Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 40

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 40
40 Fisher var sjálf með frekari upplýsingar í sínum skrifum um leiðir og möguleika á tengingu við sértæk líkön eins og MOHO eða lífaflfræði. Inn í töfluna mátti svo raða öllu því sem iðjuþjálfar nota við þjálfun skjólstæðinga til útskýringar fyrir almenning, heil- brigðisstarfsfólk, skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Aðrar greinar í þessu blaði taka dæmi um hvernig hægt er að safna upplýsingum og nota töfluna á mismunandi starfsstöðvum LSH. Vinnu við matslotuna er lokið í bili á flestum þeirra starfsstöðva sem nýta þessa yfirlitstöflu, en íhlutunarlota býður upp á ýmsa möguleika sem gott væri að átta sig betur á. Því þarf að vinna áfram til að hægt sé að fá fram betri upplýsingar um hvers konar íhlutun er notuð og einnig hvort hún hefur t.d. verið studd með rannsóknum í heimildum eða ekki. Aðgerðabinding lotna þjónustu- ferlis tengdu MOHO í yfirlits- töflu Ég stakk upp á því við þá iðjuþjálfa LSH sem vildu halda sig við þjónustuferli MOHO að þeir reyndu að setja MOHO þætti inn á yfirlitstöfluna til að gera þá sýnilegri í þjónustunni. Það var nokkuð auðvelt að fylla út þessar upplýsingar í tengslum við matstæki í notkun því matstækjavinnan úr vinnusmiðjunum frá 2013 skilaði sér vel. Þar höfðu iðjuþjálfar starfsstöðva tekið saman þau matstæki sem eru í notkun og flokkað þau niður hvað varðar eiginleika þeirra. Einnig benti ég á að þar sem íhlutun í þjónustuferli MOHO er frekar óljós þá mætti líta til leiðanna í OTIPM þjónustuferlinu til að auðvelda flokkun upplýsinga og fá nákvæmara yfirlit. Sjá tillögur að mats- og íhlutunarlotum við gerð yfirlitstöflu í töflu 3, þar sem stuðst er við þjónustuferli MOHO. 13 Tafla 3. Þjónustuyfirlit byggt á þjónustuferli MOHO, próffræði þáttum og íhlutunarleiðum OTIPM LOTUR OG ÞREP BYGGÐ Á MOHO MOHO ÞÆTTIR AÐGERÐALÝSING MATSLOTA: 1. Rökleiðsla: Spyrja spurninga sem stýra faglegri rökleiðslu Vilji Vanamynstur Framkvæmd Umhverfi ÓFORMLEG MATSAÐFERÐ MATSTÆKI MÆLITÆKI MATSLOTA: 2. Safna upplýsingum um/með skjólstæðingi Vilji Vanamynstur Framkvæmd Umhverfi MATSLOTA: 3. Aðstæður skjólstæðings Vilji Vanamynstur Framkvæmd Umhverfi ÍHLUTUNARLOTA: 4. Tilgreina markmið og áætlun ÍHLUTUNARLÍKAN, LEIÐ OG NÁLGUN AÐFERÐ/ IDJA ÍHLUTUNARLOTA: 5. Veita og endurskoða íhlutun Vilji Vanamynstur Framkvæmd Umhverfi ÓFORMLEG MATSAÐFERÐ MATSTÆKI MÆLITÆKI ÍHLUTUNARLOTA: 6. Safna upplýsingum til að meta útkomu Vilji Vanamynstur Framkvæmd Umhverfi Tafla 3. Þjónustuyfirlit byggt á þjónustuferli MOHO, próffræði þáttum og íhlutunarleiðum OTIPM

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.