Þjóðmál - 01.12.2010, Page 28

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 28
26 Þjóðmál VETUR 2010 augljós neikvæð áhrif sem tilboðsleið Jóns Steinssonar hefur fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið í heild . Ég varð fyrir vonbrigð- um að þessi hálærði fræðimaður skyldi nálg ast viðfangsefnið á jafn hlutdrægan hátt – í nafni fræða sinna . Eflaust telur Jón sig vera samkvæman sjálfum sér í hagfræðilegri nálgun sinni – rétt eins og áætlunarbú- skapurinn gekk upp á teikniborði Lenins . En það má aldrei verða að lífsafkoma Íslendi nga ráðist af þeim takmörkuðu forsendum sem eru í Excel-skjalinu hans Jóns Steinssonar . Jón telur að þessi nýja leið hafi engin áhrif á tekjur og kostnað sjávarútvegsins . Ég hef rakið að ekki þarf nema 9% tekjutap eða kostnaðarhækkun til þess að dæmið snúist við á þann hátt að ríkið þurfi að koma útgerðinni til bjargar með einum eða öðrum hætti . Áður fyrr var það gert með millifærslum og sjóðasukki ásamt því að gengi krónunnar var haldið niðri til að bæta rekstur greinarinnar . Sjálfur metur Jón að arðurinn sé 27 kr . á þorskígildið, en það jafngildir 8% af tekjum greinarinnar 2008, þannig að við erum sammála um eitthvað . Ókostir tilboðsleiðar og fyrningarleiðar Jóns og Samfylkingarinnar eru meðal annars þessar: • Skammtímahugsun mun koma í stað langtímahugsunar með ýmsum óvæntum ókostum . • Tilboðsleiðin fjölgar þeim sem sækja sjóinn . Það verður meiri sókn á sama fjölda fiska með tilheyrandi sóun og versn andi afkomu . • 8% fyrningin lækkar verðmæti eigna sjáv arútvegsfyrirtækja á einu augabragði í besta falli um 30% . Líklegra er að verð- mæti eigna muni lækka margfalt meira vegna versnandi framlegðar og hás leigu- verðs á kvóta . Telja má líklegt að boðið verði mjög hátt verð fyrir leigu kvót ann, greinin er þekkt fyrir að kaupa kvóta háu verði og er það vegna jaðaráhrifa (það kostar hlutfallslega minna að veiða eitt viðbótarkíló af þorski) . Í fram haldinu verður hrina gjaldþrota í geiran um og bankarnir þurfa að afskrifa stóran hluta af kröfum sínum á sjávarútveginn . • Nýir fjárfestar, sem eignast þau sjáv ar- útvegsfyrirtæki sem bankarnir þurfa að taka til sín, munu hafa takmarkaða fjár- festingargetu sem dregur úr gæðum aflans og þar af leiðandi tekjum og framlegð . • Þeir fjárfestar sem hafa nægt eigið fé munu fjárfesta lítið í hagkvæmari veiðarfærum og tækjum ef óvissa ríkir um nýtingu þeirra næstu árin . Vissa um aðgang að auðlind er mikilvæg forsenda hverrar fjárfestingar . Þetta mun hafa áhrif á verklag og þ .a .l . á gæði aflans og tekjur af honum . • Samningar við söluaðila erlendis verða háðir meiri óvissu um hvort nægjanlegt magn fáist í framtíðinni . Mikilvægt er fyr ir fiskvinnslufyrirtæki að standa við sölusamn inga . Í húfi er langtímasam band við neyt end ur sem hefur verið byggt upp í gegnum árin . • Sveitarfélög og íbúar þeirra munu lifa við sífellda óvissu um framtíðina, munu útgerðarmenn bæjarins ná sama kvóta í næstu tilboðshrinu? Það er makalaust að Jón Steinsson skuli telja að hin nýja leið hans muni ekki hafa nein neikvæð áhrif á rekstur sjávar útvegs- fyrirtækja . Hann telur að auðlinda rentan haldist óbreytt . Í reiknilíkönum hag fræð- inga bregður oft fyrir hugtakinu „að öllu öðru óbreyttu“ sem er varhugaverð fors- enda . Félagarnir Hugo Chávez og Robert Mugabe gerðu eflaust ráð fyrir að allt annað yrði óbreytt þegar þeir þjóðnýttu hverja eignina á fætur annarri . Ég hefði

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.