Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 8

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 8
6 Þjóðmál VETUR 2010 I Frá því að alþingi tók ofríkisfulla ákvörð-un um að ákæra Geir H . Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, og stefna honum fyrir landsdóm hefur skýrst betur en áður, hve illa var staðið að málinu . Við meðferð þess í þingnefnd undir formennsku Atla Gíslasonar, þingmanns vinstri-grænna, var ekki hugað að því hvernig staðið skyldi að framkvæmdinni . Þegar ákæran kom frá þinginu vöknuðu álitamál um skipun verj anda fyrir Geir . Forseti landsdóms fór þess jafnframt á leit við Ögmund Jónasson, dóms mála ráðherra, að hann flytti frumvarp til laga um breytingar á landsdómslögunum . Annars gæti dómurinn ekki tekið á máli Geirs á þann hátt, sem dómsforsetinn taldi æskilegt . Ef óðagotið og offorsið hefði ekki verið jafnmikið á Atla og þeim sem mynduðu meiri hluta í málinu með honum, hefði Atla- nefndin að sjálfsögðu átt að gefa sér tóm til að huga að framkvæmd málsins og lands- dómslögunum samhliða því sem ákæran var í smíðum . Þá hefðu þingmenn rætt samtím- is, hvort ástæða væri til að ákæra, og hvernig staðið yrði að því í reynd . Sannreyna þurfti, hvort einhver formákvæði lands dóms lag- anna væru þess eðlis að þau stæðust einfald- lega ekki nútímakröfur til laga á þessu sviði . Eftir að Geir H . Haarde kvartaði undan því að sér hefði ekki verið skipaður verjandi, lét ritari landsdóms eins og sú kvörtun mætti sín lítils . Var jafnvel gefið til kynna að engin ákæra væri fyrir hendi, fyrr en saksóknari í málinu hefði samið hana . Síðan leit forseti landsdómsins þannig á að hann gæti ekki skipað Geir verjanda nema leita fyrst um- sagnar saksóknara . Að fenginni þeirri um- sögn var Geir loks skipaður verjandi . Þá höfðu fræðimenn á sviði refsiréttar sagt fráleitt ef ósk hans um skipun verjanda yrði ekki tafarlaust samþykkt . Geir óskaði að sjálf sögðu skýringar á því, hvers vegna þurft hafi álit saksóknara á því, hvort honum skyldi strax skipaður verjandi . Lögfróðir menn hafa látið í ljós þá skoðun Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Virðingarleysi fyrir lögum og rétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.