætta sé á ofbeldisfullum viðbrögðum þjóðernisöfgamanna við straumi flóttamanna til landsins en því að hryðjuverkamenn úr röðum ísl- amista laumist inn í landið með flótta- fólkinu. „Hælisleitendur sem tengjast rót- tækum íslamistum eru ekki helsta áhyggjuefni PST til skamms tíma lit- ið,“ sagði í tilkynningu frá norsku ör- yggislögreglunni. „Aukinn straumur hælisleitenda gæti umfram allt aukið hættuna sem stafar af hægriöfga- mönnum í Noregi. Ástæðan er sú að andstaðan við innflytjendur er eitt af helstu baráttumálum þessara hópa.“ Á samfélagsmiðlum hefur talsvert borið á viðvörunum um að samtök ísl- amista, m.a. Ríki íslams í Sýrlandi og Írak, geti notfært sér flóttamanna- strauminn til að lauma liðsmönnum sínum til Evrópulanda í því skyni að fremja hryðjuverk. Norska öryggis- lögreglan telur að meiri hætta sé á því að múslímar, sem fæddust eða ólust upp í Noregi, snúist á sveif með ísl- ömskum öfgasamtökum og fremji hryðjuverk. Að sögn PST stafar öryggi Noregs einnig hætta af vinstriöfgamönnum og lögreglan varar við því að til átaka geti komið á milli öfgahópanna. Öryggislögreglan skírskotaði m.a. til fjöldamorða öfgamannsins Anders Behrings Breiviks sem varð alls 77 manns að bana í árásum í Ósló og Út- ey 22. júlí 2011. Fjöldamorðinginn sagði að árásirnar hefðu verið „grimmileg en nauðsynleg“ aðgerð í nauðvörn gegn „landráðamönnum“ sem bæru ábyrgð á fjölmenningar- stefnu og „innrás múslíma“ í Evrópu. Fyrstu átta mánuði ársins sóttu rúmlega 8.000 manns um hæli í Nor- egi og um fjórðungur þeirra er frá Sýrlandi. Hælisumsóknum hefur fjölgað síðustu vikur og gert er ráð fyrir að þær verði alls 20.000 á öllu árinu. Árásir á hælisleitendur Yfirvöld í Finnlandi hafa látið í ljós áhyggjur af árásum þjóðernisöfga- manna á hælisleitendur þar í landi. Finnska ríkissjónvarpið birti í gær myndir af 40 mótmælendum er skutu flugeldum á rútu sem flutti hælis- leitendur, meðal annars börn, í nýja móttökumiðstöð í borginni Lahti. Mótmælendurnir köstuðu einnig grjóti að sjálfboðaliðum Rauða kross- ins. Einn árásarmannanna var í bún- ingi Ku Klux Klan, leynifélags sem hvítir menn stofnuðu til höfuðs blökkumönnum í Bandaríkjunum. Kvöldið áður var fimmtugur Finni handtekinn fyrir að kasta bensín- sprengju á gistiheimili fyrir hælisleit- endur í borginni Kouvola. Fyrr í vikunni sagði Frans Timmermans, varaforseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, að hætta væri á því að flótta- mannastraumurinn yrði vatn á myllu þjóðernisöfgamanna í álfunni. Brýnt væri því að auka eftirlitið við ytri landamæri Schengen-svæðisins og tryggja að efnahagslegir flóttamenn, sem hefðu ekki rétt á hæli, yrðu flutt- ir til heimalanda sinna. Meiri hætta af þjóðernisöfgum  Öryggislögregla Noregs óttast að þjóðernisöfgamenn beiti ofbeldi AFP Á flótta Stúlka er kom með gúmmí- báti til grísku eyjunnar Lesbos. Rússnesk yfirvöld hafa hafið nýja rannsókn á drápunum á síðasta keis- ara Rússlands og fjölskyldu hans ár- ið 1918. Meðal annars er ráðgert að rannsaka bein Nikulásar II keisara og eiginkonu hans. Rússnesk rann- sóknarnefnd segir að ráðast þurfi í frekari athuganir til að staðfesta að fjórar beinagrindur sem fundist hafa séu sannarlega líkamsleifar meðlima Romanov-ættarinnar. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan óskaði eftir því í júlí sl. að ný rann- sókn færi fram, en fyrri rannsókn málsins var hætt 1998. Sumir innan kirkjunnar draga í efa að líkamsleif- arnar sem fundist hafa séu sannar- lega bein meðlima keisarafjölskyld- unnar. Fundust í fjöldagröf Romanov-keisarafjölskyldan var hrakin frá völdum árið 1917, skömmu áður en bolsévikar steyptu bráðabirgðastjórn landsins af stóli. Keisarinn, keisarynjan Alexandra, dætur þeirra Anastasia, Maria, Olga og Tatiana, sonurinn Alexei og fjórir starfsmenn fjölskyldunnar voru myrt í afskekktu húsi í Jekaterín- burg árið 1918. Líkamsleifar níu manna fundust í fjöldagröf árið 1993 en lík ríkiserf- ingjans Alexei og Mariu prinsessu fundust á öðrum stað árið 2007. Erfðarannsóknir staðfestu að um lík barna keisarans væri að ræða. Keisarahjónin Nikulás og Alex- andra og þrjár dætra þeirra voru jarðsett í Dómkirkju Péturs og Páls í Pétursborg hinn 17. júlí 1998. Þau voru tekin í dýrlingatölu árið 2000. Drápin rannsökuð á ný  Rannsókn á beinum Rússlandskeisara og fjölskyldu hans Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, og Xi Jinping, forseti Kína, hétu því að grípa til aðgerða til að stemma stigu við loftslagsbreyt- ingum í heiminum af mannavöldum á blaðamannafundi eftir viðræður þeirra í Hvíta húsinu í Washington í gær. Umhverfisverndarsamtök fögn- uðu loforðum leiðtoganna um að- gerðir til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda sem eru taldar valda loftslagsbreytingum. Obama fór einnig lofsamlegum orðum um loforð kínverskra stjórnvalda í lofts- lagsmálum en gagnrýndi mannrétt- indabrot á andófsmönnum í Kína og framgöngu Kínverja í deilum við grannríki um eyjar í Suður- Kínahafi. Hann hvatti einnig Kín- verja til að virða réttindi Tíbeta og hefja viðræður við Dalai Lama, and- legan leiðtoga þeirra, eða fulltrúa hans. AFP Forsetar Barack Obama og gestur hans, kínverski leiðtoginn Xi Jinping, við móttökuathöfn í garði Hvíta hússins í Washington-borg í gær. Loforðum um aðgerðir í loftslagsmálum fagnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.