Morgunblaðið - 26.09.2015, Side 42

Morgunblaðið - 26.09.2015, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Bergþór Ólason á fertugsafmæli í dag en hann er framkvæmda-stjóri Loftorku í Borgarnesi. „Lífið snýst mikið um steypu ogeiningar þessi misserin. Meginframleiðslan hjá okkur eru hús- einingar í allar gerðir bygginga, ásamt fjölbreyttri sérframleiðslu, hvort sem það eru fíngerðar innréttingar eða stórar einingar fyrir stór- iðju eða brúarframkvæmdir og allt þar á milli og svo framleiðum við steinrör og brunna í frárennslislagnir.“ Þótt Bergþór starfi í Borgarnesi býr hann á Akranesi. „Ég er ættaður héðan, er Skagamaður og Húnvetningur að uppruna en ólst upp í Borg- arnesi.“ Bergþór nýtir frídaga sína í stangveiði og fer til rjúpna á haustin. „Ég hef einnig verið að veiða hreindýr undanfarin ár, var ekki dreginn út í ár en treysti á að komast að ári. Í stangveiðinni fer ég mest í Grímsá í Borgarfirði. Það var alveg prýðileg veiði í henni obbann af sumrinu. Ég hef verið að leiðsegja þar síðan um tvítugt og síðan ég komst á fullorðinsaldur hef ég haldið einni viku þar uppfrá með góðum vinum sem hafa veitt í ánni í áratugi.“ Foreldrar Bergþórs eru Óli Jón Gunnarsson, fv. bæjarstjóri í Borg- arnesi og Stykkishólmi og fv. framkvæmdastjóri Loftorku og núverandi starfsmaður á plani, og Ósk Bergþórsdóttir, loftskeytamaður og hús- móðir. Bræður Bergþórs eru Jóhann Gunnar flugmaður og Rúnar há- skólanemi. „Planið á afmælinu er að líta til með hestum framan af degi með kær- ustunni og fara síðan út að borða með fjölskyldunni og svo verður slegið upp partíi síðar.“ Í Taílandi Bergþór á afmælisdegi sínum við Phi Phi-eyju í fyrra. Nýtir frídagana flesta í stangveiði Bergþór Ólason er fertugur í dag J óna Valgerður fæddist í Reykjarfirði í Grunnavík- urhreppi 26.9. 1935 og ólst þar upp og á Ísafirði. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði, stundaði nám við húsmæðraskólann Ósk, við Tónlistarskóla Ísafjarðar, stundaði starfsleikninám kennara og sótti fjölda námskeiða, m.a. í tungu- málum, bókfærslu, tölvunotkun og skógrækt. Jóna Valgerður vann í Apóteki Ísa- fjarðar 1952-58, sinnti heimilis- og hlutastörfum meðan börnin voru að alast upp og tók þá m.a. að sér fata- saum heima fyrir. Hún var stunda- kennari við Barnaskólann í Hnífsdal 1958-63, við Barnaskóla Ísafjarðar 1989-91 og 1995-96, var útibússtjóri Kaupfélags Ísfirðinga í Hnífsdal 1978-81, starfaði á Endurskoðunar- og bókhaldsskrifstofu Guðmundar E. Kjartanssonar 1981-91, var alþm. Vestfirðinga 1991-95 og sat þá m.a. í fjárlaganefnd, samgöngunefnd og vestnorræna þingmannaráðinu. Hún hefur verið búsett í Reykhólahreppi frá 1996, var oddviti þar 1998-2000 og sveitarstjóri 1999-2002. Jóna Valgerður stjórnaði Mennta- smiðju kvenna á Laugum í Sælings- dal 2002-2003 og á Varmalandi 2004- 2005, sinnti verkefnum hjá Fjórð- ungssambandi Vestfirðinga 2003-2004 og hefur verið skógarbóndi í Mýrartungu 2 frá 2001. Jóna Valgerður var formaður Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal 1974-82 og 1986-88, var formaður Sambands vestfirskra kvenna 1983- 89, sat í stjórn Kvenfélagasambands Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrv. alþm. og sveitarstj. – 80 ára Börnin á barnsaldri Hér eru börn Jónu Valgerðar og Guðmundar að undanskildum þeim yngsta, Jóhannesi Bjarna. Úr barnauppeldi í pólitík Hjónin Jóna Valgerður með eiginmanni sínum Guðmundi sem lést árið 2000. Kópavogur Hanna Ingibjörg Garðars- dóttir fæddist 19. mars 2014 kl. 6.29. Hún vó 3.595 g og var 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Thelma Smáradótt- ir og Garðar Sig- urðsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.