Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 44

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 44
42 Þjóðmál VETUR 2010 * * * Þrátt fyrir að fyrrnefnd skýrsla varpi fram spurningu um það hvort NATO hafi hlutverki að gegna á norðurskauts- svæðinu hefur þeirri spurningu í raun verið svarað þar sem fimm aðildarríki NATO teljast til norðurskautsríkja . Það eru, auk Íslands, Bandaríkin, Kanada, Noregur og Danmörk . Umboð og skuldbinding NATO nær því til þeirra ríkja hér eftir sem hingað til . Enn fremur er staðsetning IADS-ratsjárkerfisins á Íslandi (Integrated Air Defence System) dæmi um viðveru NATO á svæðinu . Klaus Naumann, fyrrum yfirmaður hermálanefndar NATO, sagði á fundi Samtaka um vestræna samvinnu í Reykjavík í september sl . að það væri augljóst að NATO gæti ekki uppfyllt skyldur sínar skv . 5 . gr . Washington-sáttmálans um að verja öll NATO-aðildarríkin án þess að taka norrænar varnir með í reikninginn . Spurningin, sem við ættum að spyrja, er því ekki hvort bandalagið hafi hlutverki að gegna á norðurskautssvæðinu, heldur hvert hlutverkið eigi að vera? Áður en þeirri spurningu er svarað vil ég víkja stuttlega að efni skýrslunnar og helstu áhersluatriðum hennar varðandi þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir á norðurslóðasvæðinu . Nýjar siglingaleiðir Breytingar á loftslagi hafa m .a . leitt til þess að aðgangur að náttúruauðlindum hefur aukist og siglingaleiðir, sem hingað til hafa verið ófærar vegna hafíss, eru að opnast í nokkrum mæli . Rétt er þó að hafa í huga að þróunin er hæg . Það gætu verið 20 til 30 ár eða jafnvel lengri tími í það að siglingaleiðir milli heimsálfa á norðurslóðum opnist þannig, og svo lengi á hverju sumri, að þær verði hagkvæmur kostur . Þær loftslagsbreytingar sem um ræðir geta haft margs konar afleiðingar, svo sem hækkun yfirborðs sjávar og breytingu sjávarfalla . Samt sem áður felast einnig tækifæri í breytingunum . Talið er að um 25−30% ónýttra auðlinda, svo sem olíu, gass og kola, sé að finna á norðurskautssvæðinu . Á sama tíma og loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á hefðbundið líf íbúa svæðisins hafa þannig einnig skapast ný tækifæri varðandi ferðaþjónustu, fiskveiðar, siglingar og nýtingu auðlinda . Undanfarna áratugi hafa rannsóknir sýnt fram á að ísbreiður við norðurheimskautið fari sífellt minnkandi, þó sérstaklega á sumrin . Fram kom í ferð varnarmálanefndar til Grænlands í sumar að talið er að á síðustu 30 árum hafi ísbreiðan á Grænlandi minnkað um 30% . Breytingarnar hafa vakið vonir um auknar siglingar um norðurskautssvæðið sem myndu stytta siglingaleiðina milli Asíu annars vegar og Norður-Evrópu og Norður-Ameríku hins vegar um þúsundir kílómetra . Talið er að siglingaleiðin frá Japan til Rotterdam muni líklega styttast um 40% og frá Seattle til Rotterdam um 25% . Skipaumferð milli þessara heimshluta fer nú að mestu í gegnum Súes- og Panama-skurðina eða suður fyrir Afríku . Helst er rætt um tvær siglingaleiðir á norðurskautssvæðinu . Annars vegar er það norðvesturleiðin (Northwest Passage), en þar er siglt milli eyjaklasa við norðurhluta Kanada . Hins vegar er það svokölluð norðurleið (Northern Sea Route), öðru nafni norðausturleiðin, sem liggur fyrir norðan Rússland . Sumarið 2009 gerðist það í fyrsta sinn að báðar leiðirnar voru færar samtímis . Þrátt fyrir að sérfræðingar bendi á hætturnar sem fylgja siglingum um norðurskautssvæðið, þar sem allra veðra er von og skilyrðin eru erfið, horfa alþjóðleg skipafyrirtæki nú þegar til möguleika á auknum siglingum um svæðið .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.