Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 21

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 21
21 ótímabundna að stoð annarrar þjónustu eins og heimahjúkrunar. Mat á tveggja ára tímabili sýndi, að af þeim sem nýttu sér þjónustu endurhæfingarverkefnisins þurftu 45% enga hjálp, 40% þurftu minni hjálp en þeir hefðu annars þurft og 15% fengu sömu hjálp og þeir höfðu fengið áður (Kjellberg ofl.,2013). Fredericia hefur þróað hugmyndir sínar um endurhæfingarmódel og frá 2010 hafa þeir unnið að því að innleiða þær í alla þjónustu við eldri borgara. Nýja verkefni sveitarfélagsins er byggt á „Sem lengst við stjórnvölinn í eigin lífi“, og kallast „Hversdagsrehabelitering“ eða „Endurhæfing við athafnir dag­ legs lífs“. Það virkar þannig að allir núverandi notendur þjónustu sveitar félagsins eru endurmetnir af starfsmanni Endurhæfingarteymisins. Hverjum notanda bjóðast 32 tímar á viku frá einhverjum fagaðila teymisins. Gerður er nokkurs konar samningur með markmiðum skjólstæðingsins, verkefnum hans og tímasetningu endur mats. Sjúkraliðar og félagsliðar sjá um þjálfunina undir leiðsögn og með aðstoð Endurhæfingarteymis, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðings, sjúkraþjálfa og verkefnastjóra. Í Fredericia hefur þetta fyrirkomulag þegar sannað gildi sitt félagslega og fjárhagslega á einungis nokkrum árum (Kjellberg ofl.,2013). Velferðarráð Reykjavíkur ákvað að skoða þessa hugmyndafræði og mánudaginn 5. janúar 2015 hófst tilraunaverkefnið „Endur hæfingar teym­ ið“ hjá Heima þjónustu Reykjavíkur. Undirbúningur hafði staðið síðan haustið 2014 þegar fjármögnun fékkst til verkefnisins frá Velferðarráðuneytinu, Reykjavíkurborg og Sjúkratryggingum Íslands .Mikil vinna hefur farið í þjálfun, upplýsingaöflun og skipulagningu. Tveir starfsmenn teymisins, Sigurlína Andrésdóttir verkefnastjóri og Ásbjörg Magnúsdóttir iðjuþjálfi, fóru í heimsókn til Fredericia og fengu nánari kynningu á hugmyndafræðinni og starfseminni hjá þeim. Niðurstaðan var að byrja svipað og gert var í Fredericia árið 2008 og samanstendur Endurhæfingarteymið af verkefnastjóra, iðjuþjálfa, hjúkrunar- fræðingi, sjúkraþjálfara, tveimur félags liðum og tveimur sjúkraliðum. Þann 5. janúar byrjaði einnig Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfanemi, sem tók virkan þátt í teyminu í rúmar 7 vikur. Allar beiðnir, sem berast Heimaþjónustu Reykjavíkur, eru skoð- aðar með tilliti til þess hvort þær henti Endurhæfingarteyminu eða ekki. Til að byrja með eru aðeins teknir til greina þeir, sem búa í efri byggð Reykjavíkur (Breiðholt, Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti) og eru að fá þjónustu í fyrsta skipti, að undanskildum þrifum. Iðjuþjálfi fer í fyrstu heimsókn, tekur viðtal við skjólstæðinginn og í sumum tilfellum aðstandendur og metur aðstæður á heimilinu og í félagslegu umhverfi skjólstæðingsins. Ef við- komandi er líklegur til að geta nýtt sér þjónustu Endurhæfingarteym is- ins leggur iðju þjálfinn CO PM (Cana dian Occ- u pational Per for m- ance Measure) fyrir og sett eru mar kmið til að vinna að á næstu vikum. Endurhæfingar teymið setur síðan upp íhlutunar- áætlun, ákv eð ur hvaða þjón usta hæfi til að ná settum markmiðum skjól stæð ingsins og endur metur iðju þjálfi nn svo árangurinn aftur að sex til átta vikum liðnum með því að leggja COPM fyrir að nýju. Í Danmörku er byrj að að koma á tölvu samskiptum milli skjólstæðinga og heima þjónustunnar. Skjól stæðingurinn getur séð hvaða markmið eru sett upp, hvernig á að reyna að ná þeim og jafnvel séð hvaða starfsmaður er að koma til hans. Því miður erum við ekki komin svo langt í tölvuvæðingunni en við látum viðkomandi fá sín markmið og leiðir skriflega og allar upplýsingar eru settar í sérstaka möppu sem skjólstæðingurinn geymir sjálfur. Frá 5. janúar hafa 19 einstaklingar sett sér markmið og notið þjónustu Endurhæfingarteymisins. Fleiri hafa fengið heimsókn frá iðjuþjálfa en teljast ekki þátttakendur í verkefninu þar sem aðstæður hentuðu ekki skilyrðum tilraunaverkefnisins. Þessar ástæður voru fjölbreyttar, til að mynda endurinnlögn á sjúkrahús, væntanleg brottför af landinu og einungis áhugi á að fá aðstoð við þrif en ekki endurhæfingu. Endurhæfingarteymið hefur endur­ metið nokkra skjólstæðinga sína eftir að það tók til starfa og hefur árangurinn verið sérlega góður. Markmiðin hafa verið eins fjölbreytt og skjólstæðingarnir eru margir en öll endurspegla þau mikilvæga þætti í lífi þeirra. Í lok febrúar hafa tveir skjólstæðingar útskrifast að fullu úr teyminu en báðir náðu öllum sínum markmiðum. Þá voru þessir einstaklingar farnir að setja sín eigin markmið og bæta sig án aðstoðar Endurhæfingarteymisins, jafnvel fyrir útskrift. Annar skjólstæðingurinn finnst hann hafa jafnað sig svo vel með því að stefna að markmiðum sínum að hann upplifir það nánast eins og hann hafi aldrei verið veikur. Hinn skjólstæðingurinn telur markmiðin og íhlutun Endur hæfingar­ teym is ins hafa náð að stöðva óheillavænlega niður sveiflu, andlega og líkamlega, sem hafði leitt til endurtekinna spítala- vista undan farin tvö ár. Báðum ber saman um að vinnan að markmiðunum hafi skipt máli en ekki síður heimsóknir Endur- hæfingar teym isins, stuðn­ ingur þess og hvatning við að ná markmiðunum. Endurhæfingarteym ið er tilraunaverk­ efni sem standa á til loka maímánaðar 2015. Von andi verður hægt að þróa kerfi, sem getur virkað á sambærilegan hátt og í Danmörku. Það er fjárhagslega hagkvæmt kerfi þar sem ríki og sveitarfélög sjá hag sínum best borgið með því að sinna endurhæfingu og forvörnum í heimahúsum með virkri þátttöku aldraðra. Ef starfsemi Endurhæfingarteymis gefur jafn góða raun og vonir standa til ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fara að dæmi Fredericia og hefja endurhæfingu daglegs lífs í heimahúsum. Heimildir Kjellberg, P. K., Kjallberg, J., Navne, L. E. og Ibsen, R. (2013). Trænende Hjemmehjælp i Fredericia Kommune: Organisations- og økonomievaluering. Kaupmannahöfn: KORA (Det Nationale Institut for Kommuners og Regioners Analyse og Forskning) Heebøll, K. (2014). Sem lengst við stjórnvölinn í eigin lífi. Verðlaunaverkefnið „Fredericia“. Fyrirlestur á ráðstefnu um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu. Sótt af https://www.youtube-nocookie.com/ embed/sykSwnNpiJM Hagstofan. Spá um mannfjölda 2008– 2050. Hagtíðindi, 2 (2013). Sótt af https://hagstofa.is/lisalib/getfile. aspx?itemid=15409 Ef starfsemi Endurhæfingar­ teymis gefur jafn góða raun og vonir standa til ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fara að dæmi Fredericia og hefja endurhæfingu daglegs lífs í heimahúsum.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.