Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Page 38
38
Fisher þjónustuferli þar sem sérstaða
iðjuþjálfunar var í brennidepli. Að
hennar mati ætti þjónustuferli iðjuþjálfa
að snúast um markvissa notkun
þýðingarmikillar iðju, þ.e. athafnaflokka
fjögur til sex hér að ofan, bæði hvað
varðar mat og íhlutun. Áhersla í nýja
ferlinu var því á „Top-down“ nálgun,
áhorf, framkvæmdagreiningu og
athafnagreiningu (hugleiðingu um
orsök framkvæmdaskerðingar).
OTIPM þjónustuferlið byggir á þremur
lotum, þ.e. matslotu, íhlutunarlotu
og endurmatslotu. Matslotan byggir
á þróun meðferðarsambands, skjól-
stæðingsmiðuðum framkvæmda-
aðstæðum, framkvæmdagreiningu, at-
ha fna greiningu og markmiðssetningu.
Notkun iðju til íhlutunar í OTIPM
ferlinu byggði upphaflega (1998) á
tveimur íhlutunarleiðum. Nota skyldi
aðlögun iðju til að vinna gegn eða bæta
upp áhrif fötlunar. Einnig var iðja
notuð til að lagfæra líkamsstarfssemi.
Í seinni tíð hefur íhlutunarleiðum
líkansins fjölgað og eru þær nú
orðnar fjórar (Fisher, 2009; Fisher
og Griswold, 2014), þar sem þjálfun í
leikni framkvæmdaþátta og hópfræðsla
hafa bæst við tvær upphaflegu leiðirnar.
Rétt er að benda lesendum sérstaklega á
þau fjögur íhlutunarlíkön og mögulegar
leiðir sem líkanið beinir þjónustunni
eftir. Hægt er að velja fleiri en eina leið
í þjónustu skjólstæðings. Samkvæmt
þessu þjónustuferli, eins og fleirum,
er mikilvægt að endurmeta árangur
íhlutunar.
Hugmyndafræði MOHO
Mary Reilly, prófessor við Suður-
Kaliforníuháskóla er iðjuþjálfum
kunn sem höfundur fræðiramma um
iðjuhegðun (occupational behavior) (sjá
t.d. Reilly, 1962). Meistaranámsnemar
hennar að meðtöldum Gary Kielhofner
þróuðu hugmyndir hennar áfram
og lögðu þar með grunninn að
hugmyndafræði MOHO (sjá t.d.
Kielhofner og Burke, 1980). Áherslan í
MOHO var á iðju, áhugahvöt, vilja, vana,
og framkvæmdaþætti. Náið samstarf
var milli Kielhofners og Fisher eftir að
greinaflokkur meistaranemanna kom út
í bandaríska iðjuþjálfablaðinu, en þau
voru samkennarar í Chicago. Hann lagði
áherslu á iðju, áhugahvöt og venjur, hún
á framkvæmdaþætti og matsaðferðir.
Á heimsráðstefnu iðjuþjálfa sem haldin
var í Stokkhólmi 2002 flutti Kielhofner
erindi þar sem hann greindi m.a. frá
athugasemdum sem hann hafði fengið
varðandi fræðilíkanið um iðju mannsins.
Þær hljóðuðu upp á að hugmyndafræðin
væri huglæg og erfitt væri að tengja
hana klínískri vinnu. Sem svar við
ábendingunum hafði hann unnið að
nýrri útgáfu bókarinnar sem fjallar um
líkanið um iðju mannsins (Kielhofner,
2002). Í þessari nýju útgáfu bókarinnar
reyndi hann að tengja hugmyndafræðina
betur við klíníska vinnu iðjuþjálfa.
Hann greindi einnig frá því hvernig
hann notar þjónustuferli bandaríska
iðju þjálfafélagsins (AO TA, 2002)
sem fyrirmynd að sínu þjónustuferli,
sem hann vísar til sem rökleiðsluferlis
(Forsyth og Kielhofner, 2002; Forsyth,
o.fl., 2014; Kielhofner og Forsyth, 2008).
Í rökleiðsluferlinu felst notkun MOHO
hugtaka í gegnum iðjuþjálfunarferlið
samhliða hugleiðingu iðjuþjálfa um
þarfir skjólstæðings (Forsyth, o.fl., 2014).
Ferlið byggir á sex þrepum sem flokka
má í þrjár lotur, þ.e. mat, íhlutun og
endurmat.
Í rökleiðslu iðjuþjálfanna á mats-
þrepinu felst samkvæmt þjónustu ferli
MOHO í fyrsta lagi ákvörðun spurninga
sem nýta má til að leiða upplýsingaöflun.
Þær spurningar sem iðjuþjálfi þarf að
hugleiða við rökleiðsluna fela m.a. í sér
upplýsingar um áhugahvöt, framkvæmd,
fram kvæmdaþætti, færni við iðju,
iðjusjálf, venjur, þátttöku í athöfnum
og umhverfi. Í örðu lagi þarf að safna
upplýsingum um iðjulíf skjólstæðings.
Síðan þarf að móta lýsingu á
skjólstæðingi og aðstæðum hans sem
byggir á upplýsingum frá honum og
fræðigrunni MOHO. Ákvarða þarf
aðgerðir í samvinnu við skjólstæðing,
setja markmið og móta stefnu. Íhlutun
getur samkvæmt heimildum m.a. falið
í sér aðlögun, hvatningu, líkamlega
aðstoð, ráðgjöf, staðfestingu og þjálfun.
Að lokinni íhlutun er svo endurmetið
(Kielhofner og Forsyth, 2008; Forsyth
o.fl., 2014).
Þar sem þjónustuferli tengt hug-
myndafræði MOHO byggir á þjón-
ustuferli bandaríska iðju þjálfa félagsins
er rétt að rifja það ferli upp hér áður
en lengra er haldið. Þjónustuferli hefur
verið fastur þáttur í leiðbeiningum
bandaríska iðju þjálfafélagsins um vett-
vang og starfsemi gegnum árin (sjá
AOTA 1994, 2002, 2008, 2014). Í þriðju
og nýjustu útgáfu leiðbeininganna
Occupational Therapy Practice Frame work:
Domain and Process (AOTA, 2014) er
aflað upplýsinga um iðju skjólstæðings
á matsþrepinu. Er þá oft gerð
framkvæmdagreining, en hún er ekki
nauðsynleg. Það er heldur ekki kvöð um
áhorf. Fræðilíkan hefur ekki áhrif fyrr
en á íhlutunarstigi. Í íhlutunarþrepinu
felst íhlutunaráætlun sem byggir
gjarnan á fræðilíkani, framkvæmd og
endurskoðun í hlut unar. Eins og í öllum
seinni tíma þjónustuferlum er hér um
að ræða þrjú þrep, þar sem útkoma eða
niðurstaða eru endurmetin á síðasta
þrepinu.
Samanburður þjónustuferla
Þar sem Kielhofner notaði þjónustuferli
AOTA sem fyrirmynd að sínu (Forsyth
og Kielhofner, 2002; Forsyth o.fl. 2014)
er áhugavert að bera þjónustuferli
MOHO saman við þjónustuferli banda-
ríska iðjuþjálfafélagsins (AOTA, 2014).
Þjónustuferli MOHO er fræðistýrt,
þ.e. hugmyndafræði MOHO er notuð
frá byrjun en í þjónustuferli AOTA
kemur hugmyndafræði ekki inn fyrr en
á íhlutunarþrepi frekar en í OTIPM.
Höfundar þjónustuferlis tengdu
MOHO telja rökleiðslu sem fyrsta
skref í því, sem ég nefni matslotu, en
venjulega er talað um að rökleiðsla
sé viðvarandi í bakgrunni hugsunar
iðjuþjálfa gegnum allt ferlið. Hún er
því ekki skráð sem sér þrep í öðrum
þjónustuferlum en MOHO.
Í þjónustuferli AOTA (AOTA,
2014) koma markmiðin fram í lok
matslotu en þau eru hins vegar í fyrsta
þrepi íhlutunarlotu Kielhofners. Þessi
munur á staðsetningu markmiða skiptir
því í raun engu máli, þ.e hvoru megin
þröskuldsins milli mats og íhlutunar
markmið eru skilgreind. Að öðru leyti
er flæði þjónustuferlanna líkt. Það vekur
því furðu, að fyrst þörf var talin á nýju
og sérþjónustu- eða rökleiðsluferli til að
leiða iðjuþjálfa gegnum þjónustu út frá
hugmyndafræði MOHO, að nýja ferlið
hafi ekki komið inn með nýjan vinkil
umfram rökleiðsluspurningarnar, t.d.
að taka inn MOHO hugtök til að leiða
þjónustuna á ákveðnari hátt í gegnum
allt ferlið. Ég spyr því þegar ég skoða
þróun líkana, af hverju eru MOHO
hugtökin ekki tekin inn í þetta nýja
þjónustuferli eins og Fisher tók t.d. sína
áhersluþætti (s.s. framkvæmdagreiningu,
athafnagreiningu og íhlutunarleiðir)
beint inn í þrep nýja þjónustulíkansins?
Við getum einnig reynt að bera
saman líkön yfir þjónustuferli OTIPM
og MOHO til að ná fram muninum á
ferlunum varðandi nokkra þætti. Í töflu
1 má sjá að þjónustuferli MOHO er
fræðistýrt frá upphafi en ekki OTIPM.
Í OTIPM kemur val á fræðigrunni