Morgunblaðið - 26.09.2015, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 26.09.2015, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2015 Barnakvikmyndahátíð RIFF hefst í dag í Norræna hús- inu og stendur hún til mánudags. Í dag kl. 11 og 13 verður boðið upp á stuttmyndadagskrá fyrir börn, fyrst fyrir 10 ára og eldri og svo 4 ára og eldri. Kl. 14.30 verður hátíðin sett með sýningu á veggspjöldum sem send voru í keppnina Lundi litli fer í bíó og kl. 15 verður opnunarmynd hátíðarinnar, Gullni hesturinn, sýnd og leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir mun leiða börn og fullorðna í gegnum dagskrána. Á morgun verða sýndar stuttmyndir fyrir 6 ára og eldri kl. 11 og kl. 13 fyrir 4 ára og eldri og mun leik- kona einnig leiða börn í gegnum dagskrána. Kl. 15 verða svo sýndar stuttmyndir fyrir 14 ára og eldri og íslensk óvissumynd og sérstakir leynigestir mæta á svæðið. Á mánudaginn fer fram lokahóf Barnakvikmyndahá- tíðar RIFF kl. 16.30 og segir í bæklingi hátíðarinnar að þeir sem mæti á rauða dregilinn skuli vara sig á pappa- rössum sem muni reyna að ná myndum af þeim. Leik- konan Thelma Marín mun taka á móti gestum, tilkynnt verður um sigurvegara í keppninni Lundi litli fer í bíó og eistneska kvikmyndin Leynifélag Súpubæjarins verður sýnd með enskum texta. Frekari upplýsingar um dagskrá RIFF má finna á riff.is. Opnunarmyndin Stilla úr teiknimyndinni Gullni hesturinn sem er opnunarmynd Barnakvikmyndahátíðar RIFF. Barnakvikmyndahátíð RIFF sett í Norræna húsinu í dag RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Efterskalv er fyrsta kvik-mynd sænska leikstjóransMagnus von Horn ogskrifaði hann jafnframt handrit hennar og byggði á raunveru- legu sakamáli. Í myndinni er rakin saga unglingspilts, Johns, sem snýr aftur heim eftir að hafa lokið tveggja ára refsivist fyrir ónefndan glæp. John býr hjá föður sínum sem er bóndi og yngri bróður og ljóst er frá byrjun að glæpurinn sem hann framdi olli djúpum sárum sem hafa ekki náð að gróa á meðan hann tók út sína refsingu. Það sama á við um hið litla samfélag sem John og fjölskylda tilheyra og verður hann m.a. fyrir árás ónefndrar konu í matvöruversl- un, greinilegt að hann hefur valdið henni óbætanlegum skaða. John snýr aftur í skólann sinn og verður þar fyr- ir ofsóknum samnemenda sinna, einkum nokkurra ungra pilta sem eru ekki sáttir við að honum hafi verið leyft að hefja aftur skólagöngu. Undir lok myndar kemur loks í ljós hver glæpurinn var og kemur þá ekki svo mjög á óvart, áhorfendur væntanlega búnir að leysa gátuna. Spurningin sem þá kviknar er hvort John takist að laga sig aftur að samfélaginu, hljóta fyrirgefningu synda sinna eða hvort hætta stafi af honum. Efterskalv er kuldaleg mynd, sam- töl stutt og lítið gefið upp og mynda- takan undirstrikar hina miklu ein- angrun aðalpersónunnar. Má þar m.a. nefna nokkur atriði þar sem John er myndaður aftan frá og faðir hans fylgist með honum úr fjarlægð, augljóslega kvalinn á sálinni yfir gjörðum sonar síns. Þótt leikarar standi sig prýðilega og þá sérstaklega poppstjarnan Ulrik Munther sem leikur John og Mats Blomgren sem leikur föður hans, þá vantar meira kjöt á beinin. Myndin er afar hæg , stundum langdregin og erfitt að hafa samúð með John þar sem maður veit ekki framan af hvað hann hefur gert af sér. Það hefur þó væntanlega verið tilgangur leikstjórans. Þá er einnig erfitt að átta sig á því hvaða tilgangi ein persónan gegnir, afi Johns sem gengur ekki heill til skógar og virðist einungis vera í myndinni til að sýna áhorfandanum hversu erfitt lífið er hjá bóndanum sem þarf bæði að hugsa um elliæran föður sinn og son sem hefur verið útskúfað úr sam- félaginu. En góður leikur og áhrifa- mikil myndataka í bland við nokkur rismikil, dramatísk atriði lyfta mynd- inni upp yfir meðallag. Refsing John mætir miklu mótlæti eftir að hafa tekið út sína refsingu fyrir alvarlegan glæp. RIFF Efterskalv/Framhaldslíf bbbnn Leikstjóri: Magnus von Horn. Aðal- hlutverk: Ulrik Munther, Mats Blom- gren, Alexander Nordgren og Ellen Mattsson. Frakkland, Pólland, Svíþjóð, 2015. 102 mín. Flokkur: Vitranir. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Refsing á refsingu ofan Háskólabíó, 1. okt. kl. 20.15. Spurt og svarað-sýning. Bíó Paradís 2. okt. kl. 19.45. Spurt og svarað-sýning. Susanne Bier er einn þekkt-asti leikstjóri Dana. Hún áfjölda mynda að baki ogfékk Óskarsverðlaunin fyrir mynd sína Hefndin (Hævnen) árið 2011. Í myndinni Annað tækifæri segir frá tveimur lögregluþjónum, Andreasi og Simoni. Andreas er hamingjusamur fjölskyldufaðir og elskar nokkurra mánaða gamlan son sinn. Simon situr hins vegar að sumbli á næturklúbbum á síð- kvöldum og virðist við það að missa stjórn á lífi sínu. Félagarnir eru einn daginn kall- aðir til vegna heimilisofbeldis og að- koman er ekki geðsleg. Við þeim blasir eiturlyfjagreni þar sem býr par með lítinn dreng á aldur við son Andreasar. Vanrækt barnið sést liggja í eigin skít og hlandi. Andreas þekkir karlinn í íbúðinni, Tristan, og ofbýður ástandið. Honum finnst glæpsamlegt að svona fólk fái að ala upp barn og er ekkert að fela tilfinn- ingar sínar. Helst vill hann láta taka barnið af þeim og skilur ekki í kerfi, sem tryggir rétt slíks ógæfufólks. Heimili Andreasar og eiturlyfja- grenið eru algerar andstæður, sem Bier dregur upp skörpum dráttum. Annað heimilið er eins og glans- mynd, hitt óhreint og ömurlegt. Það eina sem amar að er að sonur Andr- easar grætur á nóttunni, en það þekkja allir foreldrar. Nokkru eftir að félagarnir eru kallaðir í eiturlyfjagrenið dynur ógæfan yfir og heimur Andreasar splundrast. Án þess að segja of mikið þá grípur hann til örþrifaráðs til að bjarga fjölskyldu sinni og kemur eit- urlyfjagrenið þar við sögu. Mikið einvalalið leikara kemur fram í myndinni. Nikolaj Coster- Waldau, sem margir þekkja sem Ja- mie Lannister í þáttunum Krúnu- leikarnir, fer á kostum í hlutverki Andreasar. Maria Bonnevie, sem varð þekkt – í það minnsta á Íslandi – fyrir leik sinn í mynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hvíti víkingurinn, er mjög eftirminnileg í hlutverki Anne, eiginkonu Andreasar. Þá er nauðsyn- legt að hrósa Nikolaj Lie Kaas, sem oft hefur leikið geðþekkari persónur, fyrir túlkun sína á smáglæpamann- inum Tristan. Lykke May Andersen, sem er fyrrverandi fyrirsæta, er frá- bær í hlutverki Sanne, kúgaðrar barnsmóður Tristans. Bier mun hafa talið hana á að leika í myndinni og á hún ugglaust eftir að stíga fleiri spor á leikarabrautinni. Ulrich Thomsen er einnig fínn í hlutverki drykkfelldu löggunnar, þótt hann falli nokkuð í skuggann af meðleikurum sínum. Í fyrstu er eins og myndin muni að einhverju leyti hverfast um vandamál hans, en þeg- ar á líður snúast hins vegar hlut- verkin við og hann verður haldreipi félaga síns. Annað tækifæri er sálfræðitryllir og á köflum verður óþægilegt að horfa á hana. Örþrifaráð Andreasar reynist vitaskuld glapræði, en það getur verið erfitt að vinda ofan af at- burðarás þegar hún er hafin. Mótleikur Tristans er síðan öfl- ugur, þótt hann geri sér engan veg- inn grein fyrir því að hann er leik- soppur í ráðabruggi lögreglu- mannsins. Bier vekur margar spurningar um hlutskipti mannsins, um gæfu og gjörvileika, fátækt og velmegun, hið maklega og ómaklega. Áhorfandinn fær samúð með Andreasi og Anne, en fyllist ógeði á Tristan og Sanne. Samfélagið er tilbúið að trúa öllu upp á þau síðarnefndu. Fyrirmyndarfjöl- skyldunni er teflt fram gegn dreggj- um samfélagsins. Að vissu leyti er myndin tilraun til að fá áhorfandann til að afhjúpa eigin fordóma, þótt ekki sé víst að margir gangi út af henni staðráðnir í að næst muni þeir ekki dæma eftir útlitinu. Annað tækifæri er um margt for- vitnileg mynd, en söguþráðurinn er á köflum þannig að ýta þarf skynsem- inni til hliðar til að taka mark á henni. Þar er spurningin hvernig venjulegur lögregluþjónn hafi efni á einbýlishúsi við sjóinn minnsta vandamálið. Fantaleikur, ísmeygi- legur óhugnaður og óvæntar fléttur lyfta myndinni hins vegar upp. Óhugnaður, örþrifaráð og glapræði Óvæntar vendingar Nikolaj Lie Kaas er sérlega fráhrindandi í hlutverki fíkilsins og smáglæpamannsins Tristans í nýjustu mynd Susanne Bier. RIFF Annað tækifæri/En chance til bbbmn Leikstjóri: Susanne Bier. Leikarar: Niko- laj Coster-Waldau, Ulrich Thomsen, Maria Bonnevie, Nikolaj Lie Kaas og Lykke May Andersen. Danmörk, 2014. Danska, 102 mín. Flokkur: Sjónarrönd. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Háskólabíó: 26. sept. kl. 16.00, 3. okt. kl. 16.00, 4. okt. kl. 22.00. EVEREST 3D 2,5,8,10:30 SICARIO 8,10:30 (P) HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 2,4 HÓTEL TRANSYLV. 2D ENS 6 (ótextuð) HÓTEL TRANSYLV. 3D ÍSL 2 MAZE RUNNER 8 NO ESCAPE 10:40 ABSOLUTELY ANYTHING 6 SKÓSVEINARNIR 2D ÍSL 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 POWERSÝNING KL. 10:35 FRÁBÆRA, ÓVIÐJAFNANLEGA söngkonan og skemmtikrafturinn L E O N C I E vill skemmta um allt land, í alls kyns mannfögnuðum og skemmtunum með alla sína helstu bestu smelli og jólalög á ensku. (Aðeins á opinberum stöðum, eins og félagsheimilum, hótelum, klúbbum o.sv.). Sími 854 6797 leonciemusic@gmail.com www.youtube.com/icyspicyleoncie Facebook/leoncie.india

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.