Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 6

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 6
4 Þjóðmál VETUR 2010 Fyrstu jólaendurminningar mínar eru frá þeim árum, er ég átti heima í Garðs- horni í Svarfaðardal . Þar var ég 3–5 ára gamall . Það mun hafa verið á fyrstu jól- unum, sem ég man eftir, að á jólanóttina var stór grenjandi hríð . Ég man, að ég var fram í búri rétt áður en jólin komu . Svo allt í einu var eins og þrammað úti fyrir bæjardyrunum og svo hrikti og brakaði í bæjarhurðinni . Pabbi fór út og opnaði hurðina, til að sjá hvort nokkur væri kominn úti . – Það var enginn . ég varð hálfhræddur um að þetta hefði verið einhver forynja . Svo var kveikt á kertaljósunum og þá breyttist allt viðhorf mitt, og svipur allra, á dularfullan hátt . Jólin voru komin . Þau komu að mér skildist, inn göngin, og fylltu allt með einhverjum unaðsleik . Allt varð óvanalegt . Inn voru bornir diskar með stórum stöflum af hangikjöti, bringukollum og magál . Stórir staflar af laufabrauði og kerti með hverjum diski . Kveikt hafði verið á einum fimm sex kertum, sem loguðu um baðstofuna . Kertið mitt var á rúmstöðlinum við höfðalagið á rúminu mínu . Ég sat hugfanginn og horfði á kertaljósið . Þetta var eitthvað annað en venjulega á kvöldin, þegar ekki logaði í baðstofunni nema á einum grútarlampa . Ég man eftir næstu jólum í Garðshorni . Þá var víst stillt veður . Að minnsta kosti var nú engin meinvættur að hrista bæjar- hurðina . En tilfinning mín var hin sama og árið áður . Jólin komu á sínum tíma inn göngin . Og allt heimilisfólkið breytti um svip . Ég man eftir öllu umstanginu dagana fyrir jólin og þá sérstaklega er verið var að skera út laufabrauðið . Pabbi sat á hjónarúminu, hafði fjöl á hnjánum og skar þar undurfagrar rósir í brauðið . Fögnuðurinn á jólanóttina endurtók sig frá árinu áður . Ég sat hugfanginn með kertið mitt . Og nú vissi ég iíka að allt þetta var gert til þess að halda hátíðlegt afmæli Jesú Krists . Og svo bættist þar við, að þegar ég var háttaður og allt fólkið líka, en lifði á einu kerti, þá fannst mér að ég mundi hljóta að sjá englana . Þetta hefir víst verið fyrir áhrif frá lestrinum . Annars man ég ekkert um hann . Upp frá því varð Jesús ákaflega mikil og voldug persóna í mínum hugarheimi . Ég fékk snemma fullvissu um að hann væri alltaf með mér . Fyrstu jólaminningar séra Friðriks* Þegar jólin komu inn göngin í Garðshorni ______________ * Kaflabrot úr bókinni Séra Friðrik segir frá, samtalsþáttum Valtýs Stefánssonar við séra Friðrik Friðriksson (Bókfells- útgáfan, Reykjavík 1961) .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.