Þjóðmál - 01.12.2010, Page 33

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 33
 Þjóðmál VETUR 2010 31 ríkisánauðar . Dalrymple rekur að nokkru ágreiningsefni þessara and stæðu póla, en sjálfur tekur hann fram að það sem vakið hafi athygli hans umfram annað í bókinni sé ályktanirnar sem Hayek dregur varðandi áhrif sameignarhugsjónarinnar á siðferði og hið sálfræðilega í fari mannsins . Það þarf kannski ekki að koma svo á óvart, þar sem Dalrymple er nú, 60 árum síðar, áhorfandi að hrikalegum afleiðingum þessa áróðurs . Siðferðilegt niðurbrot og skortur á sjálfstæðri hugsun er í algleymi að hans mati . Með örlæti sínu á annarra fé hefur ríkið náð valdi yfir lífi þegnanna, svift þá sjálfræði og með afskiptum og inngripum í líf þeirra steypt þá í eitt mót (s .109–122) . Ástand löggæslumála og hvernig dóms-kerfinu hefur verið snúið á hvolf er Dal rymple líka hugstætt . Hann lýsir eða lætur aðra lýsa hvernig skrifræðið hefur tekið völdin og á það ekki síður við um mennta- og heilbrigðiskerfið . Þetta er leið ríkis sem blásið hefur langt út yfir öll mörk, til að halda í völd þegar það hefur engin úrræði lengur til að fylgja eftir þeim verkefnum sem það hefur tekið á sig . Þá losar ríkisvaldið sig undan ábyrgð með því að fela slóð sína í eyðublöðum og skjalabunkum . Máli sínu til stuðnings vísar Dalrymple í þrjár nýlegar bækur sem hver á sína vísu fjalla um ástand mála hjá hinu opinbera í Bretlandi, bækur sem hann telur eiga sér fyrirmynd í absúrd verkum rithöfundanna Gogols, Kafka og Orwells . Fáránleiki Gogols og kvíðinn fyrir hinni aðsteðjandi en óræðu ógn í verkum Kafka er nú daglegt hlutskipti nútímamannsins . Hið opinbera skýlir sér hins vegar á bak við verk Orwells með bíræfni þess sem snýr tungumálinu á haus svo upprunaleg merking þess glatast . Tvær þessara bóka eru skrifaðar af inn- an búðarmönnum í kerfinu, sem líkt og Dalrymple skrifa undir dulnefni . Annar er lögreglu maður sem kallar sig David Copperfield, hinn er kennari sem tekið hefur sér nafnið Frank Chalk . Það segir sitthvað um ástandið í landinu að þeir sem leyfa sér að gagnrýna slóðaskap og vangæslu hins opinbera verða að gera það undir uppdiktuðum nöfnum . En dulnefnin verða skiljanlegri, þegar þessir opinberu starfsmenn hafa lokið frásögn sinni um kerfið sem þeir starfa í . Ekkert er svo lygilegt að það geti ekki átt sér stað undir Enski rithöfundurinnn Theodore Dalrymple á heimili sínu í Frakklandi . Dalrymple er afkasta- mikill ritgerðahöfundur og sumir telja hann snjall asta ritgerðarhöfund enskrar tungu síðan George Orwell .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.