Þjóðmál - 01.12.2010, Page 53

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 53
 Þjóðmál VETUR 2010 51 átt sér stað ef Ísland hefði verið innan Evrópu sambandsins . Þá hefði forræðið í þeim efnum ekki legið hjá íslenzkum stjórnvöldum heldur sambandinu sem hefði þá alfarið séð um að semja um málið við Norðmenn og Færeyinga og þá með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi en ekki hagsmuni okkar Íslendinga sérstaklega eða yfir höfuð . Evrópusambandið hefði þá einfaldlega ákveðið hvaða aflaheimildir féllu okkur í skaut . Utan Evrópusambandsins höfum við Ís- lendingar í krafti fullveldisins frelsi til þess að semja um fiskveiðimál, líkt og skipt- ingu deilistofna sem flakka á milli efna- hagslögsaga, við önnur ríki út frá okkar eigin hagsmunum . Um 30% af útflutn- ingsverðmætum sjávarafurða hafa á undan- förnum árum komið til vegna slíkra veiða . Ef Ísland gengi í Evrópu sam bandið færðist réttur okkar til þess að semja um slík mál til Brussel og sama er að segja til dæmis um gerð fríverzlunarsamninga og aðra viðskipta samninga . Við inngöngu í Evrópusambandið féllu allir slíkir samningar sem við hefðum þegar gert úr gildi og við tækju samningar sem sam bandið hefði gert . Þannig er ekki víst hvort samningur, sem við kunnum að gera vegna makríldeilunnar, muni gilda áfram ef Ísland gengi í sambandið, samningar sem vafalítið verða miklu hagstæðari fyrir okkur, náist þeir, en þau kjör sem ráðamenn þess hafa viljað úthluta okkur . Í öllu falli er ljóst að við inngöngu í Evrópusambandið yrði ákvörð unarvaldið í þeim efnum eftirleiðis í Brussel . Yfirráðin yfir auðlindinni Umræðan um inngöngu í Evrópu sam-bandið hér á landi á liðnum árum hefur mikið snúist um yfirráðin yfir auðlind- um Íslands og þá einkum þeim sem finnast í hafinu í kringum landið sem eðlilegt er . Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu gríðarlegir hagsmunir eru þar að veði fyrir okkur Íslendinga . Sjávarútvegur hefur um áratugaskeið og jafnvel mun lengur verið undirstaðan fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og leikið lykilhlutverk í skapa þau lífsgæði sem þjóðin hefur notið á liðnum árum . Hins vegar hefur gætt ákveðins mis skiln- ings þegar rætt hefur verið um yfirráðin yfi r auðlindum Íslands í þessu sambandi . Marg ir þeir sem eru hlynntir inngöngu í Evrópu sambandið hafa þannig fullyrt að við Ís lendingar myndum áfram halda þess- um yfir ráðum og kosið að orða það þannig að sambandið myndi ekki taka auðlindirnar af okkur . Það er enda alveg rétt . Evrópu- sam bandið mun ekki slá eign sinni á þessar auð lindir . Slíkt hefur sambandið enda aldrei gert . Það sem málið snýrt um er pólitískt og lagalegt vald yfir auðlindum landsins og þá sér í lagi í sjávarútvegi . Þetta vald ligg- ur í dag hjá íslenzkum stjórnvöldum en færðist til Brussel í miklum mæli ef af inn- göngu Íslands í Evrópusambandið yrði . Í sjávarútvegsmálum hefði sambandið í raun full yfirráð yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga . Þau yfirráð eru niðurnegld í Stjórn arskrá Evrópusambandsins (Lissa- bon-sáttmálanum) . Síðasta orðið í sjávarút- vegs málum yrði alltaf þar . Við inngöngu Íslands í Evrópusam band ið væru það stofnanir þess sem eftirleiðis tækju ákvarðanir um það hversu mikið mætti veiða í íslenzku efnahagslögsögunni (sem framvegis yrði aðeins hluti af efnahagslög- sögu sambandsins), hvar mætti veiða, hvenær mætti veiða, hvaða tegundir, með hvernig veiðarfærum og svo framvegis . Síðast en ekki sízt hverjir mættu veiða á mið un um í kringum landið . Evrópusambandinu væri algerlega í sjálfsvald sett hvaða reglum það færi eftir í þeim efnum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.