Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Qupperneq 23
23
mismunandi verk og aukið vinnufærni
sína. Metin er m.a. starfshæfni
einstaklinga, t.d. vinnuframlag, mæting,
sjálfstæð vinnubrögð, hvernig þau
virka félagslega í atvinnusamhengi,
styrkleikar, starfsagi og hvernig tekist
er á við væntingar og kröfur. Auk ADL
og Verkstæðis, kenni ég og sé m.a um
ensku, hreyfingu og fréttakaffi.
Finnur þú mun á starfi iðjuþjálfa á
Íslandi og Danmörku?
Bæði já og nei. Nú vinn ég í þverfaglegu
teymi með kennurum, félagsráðgjöfum,
uppeldis- og menntunarfræðingum
og iðjuþjálfum. Allir starfsmenn eru
ráðnir sem „pedagógískir starfsmenn“
sama hvaða menntun þeir hafa, svo
það er öðruvísi en á Íslandi. Mér fannst
þetta svolítið skrítið í byrjun en mér
finnst þetta mjög gott fyrirkomulag
í dag. Við höfum þrátt fyrir þetta öll
okkar sérþekkingu, auk þess að hafa
sérþekkingu á einhverfurófsröskunum
og fylgiröskunum. Í raun er þessi
þverfaglega samvinna lík þeirri sem
fer fram heima á Íslandi. Hver og einn
starfsmaður vinnur á sviði þar sem hans
þekking nýtist sem best. Það má segja
að með þessu fyrirkomulagi sé minni
samkeppni milli fagstétta.
Mín sérþekking sem iðjuþjálfi nýtist
einstaklega vel í vinnu sem þessari
þar sem iðjuþjálfasýnin leggur áherslu
á heildræna nálgun, þ.e. að það sé
jafnvægi á milli eigin umsjár, atvinnu
og tómstundalífs en einnig á vellíðan
og styrkleika einstaklingsins. Þekking
mín á skynúrvinnslu, ADL, og áhrifum
umhverfis á einstaklinginn, einnig á
sérhæfðum matstækjum iðjuþjálfa, hefur
líka haft mikið að segja og hefur komið
sér einstaklega vel í vinnu sem þessari.
Launakjör iðjuþjálfa í Danmörku eru
góð og um margt betri en á Íslandi þó
vissulega sé munur á hvort viðkomandi
sé starfsmaður hjá ríkinu, sveitarfélögum
eða í einkageiranum þar sem síðast taldi
kosturinn er oftast best borgaður.
Nú ert þú í námi. Getur þú sagt
okkur frá því?
Ég er að taka námskeið í KRAP
(kognitiv, ressourcefokuseret og
anerkendende pædagogik) sem sprettur
upp úr uppeldis- og menntunarfræðum.
Í KRAP er lögð áhersla á að fagfólk
vinni út frá viðurkenningu (acceptence),
þ.e. að taka einstaklingnum eins og
hann er og reyna að skilja hans upplifun
af heiminum, auk þess að aðalfókus er
á styrkleika einstaklingsins. Í KRAP er
fókusinn fjarlægður frá því sem er „að“
hjá einstaklingnum og áhersla lögð á
það sem getur stuðlað að eða hvatt til
aukins þroska.
KRAP er með öðrum orðum nokkurs
konar „bútateppi“ sem samanstendur
af mismunandi þáttum. Aðalþættirnir
eru sá hugræni, styrkleikasýnin, viður-
kenningin, innsæið og aðferðirnar
til að stuðla að aukinni færni, ásamt
hugmyndum um að ráða við aðstæður
og finna leiðir til þess. Hver þáttur
inniheldur úrval af „verkfærum“,
aðferðum og innsæi sem notandinn af
KRAP fær í verkfærakassann sinn.
Námið er tekið með vinnu og
stendur yfir í rúmt ár, kennd er bæði
hugmyndafræði og verklegir þættir.
Námið er því mjög hagnýtt. Við fáum
verkfæri/heimaverkefni sem við tökum
með okkur til baka á vinnustaðinn
og nýtum í vinnu okkar með skjól-
stæðingunum. Mér finnst þetta afar
áhugavert og spennandi.
Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir er 75
ára og búsett á Akureyri. Hún fær
vikulega þjónustu frá iðjuþjálfa frá
Akureyrarbæ, auk þess sem hún
hefur kynnst störfum iðjuþjálfa á
endurhæfingarstöðum. Hér segir
Stefanía Rósa okkur stuttlega frá
veikindum sínum og af áhrifum
þeirra á líf sitt en jafnframt af
reynslu sinni af störfum iðjuþjálfa.
Veikindin og áhrif þeirra.
Ég er með Parkinsonveiki sem hefur
töluverð áhrif á hreyfingar mínar.
Veikindin hafa náttúrulega ótrúleg áhrif
á lífið í dag. Það var verst þegar ég hætti
að keyra og hætti að komast út sjálf og
er öðrum háð við það eins og er í mínu
tilfelli. Ég hef svo svakalega gaman af
að hitta fólk og það að komast ekki út
á meðal fólks er það sem mér finnst
verst. Það er líka þegar maður greinist
með svona sjúkdóm þá hætta svo
margir að koma til manns, því þeir eru
hræddir við þetta. Það var nefnilega
þannig að við vorum með svo stórt
hús í Brekkugötunni og það komu svo
margir til okkar hvort sem við vorum
heima eða ekki, en þegar ég greinist
með Parkinson þá hætti fólk að koma
því það vildi ekki ónáða veiku konuna,
það var svolítið sérkennilegt. Það var
það leiðinlegasta af öllu því ég er ekkert
þannig veik og þarf jafnvel meira á því
að halda en áður að hitta annað fólk.
Hvar hefur þú verið í þjónustu
iðjuþjálfa?
Ég hef verið í iðjuþjálfun á Kristnesi,
Reykjalundi og fengið þjónustu
iðjuþjálfa hjá Akureyrarbæ. Ég hefði
bara viljað fá meiri þjónustu iðjuþjálfa.
Eins og þegar maður komst niður í
iðjuþjálfunina á Kristnesi þá var það
mjög gaman og gagnlegt. Það er alveg
yndislegt fólk þarna. Það sem mér
fannst verst var að það voru tölvur niðri
en það voru náttúrulega líka karlmenn
veikir og þeir yfirtóku bara gjörsamlega
tölvurnar.
Á Reykjalundi voru pöntuð hjálpartæki
eins og vinnustóllinn minn sem hefur
Saga skjólstæðings
reynst mér mjög vel. Síðar hefur svo
ráðgjafi iðjuþjálfa hjá Akureyrarbæ
pantað rafmagnsvinnustól. Ég hef
einnig verið að fá iðjuþjálfa heim
undanfarið, til að aðstoða mig við
tölvuvinnu .
Aðgengi að iðjuþjálfun
Ég hef litla skoðun á því. Sumir eru
alltaf kvartandi og óánægðir með
hlutina. Mér finnst svo gott að geta gert
ýmislegt heima líka og því væri gott að
fá þjónustuna heim. Ég hefði einnig
viljað hafa meiri aðgang að iðjuþjálfun
þegar maður fer í hvíldarinnlögn á
öldrunarheimili. Þar vantar mann meira
að hafa fyrir stafni og til að byggja sig
upp.
Heilræði til verðandi iðjuþjálfa
Það er mikilvægt að iðjuþjálfar byrji á
því að benda manni á í upphafi hvað er
hægt að gera, þannig hefur maður meiri
hugmynd um það. Það þyrfti t.d. að
benda fleirum á að fá ráðgjöf iðjuþjálfa
heim.