Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 8
8
Hvað með kynjahlutfallið hjá
iðjuþjálfum?
Já það eru mjög margar konur í
stéttinni hér en gaman að segja frá því
að í Japan voru meiri hlutinn karlar á
síðustu tveimur námskeiðum. Á síðasta
námskeiði voru 30 nemendur en bara
fjórar konur. Svo þetta er einhver þróun
þar og vonandi breytist kynjahlutfall
hér, því við erum að þjónusta karla
líka og þá er eðlilegt að það séu fleiri
karliðjuþjálfar.
Að lokum, er eitthvað sem þig
langar að koma á framfæri?
Ég er búin að kynnast iðjuþjálfum víða
og sjá hvernig þeir eru að starfa og margt
gott sem er að gerast. Við megum ekki
gleyma að það sem er rosalega sterkt hér
á landi er að það er hægt að koma með
nýjungar s.s. í tækni, hugmyndafræði
eða einhver matstæki og ná til svo
stórs hluta af okkar stétt. Þegar það
kemur eitthvað nýtt eða eitthvað stórt
námskeið t.d. AMPS, ESI , OTIPM
eða einhver önnur þekking, þá er eins
og það dreifist svo fljótt og allir eru
búnir að heyra um það. Það finnst mér
rosalega gott. Því þegar maður starfar
úti, eins og í Ástralíu, þá getur verið
erfitt að fylgjast með og ekki eins mörg
tækifæri eins og hér. Það þarf að hafa
mun meira fyrir símenntun og að fara á
námskeið, t.d. í Japan þurfa iðjuþjálfar
að taka sumarfrí til að fara á námskeið,
þú færð ekkert að fara á vinnutíma.
Svona er það líka á Ítalíu, það er mjög
misjafnt, sumir voru að fá borgað en
aðrir ekki. Þetta er mjög gott hjá okkar
stétt hér, það er eins og fólk fylgist með
Þegar litið er til baka til háskólaáranna minnumst við þeirra með hlýjum
hug. Við vorum 3. árgangurinn sem hóf
nám við iðjuþjálfunarbraut Háskólans
á Akureyri. Um ólíkan hóp var að
ræða, sumar einungis rétt skriðnar úr
framhaldsskóla en aðrar hoknar af
reynslu af vinnumarkaðnum, húsmæður
og margra barna mæður. Við vorum
konur á öllum aldri, alls staðar að af
landinu.
Á námsárum okkar var starfsemi
háskólans á nokkrum stöðum í bænum.
Fyrsta árið einkenndist af þeytingi milli
Þingvallastrætis, Sólborgar og Oddfellow
hússins. Á öðru ári fluttist kennslan
svo að mestu upp á Sólborg í byggingu
sem vart var tilbúin undir háskólastarf.
Við lærðum að lifa með hávaða af
vinnuvélum og notkun eyrnatappa við
lærdóm og prófalestur var nauðsyn.
Skólinn var lítill og heimilislegur, heildar-
fjöldi nemenda svipaður og kemst fyrir
í einni kennslustofu HÍ í dag. Vegna
smæðarinnar var nándin milli nemenda
og kennara mikil og starfsfólk var
sannarlega til staðar og alltaf komum við
að opnum dyrum. Óþreytandi kennarar
sem störfuðu af hugsjón og elju þrátt
fyrir, oft á tíðum augljóst skilningsleysi
okkar á því hvað iðjuþjálfun eiginlega
væri. Endalaus verkefnavinna einkenndi
árin fjögur og orðið samvinna varð í huga
okkar órjúfanlegur hluti af náminu. En
okkur tókst þó ágætlega að hafa jafnvægi
í daglegri iðju með því að hittast utan
veggja HA og gera okkur glaðan dag. Á
námsárum okkar myndaðist ómetanlegur
vinskapur sem og mikilvæg innbyrðis
tengsl sem nýtist okkur enn í daglegu
starfi. Gaman er að velta fyrir sér þeirri
byltingu sem orðið hefur í tæknimálum
frá lokum skólagöngu okkar, t.d. með
tilkomu fjarkennslu. Ljóst er að miklar
breytingar hafa átt sér stað frá því við
sátum á skólabekk. Fæstar vorum við
með tölvu og ljósrita þurfti námsefnið
fyrir hvern tíma.
Við útskrift helltist yfir okkur raunveru
leikinn, út á vinnumarkaðinn skyldum við
fara. Við komumst þó fljótt að því að við
værum búnar að fá nóg veganesti til að
standa okkur prýðisvel sem iðjuþjálfar og
næsta skref væri að fá tækifæri til að sanna
okkur í starfi og finna okkur vettvang.
Háskólinn var búinn að skila sínu.
Hér að neðan verður talið upp hvað
helst við höfum tekið okkur fyrir hendur
frá útskrift, hvar við höfum unnið og
bætt við okkur í námi.
Fyrst ber að nefna Þórdísi Guðna
dóttur, en hún er búsett á höfuð-
borgarsvæðinu. Þórdís starfaði fyrst hjá
Hjálpar tækjamiðstöð sjúkratrygginga
Íslands en hún hefur einnig starfað
hjá Icepharma og í Drafnarhúsi, sem
er dagþjálfun fyrir einstaklinga með
heilabilun. Hún hóf störf nýlega hjá
Sunnuhlíð, öldrunarheimili í Kópavogi.
Þórdís mun ljúka diplóma námi í
lýðheilsuvísindum í febrúar og er núna í
meistaranámi í öldrunarfræðum.
Kristín Björg Viggósdóttir vann
eftir útskrift í Klúbbnum Geysi. Þá flutti
hún til Bretlands og vann á geðsviði.
Frá Bretlandi flutti hún til Hollands og
lauk meistaranámi í Dance Movement
Therapy frá Codarts University, Rotter-
dam. Að því námi loknu vann Kristín
hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjálfun
fyrir börn með þroskaraskanir. Árið 2012
flutti hún til Singapúr og tók réttindi sem
jógakennari og leiðbeinenda réttindi í
sundi fyrir ung börn með fötlun. Í mars
því þetta er ekki ennþá of stór stétt. En
okkur þarf að fjölga hér, því nú fer að
koma að því að sumir iðjuþjálfar eru að
fara á eftirlaun og þá þarf endurnýjun og
félagið stækkar þá þarf að skoða hvað
við getum gert til að tryggja að allir hafi
aðgang að sí- og endurmenntun. Þetta
er eitthvað til að hugsa um. Annars held
ég að stéttin sé að standa sig ágætlega
því við erum dugleg að sækja ráðstefnur
og námskeið, fara erlendis og fá fólk
hingað til að fræða okkur.
Látum þetta vera lokaorð Valerie og
þökkum henni kærlega fyrir að gefa
okkur innsýn inn í sitt líf sem iðjuþjálfi
og sínar vangaveltur um iðjuþjálfun á
Íslandi.
Erla Alfreðsdóttir.
Útskriftarárgangur
iðjuþjálfa frá HA 2003