Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 17

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 17
17 frekar illa. En í dag svara flestir því að þeir þekki hugmyndafræðina frekar vel. 2. Hversu mikilvægt telur þú að unnið sé eftir hugmyndafræði valdeflingar? Í upphafi voru 12 ekki vissir á því hvort mikilvægt væri að vinna eftir þessari hugmyndafræði. En í dag telja allir það mikilvægt eða frekar mikilvægt að vinna eftir hugmyndafræði valdeflingar. 3. Hversu vel telur þú að hug- myndafræði valdeflingar henti í vinnu með skjólstæðingum sem eiga í geðrænum vanda? Í september voru flestir á því að vinna eftir valdeflingu hentaði mjög vel en í dag eru allir sammála því. 4. Hvernig gengur þér að nota hugmyndafræði valdeflingar í starfi og/eða lífi þínu? Í upphafi voru alls níu óvissir um að þeir gætu notað hugmyndafræðina en núna er aðeins einn óviss. 5. Hversu líklegt er að þú munir tileinka þér hugmyndafræði vald- eflingar í starfi og/eða lífi þínu? Hér svara flestir því til að þeir muni tileinka sér hugmyndafræðina og á það bæði við um fyrri fyrirlögn og seinni. 6. Hvað þarf til að þú náir enn betur að tileinka þér hugmyndafræði vald eflingar svo hún nýtist þér í starfi og/eða lífi þínu? Eftir fyrri fyrirlögn þá nýttum við okkur þau svör sem við fengum til að vinna að fræðsluefni fyrir bæði íbúa og starfsfólk. Ávinning verkefnisins teljum við fyrst og fremst vera þann að einstaklingur, sem hefur tileinkað sér hugmyndafræði valdeflingar, öðlast meira „vald“ til að taka ákvarðanir og stýra sínu eigin lífi, sjálfstæði hans eykst og hann upplifir aukna þátttöku í samfélaginu til áhrifa og breytinga. Hann á auðveldara með að þekkja rétt sinn og koma reynslu sinni á framfæri og um leið stuðla að betri sam félagsgeðheilbrigðisþjónustu, auknum mannréttindum og minni fordómum gagnvart geðsjúkdómum í samfélaginu. Næstu skref - innleiðing Búsetudeild Akureyrarbæjar sam- þykkti nýverið 10 ára áætlun. Þar var ákveðið að hugmyndafræði vald- eflingar væri önnur af tveimur meginhugmyndafræðum sem deildin ætlaði sér að vinna eftir í framtíðinni. Innleiðingarferlið hófst á þessu ári þegar allir starfsmenn búsetudeildar sóttu fjögurra klukkustunda námskeið í hugmyndafræðinni. Næstu skref í innleiðingarferlinu er að þjálfa upp fleiri leiðbeinendur sem geta tekið að sér forystuhlutverk við innleiðingu valdeflingar. Áætlað er að leita upp áhugasama fagaðila hjá búsetudeild sem eru tilbúnir að taka að sér þetta verkefni og stuðla þannig að frekari útbreiðslu vald eflingarinnar inn í þjónustu deild­ arinnar. Einnig er á stefnuskrá að halda ráðstefnu á landsvísu þar sem farið verður yfir niðurstöður þess verkefnis sem lagt var af stað með í upphafi, þ.e. að efla og styrkja valdeflingu og notendasamráð í þjónustu við fatlað fólk. Þar munu full- trúar frá búsetudeild Akureyrarbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar kynna niðurstöður sinnar vinnu og bera saman hvað gekk vel og hvað betur mætti fara. Fleiri hugmyndir eru einnig í deiglunni eins og að fara á ráðstefnu einhvers staðar erlendis og að útbúa stutt myndband sem byggi á reynslu notenda og aðstandenda sem unnið hafa eftir hugmyndafræði valdeflingar. Hugmyndafræðin – þjónandi leiðsögn (Gentle teaching) Þjónandi leiðsögn er hugmynda- og aðferðafræði sem byggir á ein- staklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Alúð, vinátta, um hyggja, tengsl og hvatning eru grundvallaratriði í samskiptum en skilyrt umbun og refsingar eru ekki viðurkenndar sem aðferð. Skipulag og lausnir byggðar á mannlegum gildum og kærleika eru notaðar til að aðstoða einstaklinginn til þess að fá dýpri skilning á daglegum viðfangsefnum og athöfnum, hann hvattur til að setja sér markmið og veitt aðstoð við að ná þeim. Hugmyndafræðin byggir á fjórum grunnstoðum hvað varðar samskipti en þær eru: Traust/tengsl, veita kærleika og taka á móti kærleika, ásamt þátttöku í eigin lífi. Hún á því góðan samhljóm við hugmyndafræði valdeflingar sem fjallað var um hér að framan. Forsagan Árið 1992 kom til Akureyrar Bandaríkjamaðurinn Daniel C. Hobbs en hann er einn af upphafsmönnum hugmyndafræðinnar. Daniel vann í nokkur skipti með starfsmönnum og lagði grunn að áframhaldandi starfi með íbúum sem áttu við margvíslegar og flóknar fatlanir að stríða. Árangur þeirrar vinnu varð fljótt mikill og hefur æ síðan verið sá þáttur sem hefur skipt hvað mestu máli í starfinu á Akureyri með einstaklinga sem eiga við flóknar atferlisraskanir að stríða. Þau gildi, aðferðir og nálgun sem hugmyndafræðin kennir hefur fyrir löngu sannað gildi sitt í vinnu okkar. Á umliðnum árum hefur skilningur á mikilvægi samskipta og mannlegra tengsla verið fyrirferðarmikill þáttur í öllu starfi með fólki og talinn vera grundvöllur árangurs. H u g my n d a f r æ ð i n er upprunnin í Oma- ha, Nebraska, í Banda- ríkjunum. John McGee er upp- hafsmaður hennar. John eyddi ungur maður mörgum árum í Brasilíu við að aðstoða götubörn. Börnin bjuggu við ömurlegar aðstæður en umhyggja þeirra og hlýja í hans garð og annarra vakti hann til umhugsunar um hvað samskipti samlanda hans í garð annarra væru oft fábrotin. Hann átti geðfatlaðan bróður og upplifði þjónustu og framkomu við hann með þeim hætti að nauðsynlegt væri að gera breytingar. Hann einsetti sér að finna leiðir til að auka gæði þjónustu við fatlað fólk þar sem þjónustan skyldi byggð á kærleika og virðingu. Fljótlega bættust fleiri í hópinn, s.s. Daniel C. Hobbs, sem áttu það sameiginlegt að geta ekki sætt sig við þau vinnubrögð sem á þeim tíma voru viðhöfð í þjónustu við fatlað fólk. Þetta voru vinnubrögð sem innihéldu oft og tíðum niðurlægjandi framkomu og jafnvel andlegar og líkamlegar refsingar. Grunngildin Grunngildi hugmyndafræðinnar: öryggi, veita kærleika, taka á móti kærleika og þátttaka lita öll þau samskipti sem við eigum á degi hverjum. Hugmyndafræðin kennir okkur að þau séu forsenda þess að leiðsegja fólki og styðja til þátttöku í samfélaginu. Rauði þráður í allri vinnu með fólki er að kenna því að mynda tengsl við aðra þannig að það geti átt uppbyggileg félagsleg samskipti. Það má nefna sem dæmi að áhersla er lögð á að finna leiðir til að kenna þeim sem búa við ótta og/eða mikið óöryggi og kunna ekki að veita né taka á móti kærleika. Fyrsti hlutinn er að kenna: ,,Þú ert „Með mér ertu öruggur og elskaður... ekki vera hræddur... ég mun ekki skaða þig… .

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.