Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 9

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 9
 Þjóðmál VETUR 2010 7 að málatilbúnaður af hálfu alþingis og síð an forseta landsdóms sé á þann veg, að málinu á hendur Geir beri að vísa frá dómi af formsástæðum . Landsdómur hefur það að sjálfsögðu í hendi sér . Alþingi átti að láta hjá líða að ákæra Geir H . Haarde . Með ákærunni er verið að þjóna pólitískri lund stjórnarherra sem vilja gera skömm pólitísks andstæðings sem mesta . Júdasar-siðferðið birtist best í því þegar Steingrímur J . Sigfússon sté út úr þingsalnum eftir að hafa greitt atkvæði með ákærunni á hendur Geir og sagði í beinni útsendingu við sjónvarpsáhorfendur, að hann hefði unnið verkið með „sorg í hjarta“ . Þurfi að breyta lögum til að dómurinn geti starfað á ekki aðeins að taka mið af óskum forseta dómsins, einnig á að leita álits hins ákærða á því sem hann telur að betur megi fara . Skyldi alþingi bjóða Geir að leggja fram óskalista um breytingar á landsdómslögunum? Saksóknari í málinu kann að sjálfsögðu að komast að þeirri niðurstöðu að ákæra alþingis sé studd svo veikum rökum að ekki sé tilefni til ákæru . Saksóknarinn getur því fellt málið niður og þar með lýst það úr sögunni . Hér skal því haldið fram að meiri líkur séu á því en minni að ákæran á hendur Geir kom ist til efnismeðferðar í landsdómi . Hinn póli tíski þrýstingur í málinu er augljós . Að baki málssókninni er meirihluti alþingis . Hann sættir sig ekki við að mála til búnaður Atla-nefndarinnar sé svo lélegur að málið sé ekki tækt til dóms . Dómsforseti hefur þegar sýnt ósjálfstæði gagnvart saksóknara við afgreiðslu á álitamáli . Þetta bendir til þess að dómsforseti kunni því að lokum að halla sér að því sem hann telur vinsælt hjá meirihluta þingmanna og leitast við að knýja fram efnislega niðurstöðu í málinu . Hvort niðurstaðan verður síðan að fyrirlagi stjórnarherranna eða ekki kemur í ljós . Þeir lýstu hug sínum með ákærunni . II Gjaldeyrishöftin eru eitt dæmi um ranga ákvörðun, en skattahækkanirnar og aukið flækjustig í skattkerfinu eru önnur . Þá hefur ríkisstjórnin ekki skorið nægi- lega mikið niður í ríkisútgjöldum,“ sagði Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, í sam tali við viðskiptablað Morgunblaðsins 25 . nóvember . Ragnar sagði gjaldeyrishöftin tæki til að falsa gengi krónunnar, gera útflutning óhag kvæmari og innflutning hagkvæmari en ella væri og bætti við: Þessi ríkisstjórn hefur leiðst út í það að halda uppi gjaldeyrishömlum til að láta eins og að kaupmáttur fólks í landinu sé meiri en hann er í raun og það er það versta við höftin . Við flytjum of mikið inn og flytjum of lítið út . Ragnar minnti á að í nýjustu hagspá Hag- stofunnar, sem væri mun neikvæðari en spár ríkisstjórnarinnar, væri gert ráð fyrir því að viðskiptajöfnuður við útlönd yrði neikvæður á hverju ári til ársins 2015 . „Aðalatriðið er að við lok þessa tímabils, árið 2015, er skuldastaða Íslands verri en hún er núna .“ Þetta væri bein afleiðing af of sterku gengi krónunnar . Ragnar taldi höftin einnig pólitískt hættu leg . Nú ákvæði seðlabankinn, hver fengi undanþágur frá höftunum . Það kall- aði á gerræðisákvarðanir, pólitísk afskipti og jafnvel spillingu við framkvæmd haft- anna . Gjaldeyrishöft væru tilvalið tæki fyrir stjórn völd, sem vildu hafa fingurna í öllu sem gerðist í efnahagslífi þjóðarinnar, eink- um því sem tengdist inn- og útflutningi og millifærslum á fjármunum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.