Þjóðmál - 01.12.2010, Page 84

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 84
82 Þjóðmál VETUR 2010 þýðu bandalagið starfaði á sínum tíma, að fórna andstöðu við nána þátttöku Íslands í sam starfi við Evrópusambandið til að halda völd um í ríkisstjórn eða öðlast þau . Þetta hefði til dæmis gerst eftir þingkosningar 1991, þegar Ólafur Ragnar Grímsson og Svav ar Gestsson, ráðherrar Alþýðubanda- lagsins, hefðu boðið Jóni Baldvini Hanni- bals syni stól forsætisráðherra, þrátt fyrir ein dreg inn vilja hans til að Ísland yrði aðili að evrópska efnahagssvæðinu (EES) . Þeim félög um hefði verið sama um EES svo framarlega sem þeir héldu ráðherravöldum . Þeir hefðu meira að segja gert Jóni Baldvini þetta tilboð um stól forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn með framsóknarmönnum, án þess að hafa fyrir því að kynna Steingrími Her manns syni, sitjandi forsætisráðherra, hugmynd sína . Þessi frásögn flaug mér í hug eftir lestur bókarinnar Möðruvallahreyfingin – baráttusaga eftir Elías Snæland Jónsson . Þar er lýst stjórnmálabaráttu sem er í orði háð um málefni en snýst um völd . Undir því yfirskini að mestu skipti að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum sneru þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Bald ur Óskarsson sér til Eysteins Jónssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, á við reisnarárunum, 12 ára valdatíma Sjálf- stæðis flokks og Alþýðuflokks á sjöunda áratug síðustu aldar, og sammæltust við hann um að leiða Framsóknarflokkinn til vinstri og þreifa fyrir sér um samstarf við aðra flokka . Eysteini þótti greinilega spennandi að kynnast áhuga og framagirni Ólafs Ragnars . Hann birtist eins og vonargeisli í flokki, sem var að tapa tilgangi sínum með auknu frelsi í verslun og viðskiptum . Samvinnuhreyfingin og Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) var þá bakhjarl flokksins . Samvinnuskólinn á Bifröst einskonar þjálfunarbúðir fyrir þá sem tengdu flokk og fyrirtæki, hugsjónir og fjármál . Ólafur Ragnar vildi blása lífi í hugsjónirnar en Baldur hóf störf í þágu SÍS . Baldur Óskarsson átti uppruna innan Framsóknarflokksins í Vík í Mýrdal, gekk í skólann á Bifröst, fór síðan í tveggja ára framhaldsnám á vegum SÍS og kynntist þá náið innviðum hreyfingarinnar . Hann var þannig þjálfaður til forystuhlutverks hjá henni . Þegar honum var hins vegar boðið að gerast framkvæmdastjóri fulltrúaráðs fram sóknarmanna í Reykjavík valdi hann stjórnmálaafskipti í stað kaupsýslu, þótt hann nyti jafnan góðs af tengslum við SÍS við erindrekstur sinn . Haustið 1965 spurði Kristján Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Tímans, Baldur, hvort hann þekkti ekki einhvern ungan mann sem gæti tekið að sér þingfréttaritun fyrir Tímann í hlutastarfi . Baldur benti á Ólaf Ragnar . „Kristján spurði strax hvort Ólafur þessi væri í Framsóknarflokknum, en fékk það svar að svo væri ekki; hins vegar væri hann mjög efnilegur og líklegur til afreka og þetta starf góð leið til að fá hann til starfa fyrir flokkinn . Það létti yfir Kristjáni þegar hann heyrði að ungi maðurinn væri systursonur Hjartar Hjartar, framkvæmdastjóra Skipadeildar SÍS, og eftir að hafa ráðfært sig við formann flokksins [Eystein] fól hann Baldri að hafa samband við Ólaf Ragnar .“ (Bls . 76 .) Ólafur Ragnar og Baldur sórust í fóst- bræðralag . Ólafur Ragnar gekk í Fram- sóknarflokkinn árið 1966, tók að skrifa þar pólitískar vakningar- og hvatningargreinar auk þess sem hann fékk inni með þætti í ríkisútvarpinu sem þóttu svo flokkspólitískir, að meirihluti útvarpsráðs vildi ekki við þá una . Var í mars 1967 tekin ákvörðun um taka fyrir þáttagerð Ólafs Ragnars enda væri hann „launaður erind reki Framsóknarflokksins og því ekki treyst andi til að stjórna þáttum í Ríkisútvarpinu“ .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.