Morgunblaðið - 26.09.2015, Page 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015
• Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn
velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra
• Platinumlínan okkar er mjög sterk og
þolir uppþvottavél
Spiegelau er ekki bara glas
heldur upplifun
Við bjóðum Spiegelau í fallegum
gjafaöskjum sem er tilvalin
tækifærisgjöf eða í matarboðið.
• Rauðvínsglös
• Hvítvínsglös
• Kampavínsglös
• Bjórglös
• Karöflur
• Fylgihlutir
Hágæða kristalglös frá Þýskalandi
Allt fyrir eldhúsið
Verð frá
2.490 kr.
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14.
Heimsbikarmótið semstendur yfir í Bakú,höfuðborg Aserbaíd-sjan, hefur reynst
meiri þolraun fyrir þátttakendur
en gengur og gerist á þessum
vettvangi. Þarma er teflt um tvö
sæti af átta í áskorendamótinu
sem fram fer á næsta ári. Þó að
kappskákirnar útheimti mikla
orku hafa þeir dagar þar sem teflt
er til úrslita sé staðan jöfn ekki
síður verið erfiðir. Það hefur tekið
meira en fimm klst. að útkljá sum
einvígin. Dæmi þar um er einvígi
Nakamura og Nepomniachtchi í 3.
umferð sem lauk með sigri þess
fyrrnefnda. Lokaviðureign þeirra
var svonefnd „Armageddon-skák“;
Nepo fékk fimm mínútur, hafði
hvítt og varð að vinna, Nakamura
fékk fjórar mínútur en dugði jafn-
tefli og hafði sigur að lokum. Upp
spruttu deilur eftir á þegar í ljós
kom að Nakamura hrókeraði með
báðum höndum sem er ekki leyfi-
legt samkvæmt reglum. Atvikið
kom fram í útsendingunni en samt
var kröfu „Nepo“ vísað frá og
„tísti“ hann hressilega á Twitter
um andstæðing sinn og úrskurð
dómaranna. Nakamura vann
Adams í næstu umferð en féll svo
úr leik í fimmtu umferð þegar
hann mætti þessum dularfulla hr.
X sem alltaf annað veifið skýtur
upp kollinum í keppnum af þessi
tagi; Úkraínumaðurinn Pavel Elj-
anov hefur teflt tíu kappskákir á
heimsbikarmótinu og hlotið 8 ½
vinning. Hann komst áfram á
fimmtudaginn ásamt Hollend-
ingnum Giri en einvígin milli Wei
Yi og Peters Svidler, og Karjakin
og Mamedyarov færðust yfir í
styttri skákirnar sem fram fóru í
gær. Gott er að fylgjast með á
Chess24.
Af Kínverjunum sem hófu
keppni stendur nú aðeins Wei Yi
eftir. Þessa dagana þegar verið er
að frumsýna kvikmyndina Pawn
Sacrifice rifjast upp fyrir mörgum
sá háttur Bobbys Fischers í „ein-
vígi aldarinnar“ að teygja sig eftir
„eitruðu peði“. „Eitraða peðs af-
brigði“ Sikileyjarvarnar kom upp í
einni skák kínverska undrabarns-
ins í Baku gegn þeim sem sló Ar-
onjan úr keppni á fyrri stigum:
Baku 2015: 3. umferð:
Wei Yi – Alexander Aresc-
henko
Sikileyjavörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7.
f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1
Spasskí lék 9. Rb3 gegn Fisc-
her.
9. … Da3 10. e5 h6 11. Bh4
dxe5 12. fxe5 g5 13. exf6 gxh4
14. Be2 Da5 15. O-O Rd7 16.
Hbd1!?
Áður hafði verið leikið 16. Kh1.
Hvort Wei Yi hefur undirbúið
þetta fyrirfram er ómögulegt að
segja.
16. … h3 17. g3 Bb4 18. De3
Bxc3 19. Rxe6!
Mannsfórnin er eina leiðin fyrir
hvítan til að brjótast í gegn.
19. … De5?
Það er ekki heiglum hent að
tefla „eitraða peðs afbrigðið“.
Hvítur á rakið jafntefli eftir 19. …
fxe6 20. Dxe6+ Kd8 21. De7+
Kc7 22. Dd6+ o.s.frv. En það er
ekkert meira að hafa er nið-
urstaða skákreiknanna. Samt
hafnar Areschenko þessari leið.
Hann einn veit ástæðuna.
20. Rc7+ Kf8 21. Dxe5 Bxe5 22.
Rxa8 Rxf6 23. Rb6 Kg7 24. Rxc8
Hxc8 25. Hf5 Bb8 26. Hdf1 Ba7
27. Kh1 Bd4 28. Bd3 Hc6 29. g4!
Endataflið vefst ekki fyrir Wei
Yi frekar en aðrir þættir skák-
arinnar.
29. … Hc7 30. g5 hxg5 31.
Hxg5 Kf8 32. Hg3 Rd5 33. Hxh3
Re3 34. Hf4 Ba7 35. He4 Rd1 36.
Hh8 Kg7
37. Hh7+! Kf8
Eða 37. … Kxh7 38. He7+
o.s.frv.
38. Hc4 Bc5 39. Bg6
- og Areschenko gafst upp.
„Ekki tefla Sikileyjarvörn gegn
ungum skákmönnum,“ segir gam-
alt rússneskt spakmæli.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
„Eitraða peðið“
aftur og þessi
dularfulli hr. X
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
25. september er dagur lyfja-
fræðinga um allan heim – World
Pharmacist day. Í tilefni þess vilj-
um við vekja athygli á þeim fjöl-
breyttu störfum sem lyfjafræð-
ingar sinna hér á landi og um leið
hvetja almenning til að nýta sér
þjónustu þeirra. Þó að lyfjafræð-
ingar séu almennt ekki mjög sýni-
leg stétt og ekki alltaf mjög áber-
andi í umræðunni um
heilbrigðismál, þá eru þeir sú heil-
brigðisstétt sem er hvað mest að-
gengileg almenningi.
Í apótekum landsins eru starf-
andi lyfjafræðingar sem viðskipta-
vinir geta leitað til með marg-
vísleg heilsutengd mál. Hlutverk
lyfjafræðinga í apótekum er ekki
bara að afgreiða lyf samkvæmt
lyfseðlaávísun læknis heldur jafn-
framt að veita viðskiptavinum apó-
teka ráðgjöf og leiðbeiningar um
lyf og lyfjanotkun. Aukin fræðsla
til sjúklinga um þau lyf sem þeir
nota ýtir almennt undir skynsam-
ari lyfjanotkun auk þess sem með-
ferð sjúkdóma verður markvissari
og betri. Fræðsla um lyf skilar sér
einnig í því að draga úr rangri
lyfjanotkun, en röng lyfjanotkun
er ein ástæða komu á bráða-
móttöku sjúkrahúsa og oft inn-
lagna í kjölfarið.
Lyfjafræði er kennd við Há-
skóla Íslands og er nám á meist-
arastigi. Í lyfjafræðideildinni
starfa fræðimenn í hinum ýmsu
faggreinum lyfjafræðinnar, sem
einnig sinna kennslu nemenda og
hefur deildin verið öflug í rann-
sóknum og birtingu greina og það-
an hafa komið nokkur sprotafyr-
irtæki. Þaðan útskrifast nemendur
eftir fimm ára nám og hljóta í
kjölfarið réttindi til að starfa sem
lyfjafræðingar. Margir lyfjafræð-
ingar leita sér áframhaldandi sér-
menntunar erlendis og er starfs-
vettvangurinn fjölbreyttur.
Á sjúkrahúsum starfa lyfjafræð-
ingar m.a. við framleiðslu á lyfja-
lausnum í æð og ýmiss konar aðra
framleiðslu og hafa auk þess um-
sjón með blöndun á krabbameins-
lyfjum fyrir þá sem þurfa á slíkri
lyfjameðferð að halda. Á Land-
spítala eru einnig lyfjafræðingar
starfandi á bráðamóttöku og fleiri
deildum spítalans þar sem þeir
veita klíníska þjónustu til sjúk-
linga með það að markmiði að
tryggja öryggi í lyfjanotkun og
hagkvæma nýtingu lyfja. Auk þess
vinna lyfjafræðingar náið með
læknum og hjúkrunarfræðingum,
eru ráðgefandi um lyf og lyfja-
meðferðir og taka þátt í að greina
vandamál tengd lyfjanotkun sem
mögulega geta valdið heilsutjóni.
Hér á landi hefur um árabil ver-
ið töluverð framleiðsla á lyfjum.
Bæði eru hér starfandi smærri
sprotafyrirtæki og framleiðslufyr-
irtæki sem og stór alþjóðleg lyfja-
framleiðslufyrirtæki. Þar gegna
lyfjafræðingar mikilvægum störf-
um, m.a. við rannsóknir, þróun,
gæðaeftirlit, skráningu og viðhald
markaðsleyfa lyfja. Lyfjafræð-
ingar í lyfjaframleiðslu þurfa að
hafa mikla þekkingu á gæða-
málum og ströngum kröfum til
framleiðsluaðstæðna.
Hjá markaðsleyfishöfum lyfja
og lyfjaheildsölum starfa einnig
lyfjafræðingar sem takast á við
fjölbreytt verkefni hvað varðar
sölu og markaðssetningu, skrán-
ingu og viðhald markaðsleyfa og
gæðaeftirlit, auk þess að gegna
því mikilvæga hlutverki að veita
öðrum heilbrigðisstéttum fræðslu
um lyfin og nýjustu rannsóknir
þeim tengdar.
Innan stjórnsýslunnar starfa
lyfjafræðingar m.a. við eftirlit með
starfsemi apóteka, heilbrigðis-
stofnana, lyfjaframleiðslufyrir-
tækja og lyfjaheildsala. Þá vinna
margir þeirra við svonefndar
skráningar og vinna að því að
markaðsleyfi fáist fyrir lyf hér á
landi en það er forsenda þess að
nauðsynleg lyf séu aðgengileg
landsmönnum.
Af þessu má sjá að starfsvett-
vangur lyfjafræðinga er afar fjöl-
breyttur og viðfangsefnin mörg,
allt frá því að fást við rannsóknir
og þróun til þess að fræða aðrar
starfsstéttir og almenning um
rétta lyfjanotkun. Lyfjafræðingar
eru mikilvægur hlekkur í
heilbrigðisþjónustu og við hvetjum
landsmenn til að þekkja lyfin sín
og lyfjameðferðir og vera meðvit-
aða um aðgengi að lyfjafræðingum
í apótekum og nýta sér þjónustu
þeirra.
Mikilvægur hlekkur
í heilbrigðisþjónustunni
Eftir Evu Ágústsdóttur,
Elínu Ingibjörgu Jacobsen og
Hlíf Þorbjörgu Jónsdóttur
» Við hvetjum lands-
menn til að nýta sér
þjónustu lyfjafræðinga í
apótekum.
Eva
Ágústsdóttir
Elín og Eva starfa í sjúkrahúsapóteki
Landspítala. Hlíf starfar hjá Actavis.
Elín Ingibjörg
Jacobsen
Hlíf Þorbjörg
Jónsdóttir