Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 33
 Þjóðmál VETUR 2010 31 ríkisánauðar . Dalrymple rekur að nokkru ágreiningsefni þessara and stæðu póla, en sjálfur tekur hann fram að það sem vakið hafi athygli hans umfram annað í bókinni sé ályktanirnar sem Hayek dregur varðandi áhrif sameignarhugsjónarinnar á siðferði og hið sálfræðilega í fari mannsins . Það þarf kannski ekki að koma svo á óvart, þar sem Dalrymple er nú, 60 árum síðar, áhorfandi að hrikalegum afleiðingum þessa áróðurs . Siðferðilegt niðurbrot og skortur á sjálfstæðri hugsun er í algleymi að hans mati . Með örlæti sínu á annarra fé hefur ríkið náð valdi yfir lífi þegnanna, svift þá sjálfræði og með afskiptum og inngripum í líf þeirra steypt þá í eitt mót (s .109–122) . Ástand löggæslumála og hvernig dóms-kerfinu hefur verið snúið á hvolf er Dal rymple líka hugstætt . Hann lýsir eða lætur aðra lýsa hvernig skrifræðið hefur tekið völdin og á það ekki síður við um mennta- og heilbrigðiskerfið . Þetta er leið ríkis sem blásið hefur langt út yfir öll mörk, til að halda í völd þegar það hefur engin úrræði lengur til að fylgja eftir þeim verkefnum sem það hefur tekið á sig . Þá losar ríkisvaldið sig undan ábyrgð með því að fela slóð sína í eyðublöðum og skjalabunkum . Máli sínu til stuðnings vísar Dalrymple í þrjár nýlegar bækur sem hver á sína vísu fjalla um ástand mála hjá hinu opinbera í Bretlandi, bækur sem hann telur eiga sér fyrirmynd í absúrd verkum rithöfundanna Gogols, Kafka og Orwells . Fáránleiki Gogols og kvíðinn fyrir hinni aðsteðjandi en óræðu ógn í verkum Kafka er nú daglegt hlutskipti nútímamannsins . Hið opinbera skýlir sér hins vegar á bak við verk Orwells með bíræfni þess sem snýr tungumálinu á haus svo upprunaleg merking þess glatast . Tvær þessara bóka eru skrifaðar af inn- an búðarmönnum í kerfinu, sem líkt og Dalrymple skrifa undir dulnefni . Annar er lögreglu maður sem kallar sig David Copperfield, hinn er kennari sem tekið hefur sér nafnið Frank Chalk . Það segir sitthvað um ástandið í landinu að þeir sem leyfa sér að gagnrýna slóðaskap og vangæslu hins opinbera verða að gera það undir uppdiktuðum nöfnum . En dulnefnin verða skiljanlegri, þegar þessir opinberu starfsmenn hafa lokið frásögn sinni um kerfið sem þeir starfa í . Ekkert er svo lygilegt að það geti ekki átt sér stað undir Enski rithöfundurinnn Theodore Dalrymple á heimili sínu í Frakklandi . Dalrymple er afkasta- mikill ritgerðahöfundur og sumir telja hann snjall asta ritgerðarhöfund enskrar tungu síðan George Orwell .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.