Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 84

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 84
82 Þjóðmál VETUR 2010 þýðu bandalagið starfaði á sínum tíma, að fórna andstöðu við nána þátttöku Íslands í sam starfi við Evrópusambandið til að halda völd um í ríkisstjórn eða öðlast þau . Þetta hefði til dæmis gerst eftir þingkosningar 1991, þegar Ólafur Ragnar Grímsson og Svav ar Gestsson, ráðherrar Alþýðubanda- lagsins, hefðu boðið Jóni Baldvini Hanni- bals syni stól forsætisráðherra, þrátt fyrir ein dreg inn vilja hans til að Ísland yrði aðili að evrópska efnahagssvæðinu (EES) . Þeim félög um hefði verið sama um EES svo framarlega sem þeir héldu ráðherravöldum . Þeir hefðu meira að segja gert Jóni Baldvini þetta tilboð um stól forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn með framsóknarmönnum, án þess að hafa fyrir því að kynna Steingrími Her manns syni, sitjandi forsætisráðherra, hugmynd sína . Þessi frásögn flaug mér í hug eftir lestur bókarinnar Möðruvallahreyfingin – baráttusaga eftir Elías Snæland Jónsson . Þar er lýst stjórnmálabaráttu sem er í orði háð um málefni en snýst um völd . Undir því yfirskini að mestu skipti að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum sneru þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Bald ur Óskarsson sér til Eysteins Jónssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins, á við reisnarárunum, 12 ára valdatíma Sjálf- stæðis flokks og Alþýðuflokks á sjöunda áratug síðustu aldar, og sammæltust við hann um að leiða Framsóknarflokkinn til vinstri og þreifa fyrir sér um samstarf við aðra flokka . Eysteini þótti greinilega spennandi að kynnast áhuga og framagirni Ólafs Ragnars . Hann birtist eins og vonargeisli í flokki, sem var að tapa tilgangi sínum með auknu frelsi í verslun og viðskiptum . Samvinnuhreyfingin og Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) var þá bakhjarl flokksins . Samvinnuskólinn á Bifröst einskonar þjálfunarbúðir fyrir þá sem tengdu flokk og fyrirtæki, hugsjónir og fjármál . Ólafur Ragnar vildi blása lífi í hugsjónirnar en Baldur hóf störf í þágu SÍS . Baldur Óskarsson átti uppruna innan Framsóknarflokksins í Vík í Mýrdal, gekk í skólann á Bifröst, fór síðan í tveggja ára framhaldsnám á vegum SÍS og kynntist þá náið innviðum hreyfingarinnar . Hann var þannig þjálfaður til forystuhlutverks hjá henni . Þegar honum var hins vegar boðið að gerast framkvæmdastjóri fulltrúaráðs fram sóknarmanna í Reykjavík valdi hann stjórnmálaafskipti í stað kaupsýslu, þótt hann nyti jafnan góðs af tengslum við SÍS við erindrekstur sinn . Haustið 1965 spurði Kristján Bene- diktsson, framkvæmdastjóri Tímans, Baldur, hvort hann þekkti ekki einhvern ungan mann sem gæti tekið að sér þingfréttaritun fyrir Tímann í hlutastarfi . Baldur benti á Ólaf Ragnar . „Kristján spurði strax hvort Ólafur þessi væri í Framsóknarflokknum, en fékk það svar að svo væri ekki; hins vegar væri hann mjög efnilegur og líklegur til afreka og þetta starf góð leið til að fá hann til starfa fyrir flokkinn . Það létti yfir Kristjáni þegar hann heyrði að ungi maðurinn væri systursonur Hjartar Hjartar, framkvæmdastjóra Skipadeildar SÍS, og eftir að hafa ráðfært sig við formann flokksins [Eystein] fól hann Baldri að hafa samband við Ólaf Ragnar .“ (Bls . 76 .) Ólafur Ragnar og Baldur sórust í fóst- bræðralag . Ólafur Ragnar gekk í Fram- sóknarflokkinn árið 1966, tók að skrifa þar pólitískar vakningar- og hvatningargreinar auk þess sem hann fékk inni með þætti í ríkisútvarpinu sem þóttu svo flokkspólitískir, að meirihluti útvarpsráðs vildi ekki við þá una . Var í mars 1967 tekin ákvörðun um taka fyrir þáttagerð Ólafs Ragnars enda væri hann „launaður erind reki Framsóknarflokksins og því ekki treyst andi til að stjórna þáttum í Ríkisútvarpinu“ .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.