Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Page 26

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Page 26
26 Útdráttur Inngangur: Tilgangur verkefnisins var að útbúa upplýsingagrunn til að auðvelda yfirsýn yfir helstu þjónustu þætti iðjuþjálfa á Grensási og skapa samtímis grundvöll sem nýta má til að meta gæði mismunandi þjónustuþátta og þjónustunnar í heild. Aðferð: Aflað var upplýsinga um skjólstæðingshópa iðjuþjálfanna, þjón ustu líkön, matsaðferðir og íhlutunar leiðir. Hönnuð var sérstök yfirlitstafla til að samþætta þrep OTIPM þjónustu ferlisins annars vegar, og hins vegar þær matsaðferðir sem notaðar eru við greiningu iðjuþjálfa, mismunandi íhlutunarleiðir, nálganir og aðferðir. Iðjuþjálfar deildarinnar skráðu upp- lýs ingar í töfluna í samræmi við vinnuvenjur. Niðurstaða: Við gerð yfirlitstöflunnar voru þrep OTIPM líkansins tengd þremur meginlotum: matslotu, íhlutun ar lotu og endurmatslotu. Í töflunni er gerður greinarmunur á stöðluðum og óstöðluðum matstækjum sem og munur á mats­ og mælitækjum.Yfirlitstaflan sýnir að allar tegundir matsaðferða og íhlutunarleiða OTIPM eru í notkun. Ályktun: Taflan nýtist sem almennt þjónustuyfirlit iðjuþjálfa á Grensási. Út frá henni má skoða eðli mismunandi þjónustuþátta, t.d. í samanburði við þjónustu annarra iðjuþjálfadeilda og efla frekari framþróun þjónustu. Slíkar upplýsingar stuðla að fagmennsku og framþróun innan deildarinnar. Taflan nýtist einnig iðjuþjálfanemum og auðveldar allar útskýringar á þjónustunni fyrir starfsfólk og almenning. Töfluna mætti útfæra síðar í undirtöflur með upplýsingum um sérstaka þjónustuþætti fyrir mismunandi skjólstæðingshópa, eða laga að þjónustu annarra starfs stöðva. Lykilorð Þjónustuferli, líkön, fagmennska, fram þróun Abstract Introduction: The purpose of this project was to construct an overview of main occupational therapy service components at Grensás rehabilitation center, and by doing so create a found ation that could be used to evaluate quality of different service aspects as well as overall service. Method: Information about client groups, process models, assessment, and intervention methods in use was obtained. An outline was constructed integrating different OTIPM steps, with assessment methods in use and different intervention models, approaches and methods. Therapists filled in the outline based on clinical practice procedures. Results: The OTIPM steps were conn- ect ed with three main phases, i.e. evaluation, intervention and re-evaluation phases. Differentiation was made between standardized vs non standardized assessment methods as well as assessments and measures. The outline reveals that all classified types of assessment and intervention methods are in use. Conclusion: The designed outline provides a general overview of occupational therapy services at Grensás. It contains information on the nature of different service aspects that can subsequently be compared to, for example, occupational therapy services provided elsewhere and ideas regarding need for further service advancement. Such information supports professionalism. The out line is further of use for students, coworkers and the public as it simplifies service explanation. The outline could be developed later into sub-tables with information related to specific service aspects for different client groups or adapted to the service of different occupational therapy departments. Key words: Models, occupational therapy process, professionalism, ad vancement Þjónustuyfirlit sem grundvöllur gæðaþróunar innan iðjuþjálfunar Guðrún Árnadóttir, PhD, MA, BMROT hefur umsjón með þróunar- og rannsóknarvinnu iðjuþjálfa á Landspítala. Hún er einnig klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Sigrún Garðarsdóttir, MSc er yfiriðjuþjálfi Landspítala. Þar sem þjónusta iðjuþjálfa á Landspítala (LSH), Grensási, nær til nokkurra hópa skjólstæðinga eru notað ar mismunandi matsaðferðir og mismunandi íhlutunarleiðir á hin um ýmsu stigum hennar. Til- gang ur verkefnisins var að útbúa upplýsingagrunn til að auðvelda yfirsýn yfir helstu þjónustuþætti iðjuþjálfa og skapa samtímis grundvöll sem nýta má til að meta gæði mismunandi þjónustuþátta og þjónustunnar í heild. Frá 2010 hafa iðjuþjálfar á Grensási haft þjónustulíkanið Occupational Therapy Intervention and Process Model (OTIPM) hannað af Fisher (1998) til hliðsjónar við þjónustu sína. Byrjað verður á að fjalla um mismunandi tegundir líkana í iðjuþjálfun. Í framhaldinu verður fjallað um uppbyggingu þjónustuyfirlits sem byggir m.a. á OTIPM þjónustulíkaninu og gagnlegum próffræðilegum þáttum.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.