Þjóðmál - 01.12.2010, Side 32

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 32
30 Þjóðmál VETUR 2010 myrkur (Heart of Darkness), „Mistah Kurtz – he dead“, verk sem lýsir andlegu myrkri siðleysis . Önnur vísun Eliots, „A penny for the Old Guy“, kallar fram mynd af landráðamanninum Guy Fawkes, sem gerði tilraun til að ráða James I, Englands- kon ung, af dögum árið 1605 með því að sprengja lávarðadeild breska þingsins í loft upp . Lokalína ljóðsins hnykkir svo á enda - lok um Fawkes sem urðu ekki eins stórfeng- leg og að var stefnt . Holir menn eru til staðar í leikriti Shakespeares, Júlíusi Sesar, og má segja að þar sé „plottið“ fullkomnað í siðleysi, svikum og pólitískri valdabaráttu . Dalrymple gerir þessi viðfangsefni einnig að sínum í Not with a Bang but a Whimper . Bókin er safn af essayjum sem skrifaðar voru á árunum 2004–2007 . Hver þeirra á sér sjálfstætt líf, en saman gefa þær mynd af samfélagslegu ástandi sem Dalrymple telur ógna lífi og menningu Vestu rlandabúa . Dæmin, sem hann tekur, eru gjarnan sprott in af kynnum hans af einstaklingum sem orðið hafa fyrir barðinu á misskilinni velvild svokallaðra líberal ista, þ .e . sósíalista . sem gjarnan sveipa sig hulu umhyggju þegar þeir þröngva hugsjónum sínum upp á varnar lausa sam borgara sína . Hann getur þess í inngangi að aldrei í sögu mannsins hafi svo margir haft það jafngott efnahags- lega; haft frelsi til að velja sér lífstíl, markmið og búsetu . Engu að síður hefur þetta nægta- horn sem maðurinn hefur skapað sér ekki fært honum þá hamingju sem hann sækist eftir . Þvert á móti, aldrei hafa fleiri átt við kvíða og þunglyndisraskanir að stríða svo að pillu fram leiðendur hafa vart undan . Þetta er þver sögn okkar tíma . Sífellt meiri neysla bætir ekki lífsgæði fólks . Hamsleysi ríkir á flest um sviðum og traust milli manna er horfið . Bók sinni skiptir Dalrymple efnislega í tvennt . Fyrri hlutinn heitir: Lista- menn og hugsjónamenn . Í honum setur hann fram rökstuðning fyrir samfélagslegri og siðferðilegri hnignun menningar okkar . Vísar hann þar gjarnan í ýmis bók- menntaverk, þótt víðari skírskotana gæti . Síðari hluti bókarinnar nefnist: Pólitík og menning . Þar er umfjöllunin meira á nótum ástandsins eins og það blasir við okkur í dag . Dalrymple dregur fram ábyrgð bresku menningarelítunnar á síðustu öld, á því sem nú getur aðeins kallast brotið samfélag . Í upphafskafla þess hluta tiltekur Dalrymple nokkra úr þessum hópi og er fyrstan að nefna hagfræðinginn Sir William Beveridge sem árið 1942 skilaði ríkisstjórn Bretlands frægri skýrslu um samfélagsmál . Hafði skýrslan að markmiði að leggja að velli „risana fimm“: Skort, Vanheilsu, Fáfræði, Vanhirðu og Leti og ruddi hún brautina fyrir því sem nú kallast velferðarríki eftirstríðsáranna . Þessu stórvirki átti að ná fram með því að skipta auðæfum Bretlands „á sanngjarnan hátt“ milli þegnanna . Aðrir, sem Dalrymple nefnir sérstaklega, eru rit- höfundarnir George Orwell, Bernard Shaw og Oscar Wilde auk Johns Ruskins, en allir aðhylltust þeir sameignarhug sjón ina . Beittu þeir áhrifum sínum óspart í hennar þágu . Gegn þessum stjörnuljóma teflir Dal- rymple fram austuríska hagfræðingnum Friedr ich A . von Hayek . Hayek, sem sjálfur var flóttamaður frá alræðisstefnu heimalands síns, sá sig knúinn til að gefa hinum gengdarlausa áróðri andspyrnu enda sá hann þar glitta í grimmt andlit alræðis- hyggjunnar . Mótspyrna hans fólst í skrifum bókarinnar The Road to Serfdom (Leiðin til ánauðar, sem Hannes Hólmsteinn Giss ur- ar son þýddi á íslensku, en áður hafði bók- in komið út í styttri gerð í þýðingu Ólafs Björnssonar) árið 1944 . Hayek sá fyrir að velferðarsósíalisminn, sem boðaður var af menningarelítunni, myndi að endingu grafa undan frelsi þegnanna og leiða þjóðina til

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.