Þjóðmál - 01.12.2010, Page 31

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 31
 Þjóðmál VETUR 2010 29 Einn afkastamesti samfélagsrýnir okkar tíma er breski rithöfundurinn og geð- læknirinn Theodore Dalrymple . Dal rymple skrifar undir dulnefni og er þetta eitt af mörgum, en maðurinn heitir réttu nafni Anthony Daniels og er fæddur í Bretlandi 1949 af rússnesku og þýsku bergi brotinn . Dal rymple hefur komið víða við sem rithöf undur, skrifað fjölda greina í dagblöð og tímarit, svo sem The Times, The Daily Telegraph og The Spectator og ritar nú greinar í City Journal sem gefið er út af Manhattan- stofnuninni í New York . Einnig hefur hann skrifað nokkrar bækur, bæði á sviði læknisfræði og samfélagslegrar greiningar, enda starfaði hann sem fangels islæknir um skeið, og afrakstur sam félagslegrar ábyrgðar hins opinbera hefur orðið honum að umhugsunarefni . Meðal bóka hans eru: Life at the Bottom: The Worldview that Makes the Underclass; Our Culture, What´s Left of It: The Mandarins and the Masses; Spoilt Rotten: The Toxic Cult of Sentimentality, auk þeirrar sem hér verður kíkt í, Not With a Bang but a Whimper: The Politics and the Culture of Decline . Stuðst er við bandaríska útgáfu bókarinnar sem kom út 2008, en bók með sama nafni kom út í Bretlandi 2009 og geymir hún alla kafla fyrri útgáfunnar en auk þess þrjá til viðbótar . Til að greina samfélagsmein okkar tíma nýtir Dalrymple sér læknisfræðilega þekkingu sína og þá einkum í sérgrein sinni í geðlæknisfræðum . Hann drepur auk þess niður fæti í bókmenntasögunni og not- færir sér þekkt verk og persónusköpun annarra höfunda til að leggja áherslu á eða byggja undir eigin athuganir . Megintitill bókarinnar, Not with a Bang but a Whimper, gefur strax til kynna að ekki sé allt eins og best verði á kosið . Titillinn er fenginn úr síðasta vísuorði ljóðs eftir bresk/bandaríska ljóð skáldið T . S . Eliot, The Hollow Men eða Holir Menn, eins og Helgi Hálfdánarson kaus að nefna ljóðið: This is the way the world ends This is the way the world ends This is the way the world ends Not with a bang but a whimper . Eliot sendir lesandann í flókinn leiðangur með vísunum í sögulega atburði og marg- slungin skáldverk . Má fyrst taka vísun hans í skáldsögu Josephs Conrads, Innstu Ragnhildur Kolka Velferð á villigötum Skrif Theodores Dalrymple um velferðarríki nútímans

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.