Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 4

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 4
4 Það eru viðburðaríkir dagar innan BHM þessa dagana og eru kjaramálin þar efst á blaði. Það hefur verið gott að sjá og upplifa að við erum öll tilbúin að sýna samstöðu okkar í verki. Það voru ríflega þrjú þúsund félagar BHM sem fóru í fjögurra klukkustunda allsherjarverkfall þann 9.apríl síðastliðinn en hátt í sex hundruð manns eru þegar í ótímabundnu verkfalli. Við förum fram á að menntun verði metin til launa og að við missum ekki þekkinguna úr landi. En það er mikilvægt að samningar við ríkið náist sem fyrst og við þurfum að hvetja stjórnvöld til að verða við þeim sanngjörnu kröfum sem BHM setur fram. Það er einlæg ósk stjórnar að félagsmenn nýti mátt samfélagsmiðlana, nú þegar kjarabarátta BHM - og þar með talið IÞÍ - við ríkið stendur sem hæst og að þið deilið fréttum af viðræðum. Einnig værum við þakklát ef þið létuð fréttir og greinar berast á fésbókarsíður ykkar í gegn um fésbókarsíðu félagsins, en þannig fær málstaður og starf félagsins enn frekari kynningu. Það er nú í þriðja sinn sem BHM gengst fyrir rafrænni kjarakönnun sem ætlað er að gefa yfirgripsmikla mynd af kjaramálum félagsmanna. Í aðdraganda kjaraviðræðna hafa notagildi kjarakannana síðustu tveggja ára sannað sig svo um munar, enda hefur góð þátttaka í þeim vakið verðskuldaða athygli. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að taka þátt í þessari árlegu könnun og leggja þannig sitt af mörkum til að markmið hennar nái fram að ganga. Á aðalfundi sem lauk síðastliðna viku var Þórunn Sveinbjarnardóttir kosinn nýr formaður BHM. Við óskum henni til hamingju og velfarnaðar í starfi. Stjórn Iðjuþjálfafélagsins hef- ur ákveðið að halda svokallað fram- tíðarþing í haust en þar viljum við bjóða Kæru félagsmenn Pistill formanns Ósk Sigurðardóttir ykkur öll velkomin til að ræða framtíð félagsins, m.a. framtíð Iðjuþjálfa blaðsins, stefnur og strauma. Við viljum heyra hvað þið eruð að gera og hvað þið viljið að við séum að gera. Framtíðarþingið verður jafnframt undirbúningur fyrir afmælisráðstefnuna okkar en í mars á næsta ári verður félagið 40 ára. Stefnan er að þetta verði fagleg og skemmtileg ráðstefna með áhugaverðum fyrirlesurum og kynningum af ýmsu tagi. Svo að þetta geti orðið að veruleika þurfum við á ykkar aðstoða að halda og óskum við því eftir áhugasömum til að skipuleggja þessa viðburði, framtíðarþingið annars vegar og afmælisráðstefnuna hins vegar. Það eru viðburðaríkir og spennandi tímar framundan og ég hlakka til að takast á við fjölbreytileg verkefni fyrir hönd félagsins í samvinnu við glæsilegan hóp fólks í stjórn og nefndum félagsins. Ósk Sigurðardóttir

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.