Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 32

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 32
30 Þjóðmál VETUR 2010 myrkur (Heart of Darkness), „Mistah Kurtz – he dead“, verk sem lýsir andlegu myrkri siðleysis . Önnur vísun Eliots, „A penny for the Old Guy“, kallar fram mynd af landráðamanninum Guy Fawkes, sem gerði tilraun til að ráða James I, Englands- kon ung, af dögum árið 1605 með því að sprengja lávarðadeild breska þingsins í loft upp . Lokalína ljóðsins hnykkir svo á enda - lok um Fawkes sem urðu ekki eins stórfeng- leg og að var stefnt . Holir menn eru til staðar í leikriti Shakespeares, Júlíusi Sesar, og má segja að þar sé „plottið“ fullkomnað í siðleysi, svikum og pólitískri valdabaráttu . Dalrymple gerir þessi viðfangsefni einnig að sínum í Not with a Bang but a Whimper . Bókin er safn af essayjum sem skrifaðar voru á árunum 2004–2007 . Hver þeirra á sér sjálfstætt líf, en saman gefa þær mynd af samfélagslegu ástandi sem Dalrymple telur ógna lífi og menningu Vestu rlandabúa . Dæmin, sem hann tekur, eru gjarnan sprott in af kynnum hans af einstaklingum sem orðið hafa fyrir barðinu á misskilinni velvild svokallaðra líberal ista, þ .e . sósíalista . sem gjarnan sveipa sig hulu umhyggju þegar þeir þröngva hugsjónum sínum upp á varnar lausa sam borgara sína . Hann getur þess í inngangi að aldrei í sögu mannsins hafi svo margir haft það jafngott efnahags- lega; haft frelsi til að velja sér lífstíl, markmið og búsetu . Engu að síður hefur þetta nægta- horn sem maðurinn hefur skapað sér ekki fært honum þá hamingju sem hann sækist eftir . Þvert á móti, aldrei hafa fleiri átt við kvíða og þunglyndisraskanir að stríða svo að pillu fram leiðendur hafa vart undan . Þetta er þver sögn okkar tíma . Sífellt meiri neysla bætir ekki lífsgæði fólks . Hamsleysi ríkir á flest um sviðum og traust milli manna er horfið . Bók sinni skiptir Dalrymple efnislega í tvennt . Fyrri hlutinn heitir: Lista- menn og hugsjónamenn . Í honum setur hann fram rökstuðning fyrir samfélagslegri og siðferðilegri hnignun menningar okkar . Vísar hann þar gjarnan í ýmis bók- menntaverk, þótt víðari skírskotana gæti . Síðari hluti bókarinnar nefnist: Pólitík og menning . Þar er umfjöllunin meira á nótum ástandsins eins og það blasir við okkur í dag . Dalrymple dregur fram ábyrgð bresku menningarelítunnar á síðustu öld, á því sem nú getur aðeins kallast brotið samfélag . Í upphafskafla þess hluta tiltekur Dalrymple nokkra úr þessum hópi og er fyrstan að nefna hagfræðinginn Sir William Beveridge sem árið 1942 skilaði ríkisstjórn Bretlands frægri skýrslu um samfélagsmál . Hafði skýrslan að markmiði að leggja að velli „risana fimm“: Skort, Vanheilsu, Fáfræði, Vanhirðu og Leti og ruddi hún brautina fyrir því sem nú kallast velferðarríki eftirstríðsáranna . Þessu stórvirki átti að ná fram með því að skipta auðæfum Bretlands „á sanngjarnan hátt“ milli þegnanna . Aðrir, sem Dalrymple nefnir sérstaklega, eru rit- höfundarnir George Orwell, Bernard Shaw og Oscar Wilde auk Johns Ruskins, en allir aðhylltust þeir sameignarhug sjón ina . Beittu þeir áhrifum sínum óspart í hennar þágu . Gegn þessum stjörnuljóma teflir Dal- rymple fram austuríska hagfræðingnum Friedr ich A . von Hayek . Hayek, sem sjálfur var flóttamaður frá alræðisstefnu heimalands síns, sá sig knúinn til að gefa hinum gengdarlausa áróðri andspyrnu enda sá hann þar glitta í grimmt andlit alræðis- hyggjunnar . Mótspyrna hans fólst í skrifum bókarinnar The Road to Serfdom (Leiðin til ánauðar, sem Hannes Hólmsteinn Giss ur- ar son þýddi á íslensku, en áður hafði bók- in komið út í styttri gerð í þýðingu Ólafs Björnssonar) árið 1944 . Hayek sá fyrir að velferðarsósíalisminn, sem boðaður var af menningarelítunni, myndi að endingu grafa undan frelsi þegnanna og leiða þjóðina til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.