Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 22

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 22
22 Við hvað hefurðu starfað eftir útskrift frá HA? Eftir útskrift árið 2002 frá Háskólanum á Akureyri fór ég að vinna sem iðjuþjálfi á Barna­ og unglingageðdeild Landspítalans (2002­2009). Ég vann bæði á legu- og göngudeild við að meta, þjálfa, veita viðtöl og ráðgjöf til barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. Ég var einnig í átröskunarteymi göngudeildar, auk þess sem hópavinna var mikilvægur hluti af minni vinnu, samskipta- og félagsfærnihópar, sjálfstyrkingarhópar og hópar fyrir unglinga sem höfðu misst viljann til að lifa. Síðustu tvö árin á BUGL starfaði ég sem yfiriðjuþjálfi, þar sem ég sinnti bæði stjórnunarlegum skyldum ásamt þverfaglegri skjólstæðingsvinnu og hópavinnu. Árið 2007 hóf ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2010 með sérsvið í áhrifum forvarna og heilsueflingar á geðheilsu barna og unglinga. Hvenær fluttirðu út og af hverju? Ég fluttist út árið 2009 bæði vegna þess að þáverandi maðurinn minn fékk spennandi atvinnutilboð sem erfitt var að hafna og vegna þess að ég hef alltaf haft ótrúlega mikla útþrá og löngun til at prófa eitthvað nýtt, svo að þarna gátum við slegið tvær flugur í einu höggi. Við hvað hefurðu starfað úti? Ég hef fengist við eitt og annað. Fyrsta árið var ég í fjarnámi frá Íslandi þar sem ég einbeitti mér að því að klára meistaranámið. Eftir að því lauk tók við tími þar sem ég lagði mig alla fram við að læra dönskuna því hún er jú lykillinn að því að fá atvinnu. Ég vann m.a. við afleysingarstörf á leikskólum í eitt ár. Lengst af, eða frá árinu 2012 hef ég unnið á stað sem kallast Autismecenter Nord- Bo (www.nordbo.dk) . Autismecenter Nord-Bo er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð árið 1998 og er úrræði fyrir unga einstaklinga á aldrinum 15-25 ára, með einhverfurófsraskanir. Nord- Bo býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir þennan hóp, m.a. dagúrræði, búsetuúrræði, verndaðan vinnustað, verknám á atvinnumarkaðnum, ráð- gjafardeild (fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur þeirra, skóla, sveitarfélög og fleiri) og klúbbastarfsemi með ýmsum tómstundaúrræðum. Í dagúrræðinu, þar sem ég vinn, er unn- ið að því að ko ma jafn- vægi á líkamlega, sálræna og fél a g s l e ga líðan not- endanna. Boðið er upp á menntun á grunn- skólastigi auk ráð gjafar og stuðn ings til að finna þá námsmöguleika og námskeið sem í boði eru eftir grunn skólastig. Fyrir þá sem hafa hug á að komast út á vinnumarkaðinn eru í boði ýmsir möguleikar til undirbúnings, m.a. að skoða hvar áhuginn liggur, hversu marga tíma er raunhæft að vinna á viku, hvaða kröfur þarf að standast til að geta fengið ákveðna vinnu, hvers konar stuðningi er þörf á og svo mætti lengi telja. Þetta er gert bæði í gegnum viðtöl, verkleg fög á staðnum og í gegnum verknám á vinnumarkaðnum. Dagúrræðið getur varað allt frá þremur mánuðum upp í nokkur ár. Hver og einn einstaklingur er með einstaklingsmiðaða stundaskrá. Í boði er bókleg kennsla (t.d. danska, stærðfræði, enska, samfélagsfræði, al- menn fræðsla, auk þess sem hægt er að taka bókleg fög í gegnum fjarkennslu frá menntaskóla), verkleg kennsla (m.a. matreiðsla, hreingerningar, mennta- og atvinnunámskeið, verknám, verkstæði og viðhald á húsnæði/bíl), listasmiðja (þar sem er möguleiki á að teikna, mála, sauma, prjóna, þæfa og vinna með leður), líkamleg heilsa (eins og jóga, hreyfing, hópíþróttir, göngutúrar, sund, slökun og náttúrulífsferðir), önnur starfsemi/fög (samtöl við ráðgjafa, hópavinna, athafnir daglegs lífs (ADL), fréttakaffi, spilakaffi, tölvu frítími/frjáls lestur, tónlistarhlustun). Ég vinn sem ráðgjafi fyrir ákveðinn hóp skjólstæðinga og er með einstaklingsviðtöl með hverjum og einum, einu sinni í viku. Rætt er um daglegt líf, það sem liggur þeim á hjarta, ég aðstoða þau við að finna út úr því hvað það er sem þau vilja taka sér fyrir hendur, einstaklingarnir setja sér markmið og unnið er markvisst að þeim. Allt starfsfólkið hefur ákveðið ábyrgðarsvið, mitt er ADL og Verkstæði. ADL er kennt sem 8 vikna námskeið sem undirbúningur fyrir þá sem eru að flytjast að heiman. Áhersla er lögð á að notendur læri m.a. grunnatriði varðandi eigin fjármál og að gera fjárhagsáætlun, um greiðsluþjónustu, skattaskýrslu, tryggingar, leit að húsnæði, ásamt verklegum hluta þar sem notendur læra um hreinlæti og þrif á eigin heimili, læra að þvo þvott, elda mat, kaupa inn o.s.frv. Í raun allt það sem er mikilvægt að kunna þegar flutt er að heiman. Á verkstæðinu er lögð áhersla á að notendur geti æft sig í gegnum Viðtal við Antoníu Maríu Gestsdóttur sem er búsett í Danmörku Launakjör iðjuþjálfa í Danmörku eru góð og um margt betri en á Íslandi þó vissulega sé munur á hvort viðkomandi sé starfsmaður hjá ríkinu, sveitarfélögum eða í einkageiranum þar sem síðast taldi kosturinn er oftast best borgaður.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.