Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 53
 Þjóðmál VETUR 2010 51 átt sér stað ef Ísland hefði verið innan Evrópu sambandsins . Þá hefði forræðið í þeim efnum ekki legið hjá íslenzkum stjórnvöldum heldur sambandinu sem hefði þá alfarið séð um að semja um málið við Norðmenn og Færeyinga og þá með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi en ekki hagsmuni okkar Íslendinga sérstaklega eða yfir höfuð . Evrópusambandið hefði þá einfaldlega ákveðið hvaða aflaheimildir féllu okkur í skaut . Utan Evrópusambandsins höfum við Ís- lendingar í krafti fullveldisins frelsi til þess að semja um fiskveiðimál, líkt og skipt- ingu deilistofna sem flakka á milli efna- hagslögsaga, við önnur ríki út frá okkar eigin hagsmunum . Um 30% af útflutn- ingsverðmætum sjávarafurða hafa á undan- förnum árum komið til vegna slíkra veiða . Ef Ísland gengi í Evrópu sam bandið færðist réttur okkar til þess að semja um slík mál til Brussel og sama er að segja til dæmis um gerð fríverzlunarsamninga og aðra viðskipta samninga . Við inngöngu í Evrópusambandið féllu allir slíkir samningar sem við hefðum þegar gert úr gildi og við tækju samningar sem sam bandið hefði gert . Þannig er ekki víst hvort samningur, sem við kunnum að gera vegna makríldeilunnar, muni gilda áfram ef Ísland gengi í sambandið, samningar sem vafalítið verða miklu hagstæðari fyrir okkur, náist þeir, en þau kjör sem ráðamenn þess hafa viljað úthluta okkur . Í öllu falli er ljóst að við inngöngu í Evrópusambandið yrði ákvörð unarvaldið í þeim efnum eftirleiðis í Brussel . Yfirráðin yfir auðlindinni Umræðan um inngöngu í Evrópu sam-bandið hér á landi á liðnum árum hefur mikið snúist um yfirráðin yfir auðlind- um Íslands og þá einkum þeim sem finnast í hafinu í kringum landið sem eðlilegt er . Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu gríðarlegir hagsmunir eru þar að veði fyrir okkur Íslendinga . Sjávarútvegur hefur um áratugaskeið og jafnvel mun lengur verið undirstaðan fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og leikið lykilhlutverk í skapa þau lífsgæði sem þjóðin hefur notið á liðnum árum . Hins vegar hefur gætt ákveðins mis skiln- ings þegar rætt hefur verið um yfirráðin yfi r auðlindum Íslands í þessu sambandi . Marg ir þeir sem eru hlynntir inngöngu í Evrópu sambandið hafa þannig fullyrt að við Ís lendingar myndum áfram halda þess- um yfir ráðum og kosið að orða það þannig að sambandið myndi ekki taka auðlindirnar af okkur . Það er enda alveg rétt . Evrópu- sam bandið mun ekki slá eign sinni á þessar auð lindir . Slíkt hefur sambandið enda aldrei gert . Það sem málið snýrt um er pólitískt og lagalegt vald yfir auðlindum landsins og þá sér í lagi í sjávarútvegi . Þetta vald ligg- ur í dag hjá íslenzkum stjórnvöldum en færðist til Brussel í miklum mæli ef af inn- göngu Íslands í Evrópusambandið yrði . Í sjávarútvegsmálum hefði sambandið í raun full yfirráð yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga . Þau yfirráð eru niðurnegld í Stjórn arskrá Evrópusambandsins (Lissa- bon-sáttmálanum) . Síðasta orðið í sjávarút- vegs málum yrði alltaf þar . Við inngöngu Íslands í Evrópusam band ið væru það stofnanir þess sem eftirleiðis tækju ákvarðanir um það hversu mikið mætti veiða í íslenzku efnahagslögsögunni (sem framvegis yrði aðeins hluti af efnahagslög- sögu sambandsins), hvar mætti veiða, hvenær mætti veiða, hvaða tegundir, með hvernig veiðarfærum og svo framvegis . Síðast en ekki sízt hverjir mættu veiða á mið un um í kringum landið . Evrópusambandinu væri algerlega í sjálfsvald sett hvaða reglum það færi eftir í þeim efnum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.