Þjóðmál - 01.12.2010, Page 8

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 8
6 Þjóðmál VETUR 2010 I Frá því að alþingi tók ofríkisfulla ákvörð-un um að ákæra Geir H . Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, og stefna honum fyrir landsdóm hefur skýrst betur en áður, hve illa var staðið að málinu . Við meðferð þess í þingnefnd undir formennsku Atla Gíslasonar, þingmanns vinstri-grænna, var ekki hugað að því hvernig staðið skyldi að framkvæmdinni . Þegar ákæran kom frá þinginu vöknuðu álitamál um skipun verj anda fyrir Geir . Forseti landsdóms fór þess jafnframt á leit við Ögmund Jónasson, dóms mála ráðherra, að hann flytti frumvarp til laga um breytingar á landsdómslögunum . Annars gæti dómurinn ekki tekið á máli Geirs á þann hátt, sem dómsforsetinn taldi æskilegt . Ef óðagotið og offorsið hefði ekki verið jafnmikið á Atla og þeim sem mynduðu meiri hluta í málinu með honum, hefði Atla- nefndin að sjálfsögðu átt að gefa sér tóm til að huga að framkvæmd málsins og lands- dómslögunum samhliða því sem ákæran var í smíðum . Þá hefðu þingmenn rætt samtím- is, hvort ástæða væri til að ákæra, og hvernig staðið yrði að því í reynd . Sannreyna þurfti, hvort einhver formákvæði lands dóms lag- anna væru þess eðlis að þau stæðust einfald- lega ekki nútímakröfur til laga á þessu sviði . Eftir að Geir H . Haarde kvartaði undan því að sér hefði ekki verið skipaður verjandi, lét ritari landsdóms eins og sú kvörtun mætti sín lítils . Var jafnvel gefið til kynna að engin ákæra væri fyrir hendi, fyrr en saksóknari í málinu hefði samið hana . Síðan leit forseti landsdómsins þannig á að hann gæti ekki skipað Geir verjanda nema leita fyrst um- sagnar saksóknara . Að fenginni þeirri um- sögn var Geir loks skipaður verjandi . Þá höfðu fræðimenn á sviði refsiréttar sagt fráleitt ef ósk hans um skipun verjanda yrði ekki tafarlaust samþykkt . Geir óskaði að sjálf sögðu skýringar á því, hvers vegna þurft hafi álit saksóknara á því, hvort honum skyldi strax skipaður verjandi . Lögfróðir menn hafa látið í ljós þá skoðun Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Virðingarleysi fyrir lögum og rétti

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.