Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 31

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 31
 Þjóðmál VETUR 2010 29 Einn afkastamesti samfélagsrýnir okkar tíma er breski rithöfundurinn og geð- læknirinn Theodore Dalrymple . Dal rymple skrifar undir dulnefni og er þetta eitt af mörgum, en maðurinn heitir réttu nafni Anthony Daniels og er fæddur í Bretlandi 1949 af rússnesku og þýsku bergi brotinn . Dal rymple hefur komið víða við sem rithöf undur, skrifað fjölda greina í dagblöð og tímarit, svo sem The Times, The Daily Telegraph og The Spectator og ritar nú greinar í City Journal sem gefið er út af Manhattan- stofnuninni í New York . Einnig hefur hann skrifað nokkrar bækur, bæði á sviði læknisfræði og samfélagslegrar greiningar, enda starfaði hann sem fangels islæknir um skeið, og afrakstur sam félagslegrar ábyrgðar hins opinbera hefur orðið honum að umhugsunarefni . Meðal bóka hans eru: Life at the Bottom: The Worldview that Makes the Underclass; Our Culture, What´s Left of It: The Mandarins and the Masses; Spoilt Rotten: The Toxic Cult of Sentimentality, auk þeirrar sem hér verður kíkt í, Not With a Bang but a Whimper: The Politics and the Culture of Decline . Stuðst er við bandaríska útgáfu bókarinnar sem kom út 2008, en bók með sama nafni kom út í Bretlandi 2009 og geymir hún alla kafla fyrri útgáfunnar en auk þess þrjá til viðbótar . Til að greina samfélagsmein okkar tíma nýtir Dalrymple sér læknisfræðilega þekkingu sína og þá einkum í sérgrein sinni í geðlæknisfræðum . Hann drepur auk þess niður fæti í bókmenntasögunni og not- færir sér þekkt verk og persónusköpun annarra höfunda til að leggja áherslu á eða byggja undir eigin athuganir . Megintitill bókarinnar, Not with a Bang but a Whimper, gefur strax til kynna að ekki sé allt eins og best verði á kosið . Titillinn er fenginn úr síðasta vísuorði ljóðs eftir bresk/bandaríska ljóð skáldið T . S . Eliot, The Hollow Men eða Holir Menn, eins og Helgi Hálfdánarson kaus að nefna ljóðið: This is the way the world ends This is the way the world ends This is the way the world ends Not with a bang but a whimper . Eliot sendir lesandann í flókinn leiðangur með vísunum í sögulega atburði og marg- slungin skáldverk . Má fyrst taka vísun hans í skáldsögu Josephs Conrads, Innstu Ragnhildur Kolka Velferð á villigötum Skrif Theodores Dalrymple um velferðarríki nútímans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.