Þjóðmál - 01.12.2010, Side 6

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 6
4 Þjóðmál VETUR 2010 Fyrstu jólaendurminningar mínar eru frá þeim árum, er ég átti heima í Garðs- horni í Svarfaðardal . Þar var ég 3–5 ára gamall . Það mun hafa verið á fyrstu jól- unum, sem ég man eftir, að á jólanóttina var stór grenjandi hríð . Ég man, að ég var fram í búri rétt áður en jólin komu . Svo allt í einu var eins og þrammað úti fyrir bæjardyrunum og svo hrikti og brakaði í bæjarhurðinni . Pabbi fór út og opnaði hurðina, til að sjá hvort nokkur væri kominn úti . – Það var enginn . ég varð hálfhræddur um að þetta hefði verið einhver forynja . Svo var kveikt á kertaljósunum og þá breyttist allt viðhorf mitt, og svipur allra, á dularfullan hátt . Jólin voru komin . Þau komu að mér skildist, inn göngin, og fylltu allt með einhverjum unaðsleik . Allt varð óvanalegt . Inn voru bornir diskar með stórum stöflum af hangikjöti, bringukollum og magál . Stórir staflar af laufabrauði og kerti með hverjum diski . Kveikt hafði verið á einum fimm sex kertum, sem loguðu um baðstofuna . Kertið mitt var á rúmstöðlinum við höfðalagið á rúminu mínu . Ég sat hugfanginn og horfði á kertaljósið . Þetta var eitthvað annað en venjulega á kvöldin, þegar ekki logaði í baðstofunni nema á einum grútarlampa . Ég man eftir næstu jólum í Garðshorni . Þá var víst stillt veður . Að minnsta kosti var nú engin meinvættur að hrista bæjar- hurðina . En tilfinning mín var hin sama og árið áður . Jólin komu á sínum tíma inn göngin . Og allt heimilisfólkið breytti um svip . Ég man eftir öllu umstanginu dagana fyrir jólin og þá sérstaklega er verið var að skera út laufabrauðið . Pabbi sat á hjónarúminu, hafði fjöl á hnjánum og skar þar undurfagrar rósir í brauðið . Fögnuðurinn á jólanóttina endurtók sig frá árinu áður . Ég sat hugfanginn með kertið mitt . Og nú vissi ég iíka að allt þetta var gert til þess að halda hátíðlegt afmæli Jesú Krists . Og svo bættist þar við, að þegar ég var háttaður og allt fólkið líka, en lifði á einu kerti, þá fannst mér að ég mundi hljóta að sjá englana . Þetta hefir víst verið fyrir áhrif frá lestrinum . Annars man ég ekkert um hann . Upp frá því varð Jesús ákaflega mikil og voldug persóna í mínum hugarheimi . Ég fékk snemma fullvissu um að hann væri alltaf með mér . Fyrstu jólaminningar séra Friðriks* Þegar jólin komu inn göngin í Garðshorni ______________ * Kaflabrot úr bókinni Séra Friðrik segir frá, samtalsþáttum Valtýs Stefánssonar við séra Friðrik Friðriksson (Bókfells- útgáfan, Reykjavík 1961) .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.