Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 37
 Þjóðmál VETUR 2010 35 Eftir þessa dapurlegu kynningu á ríkjandi ástandi snýr Dalrymple aug- um sínum aftur til 18 . aldar til þess ein- staklings sem hann metur öðrum ofar hvað varðar heiðarleika og siðferði . Það er Samuel Johnson . Á sínum tíma atti Johnson m .a . kappi við Birting Voltaires með bók sinni um Rasselas prins . Nú kann- ast enginn við Rasselas, en Birtingi er haldið að framhaldsskólanemum sem djúpri visku . Johnson tókst í sífellu á við ófull kom leika sinn, án þess að hafa alltaf sigur . En óhræddur skoðaði hann eigin hug og leit ekki undan . Þennan eiginleika telur Dalrymple skorta hjá nútímamanninum sem eins og Blair, sem nefndur er hér að framan, finnur sér alltaf eitthvað til afsökunar . Mannleg hegðun er aðalviðfangsefni Dal rymples og takmörkum háð hvað hægt er að segja um heiðarleika þegar umfjöll- unar efnið er siðleysi og svik . Því yfirgefur hann Johnson, tyllir tá hjá Hinriki V eftir Shakespeare, og lendir á 20 . öldinni hjá ungverska rithöfundinum Arthur Koestler . Kaflann um Koestler nefnir Dalrymple Að drekka í sig óendanleikann . Fyrir geðlækni hefur Koestler óneitanlega verið heillandi viðfangsefni . Hann var maður öfganna; maðurinn sem drakk bikarinn í botn . Um tíma var honum hampað á Vesturlöndum fyrir bók sína Myrkur um miðjan dag (þýðandi Jón Eyþórsson) . Í bókinni lýsir Koestler hugarástandi manns sem er fastur í trú sinni á kommúnismann og kýs að beygja sig undir hana . En árið 1998 komu fram ásakanir á hendur Koestler um nauðgun . Ekki bara nauðgun einnar konu, hann hafi verið það sem nú er kallað raðnauðgari . Dalrymple tekur dæmi úr einni bóka Koestlers sem stutt getur þessa kenningu . Koestler fellur í ónáð . Engu að síður telur Dalrymple að bók hans, Myrkur um miðjan dag, sé áhrifamesta andkommúníska bók sem nokkurn tíma hafi verið rituð . Marg falt áhrifameiri en Félagi Napóleon (eða Dýrabær) og Nítjánhundruð áttatíu og fjögur eftir Orwell . Í Bretlandi og Bandaríkjun um markaði bókin ekki djúp spor, en að sögn Dalrymples hafði hún úrslitaáhrif á það að Frakkland varð ekki kommúnismanum að bráð eftir síðari heimstyrjöldina . Eftir stríðið var kommúnistaflokkurinn í Frakklandi í lykilstöðu . Engu að síður stóð þeim stuggur af bók Koestlers sem fyllti þá ótta þegar hún kom þar út . Þeir keyptu því upp öll eintök bókarinnar jafnóðum og þau komu á göturnar svo prentvélarnar höfðu vart undan . Almenningur komst ekki hjá því að sjá þessa ritskoðunartilburði og fylltist óhug . Í kjölfarið var nýrri stjórnarskrá, sem gefið hefði kommúnistum forskot til valda, hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu . Myrkar hliðar á persónuleika Koestlers réttlæta ekki útskúfun hans að mati Dalrymples . Hann hafi með einstæðu lífi sínu og verkum spegl að pólitík, vitsmuni og þrautagöngu þeirrar aldar sem hann lifði . Hann var vísindamað ur, bóndi, blaðamaður, rithöfundur, njósn- ari, hermaður, baráttumaður fyrir réttlæti og dauðarefsingum og trúleysingi í eilífri leit að trúarlegri upplifun . Hann sat á dauðadeild í fangelsi á Spáni Francos og sú reynsla skilaði sér í bókinn Dialogue with Death sem Dalrymple telur bestu bók hans . Kaflar úr bókinni, sem Dalrymple birtir máli sínu til stuðnings, kalla á lestur verksins í heild . Stefna Koestlers hafi alla tíð verið í átt til hins góða, en ástríður hans og lífsorka hafi komið í veg fyrir að hann næði markmiði sínu . Það hentar eflaust nú tímanum að vita sem minnst af mönnum eins og Koestler en við því hefði Johnson haft svar . Hann hélt því fram að allir dómar kölluðu á samanburð . Í Rasselas segir hann að „hjónabandið beri í sér margskonar sársauka . . . en á móti komi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.