Þjóðmál - 01.12.2010, Page 37

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 37
 Þjóðmál VETUR 2010 35 Eftir þessa dapurlegu kynningu á ríkjandi ástandi snýr Dalrymple aug- um sínum aftur til 18 . aldar til þess ein- staklings sem hann metur öðrum ofar hvað varðar heiðarleika og siðferði . Það er Samuel Johnson . Á sínum tíma atti Johnson m .a . kappi við Birting Voltaires með bók sinni um Rasselas prins . Nú kann- ast enginn við Rasselas, en Birtingi er haldið að framhaldsskólanemum sem djúpri visku . Johnson tókst í sífellu á við ófull kom leika sinn, án þess að hafa alltaf sigur . En óhræddur skoðaði hann eigin hug og leit ekki undan . Þennan eiginleika telur Dalrymple skorta hjá nútímamanninum sem eins og Blair, sem nefndur er hér að framan, finnur sér alltaf eitthvað til afsökunar . Mannleg hegðun er aðalviðfangsefni Dal rymples og takmörkum háð hvað hægt er að segja um heiðarleika þegar umfjöll- unar efnið er siðleysi og svik . Því yfirgefur hann Johnson, tyllir tá hjá Hinriki V eftir Shakespeare, og lendir á 20 . öldinni hjá ungverska rithöfundinum Arthur Koestler . Kaflann um Koestler nefnir Dalrymple Að drekka í sig óendanleikann . Fyrir geðlækni hefur Koestler óneitanlega verið heillandi viðfangsefni . Hann var maður öfganna; maðurinn sem drakk bikarinn í botn . Um tíma var honum hampað á Vesturlöndum fyrir bók sína Myrkur um miðjan dag (þýðandi Jón Eyþórsson) . Í bókinni lýsir Koestler hugarástandi manns sem er fastur í trú sinni á kommúnismann og kýs að beygja sig undir hana . En árið 1998 komu fram ásakanir á hendur Koestler um nauðgun . Ekki bara nauðgun einnar konu, hann hafi verið það sem nú er kallað raðnauðgari . Dalrymple tekur dæmi úr einni bóka Koestlers sem stutt getur þessa kenningu . Koestler fellur í ónáð . Engu að síður telur Dalrymple að bók hans, Myrkur um miðjan dag, sé áhrifamesta andkommúníska bók sem nokkurn tíma hafi verið rituð . Marg falt áhrifameiri en Félagi Napóleon (eða Dýrabær) og Nítjánhundruð áttatíu og fjögur eftir Orwell . Í Bretlandi og Bandaríkjun um markaði bókin ekki djúp spor, en að sögn Dalrymples hafði hún úrslitaáhrif á það að Frakkland varð ekki kommúnismanum að bráð eftir síðari heimstyrjöldina . Eftir stríðið var kommúnistaflokkurinn í Frakklandi í lykilstöðu . Engu að síður stóð þeim stuggur af bók Koestlers sem fyllti þá ótta þegar hún kom þar út . Þeir keyptu því upp öll eintök bókarinnar jafnóðum og þau komu á göturnar svo prentvélarnar höfðu vart undan . Almenningur komst ekki hjá því að sjá þessa ritskoðunartilburði og fylltist óhug . Í kjölfarið var nýrri stjórnarskrá, sem gefið hefði kommúnistum forskot til valda, hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu . Myrkar hliðar á persónuleika Koestlers réttlæta ekki útskúfun hans að mati Dalrymples . Hann hafi með einstæðu lífi sínu og verkum spegl að pólitík, vitsmuni og þrautagöngu þeirrar aldar sem hann lifði . Hann var vísindamað ur, bóndi, blaðamaður, rithöfundur, njósn- ari, hermaður, baráttumaður fyrir réttlæti og dauðarefsingum og trúleysingi í eilífri leit að trúarlegri upplifun . Hann sat á dauðadeild í fangelsi á Spáni Francos og sú reynsla skilaði sér í bókinn Dialogue with Death sem Dalrymple telur bestu bók hans . Kaflar úr bókinni, sem Dalrymple birtir máli sínu til stuðnings, kalla á lestur verksins í heild . Stefna Koestlers hafi alla tíð verið í átt til hins góða, en ástríður hans og lífsorka hafi komið í veg fyrir að hann næði markmiði sínu . Það hentar eflaust nú tímanum að vita sem minnst af mönnum eins og Koestler en við því hefði Johnson haft svar . Hann hélt því fram að allir dómar kölluðu á samanburð . Í Rasselas segir hann að „hjónabandið beri í sér margskonar sársauka . . . en á móti komi

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.