Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Qupperneq 49

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Qupperneq 49
49 Fjölgun í hópi aldraðra er meiri en í öðrum aldurshópum vegna aukinna lífslíkna og minni frjósemi. Mikilvægt er, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið, að viðhalda og stuðla að heilsu á efri árum til að þess að þetta skeið ævinnar verði sem farsælast en þá getur iðja verið mikilvægt verkfæri. Við starfslok eiga sér stað breytingar á iðju sem fela í sér endurskoðun einstaklingsins á eigin venjum og hlut- verkum. Misjafnt er hvernig fólk upplifir þessar breytingar og tekst á við þær. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða þær breytingar sem verða á iðju karla á Akureyri eftir starfslok og hvernig þátttöku þeirra í samfélaginu sé háttað. Spurningarnar, sem verkefninu er ætlað að svara, eru: 1) Hvernig upplifa karlar á Akureyri breytingar á iðju sinni í kjölfar starfsloka? 2) Hvernig upplifa karlar á Akureyri þátttöku sína í samfélaginu eftir starfslok? Þátttakendur í rannsókninni eru níu karlar sem fóru á eftir laun á ár- unum 2007 til 2012 og eiga l ö g h e i m i l i á Akureyri. Fjögur stétt- ar félög á Ak ur eyri útveguðu þátttakendur fyrir rannsóknina. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn þar sem stuðst er við hálfstaðlaðan viðtalsramma. Aðferðir fyrirbærafræði voru notaðar við gagna- greiningu en slík rannsóknaraðferð er gjarnan notuð til að bæta skilning fólks á mannlegum fyrirbærum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplifun karlanna af breytingum, sem tengdust starfslokunum, var al- mennt jákvæð þar sem þeir fylltu tíma sinn með þýðingarmikilli iðju í stað vinnunnar. Breytingarnar fólust meðal „Þarna var ég bara að fá framtíðarfrelsi“ Iðja karla á Akureyri eftir starfslok annars í auknu frelsi og að meiri tími gafst með fjölskyldunni til þess að sinna heimilisstörfum og stunda áhugamál. Þátttaka karlanna í samfélaginu var á þann veg að flestir voru virkir í ýmiss konar félagsstarfi. Heilsa var þátt­ takendum mikilvæg og þeir voru meðvitaðir um gildi virkni fyrir eigin heilsu og vellíðan. Lykilhugtök: Aldraðir, iðja, starfslok, þátttaka, virkni. Leiðbeinandi: Kristín Sóley Sigur- sveinsdóttir, lektor. Heiða Björg Kristjánsdóttir, Júlía Mist Almarsdóttir og Margrét Rós Sigurðardóttir Starfslok eru ein stærsta breytingin í lífi fólks og krefjast þau endur­ skipulagningar á lífi viðkomandi. Breytingarnar sem sjómenn ganga í gegnum við starflok eru oft meiri en hjá öðrum vegna eðlis vinnu þeirra. Þeir dvelja löngum stundum fjarri fjölskyldu sinni og hafa síður möguleika á að sinna heimilislífi, tómstundaiðju og félagslífi. Sjómenn eiga í raun tvö heimili, eitt í landi og annað á sjó, þar sem þeir eru í nánu samneyti við skipsfélaga sína, oft vikum saman og má segja að þeir séu í raun að yfirgefa það heimili við starfslok. Við 60 ára aldur eiga sjómenn kost á því að fara á eftirlaun þar sem vinna þeirra er erfið og slítandi. Þótt sjómennskan hafi verið einn af meginatvinnuvegum Íslendinga hefur starfslokaferli sjó- manna lítið verið rannsakað. Með þekkingu á því hvernig starfslokaferli sjómanna er háttað má e.t.v. auka undirbúning þeirra til að auðvelda þeim að aðlagast breytingunum. Til- gangur þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um starf íslenskra sjómanna, starfalokaferli þeirra og þær breytingar sem verða á þátttöku þeirra eftir að störfum á sjó lýkur. Eftirfarandi rannsóknarspurningar leiddu rannsóknina: (1) Hvernig er starfi íslenskra sjómanna háttað? (2) Hvernig er fyrirkomulag starfslokaferlis íslenskra sjómanna? (3) Hvaða breytingar verða á þátttöku sjómanna í heimilislífi, tómstundum og félagslífi eftir að þeir hætta störfum á sjó? Svarendur rannsóknarinnar voru 37 fyrrum sjómenn á aldrinum 60 til 82 ára. Þeir voru valdir með tveimur úrtaksgerðum, slembiúrtaki og hentug- leikaúrtaki, og var spurningalisti lagður fyrir þá símleiðis. Við úrvinnslu gagna var tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Sciences (SPSS, 17. útgáfa) notað og voru niðurstöðurnar settar fram með lýsandi tölfræði. Helstu niðurstöður voru birtar á myndrænan hátt eða í tíðnitöflum. Svarendur störfuðu mislengi á sjó eða að jafnaði 44 ár. Áhugi á sjómennskunni var algengasta ástæða þess að þeir hófu störf á sjó. Stærstur hluti sjómannanna gegndi hlutverki skipstjóra lengst af. Rúmur helmingur svarenda líkaði sjómennskan mjög vel en það sem sjómönnunum líkaði best við sjómennskuna voru launin en síst fjarveran frá fjölskyldunni. Mislangur tími var liðinn frá starflokum svarenda og voru flestir þeirra sáttir við starfslok sín þrátt fyrir lítinn undirbúning. Þátttaka þeirra í viðfangsefnum innan heimilisins jókst til muna eftir starfslok en ekki er sömu sögu að segja um þátttöku í tómstundaiðju og félagslífi. Lykilhugtök: starfslokaferli, sjó menn, heimilislíf, félagslíf, tóm stunda iðja. Leiðbeinandi: Kristjana Fenger Að leggja árar í bát: Starfslokaferli íslenskra sjómanna Kristín Dís GuðlaugsdóttirRósa Dóra Sigurðardóttir

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.